Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 3
—99—
að gefca öðlazfc þá menntan, er fullkomlega svarar til krafa
tíinans, heldr en þeir, sem á skóla ganga heima á Islandi.
IIVAÐ NÝJA TESTAMENT ODDS GOTTSKÁLKSSON-
AR þÝÐIli FYRIR ÍSLENDINGA.
I þessu nr.i „Sam.“ kemr auglýsing um, að á ákveðn-
um sunnudegi í næsfca mánuði skuli við opinberar guðsþjón-
usfcur í söfnuðum kirkjufélags vors háfcíðlega miniizt þess
atviks, að ná í ár eru 350 ár liðin síðan hin íslenzka
þjóð eignaðist nýja tesfcamentið á sinni eigin fcungu. þefcta
<r samkvæmt sainhljóða álylctan kirkjuþingsins í sumar.
Vér liöfuvn mikils að minnasfc fyrir þjóðlíf vort í sambandi
við ] etfca fyrsta íslenzka nýja tesfcament. Trúarbótin lúfc-
erska nær sér niðri í Ivjarta hinnar íslenzku Jjóöar með
nýja-fcestamentis-þýðing Odds Gottskálkseonar. Með henni
er grundvöllr:nn lagðr fcil þess lúterska kirkjulífs, sem þjóð
vor getr cða hefir getað talið f-ér til ágætis. 44 árum eft-
ir að testament Odds var prentað úti í Danmörk fcókst
Guðbrandi biskupi þorlákssyni að koma allri biblíunni út
á íslenzku þar heima á Iíólum. Og svo kom hans nýja
testamcnt út sérstakt árið 1609. En samfara þessari fytstu
íslenzku biblíu-útgáfu var útgáfa ótrúlega mikils fjölda af
alls konar lúterskum guðsorðabókum, sem sá framúrskar-
andi dugnaðarmaðr vann að á sinni longu cmbæfctistíð. þessi
andlegi straumr, sem fióði svo ríkulega út yfir þjóðlíf Is-
lands á dögum Guðbrands biskups, á sína aðal-uppspróttu
í nýja testamenti Odds. En það er .ekki að eins í kirkju-
legu eða trúarlegu tillifci, að lyýtt líf sprettr fram á Is-
landi út af' því mcrkilega verki Odds Gotfcskálkssonar. þjóð
vor eignaðist með þessum guðsorðabókum nýjar bókmenntir.
Island rís með hinni lúfcersku trúarbót í bókmenntalegu
tilliti eins og fuglinn fönix upp úr öskunni. Pápiskan vár
nálega búin að kœfa allt hið forna bókmenntalíf á Islandi.
Islenzkan sem bókmál er nærri því dáin úfc á undan hin-
um trúarlegu siðaskiftum. En með þessum biblíulegu og
trúarlegu ritverkum byrjar hið ný-íslenzka bókmál. Nútíð-