Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1889, Blaðsíða 15
—31— Um sunnudagsskóla Fríkirkju-safnaSar höfum vér skýrslu fyrir 3 síðustu ársfjórðunga næstliðins árs, og gengu að meðaltali á þann skóla á 2. ársfj. 21, flest 26, fæst 9, alls 26. Á 3. ársfj.: meðaltal 22, flest 30, fæst 10, alls 35. Á 4. ársfj.: meðaltal 20, flest 24, fæst 16, alls 32. 3 kennarar, 3 flokkar. Ur flestuin söfnuðunum vanta alveg skýrslur viðvíkj- andi sunnudagsskólahaldi. En þó að vér ekki setjum hér rneira af þessum skýrslu-brotum fyrir þá sök, að skýrsl- urnar ýmist vanta algjörlega eða eru svo ófullkomnar, þá vitum vér, að eitthvert sunnudagsskólahald er í flestum söfnuðunum einhvern tíma á árinu. S ý n i s h o r n a f f j á r h a g „S a m e i n i n g a r i n n a r.“ Frá því fyrst er „Sameiningin" fyrir rúmum 3 árum fór að koma út hefir til blaðsins verið borgað $ 1,633.39. En á þessu sarna tímabili hefir það haft þessi útgjöld: prentunarkostnað..........................S 1,354.00. burðargjald................................... 66.29. ýmislegt (þar með tahlir þeir S 100,00, sem hinni fyrirhuguðu skólastofnan fyrir kirkjufélagið eru ánafnaðir),...............$135.46. Utgjöldin þannig samtals $1,555.75. Við byrjan 4. árgangs átti „Sam.“ þaunig í sjóði $77,64. Blaðið á úti-standandi tillög hjá mjög mörgum, sein útgáfunefndin vildi nú vinsamlega biðja um að greidd yvði liið bráðasta. Allir, sem geta, gjöri líka svo vel, að láta ekki dragast mjög lengi að borga fyrir þennan nýbyrjaða 4. árgang blaðsins, því verði sú borgan almennt dregin fram undir haust, verðr útgáfunefndin í vandræðum með þann prentunarkostnað, sem stöðugt fellr á með hverju númeri af blaðinu. Söfnuðrinn, cr Islendingar hafa myndað í þingvalla- nýlendunni, við Manitoba & Nwth TFesíern-járnbraUtina, rétt utan við vestrtakmörk Manitoba-fylkis, liefir reglulega geng- ið í kirkjufélag vort. Ályktan um það var tekin á al- mennum safnaðarfundi þar vestra skömmu fyrir jólin.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.