Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 11
—107—
Námsgreinir þær, er kenndar gæti or'ðiS á komanda
vetri, eru þær, sem nú skal greina: enska, íslenzka, reikn-
ingr, landafrœöi, Ainerfku-saga, biblíufrœði, skrift, latína og
eitthvcrt af skandínavisku málunum.
þeir, sem vilja fœra sér kennslu þessa í nyt, verða aS
nainnsta kosti a'ö hafa náð þeim andlega ]n*oska, sem al-
mennr er á fermingaraldri. þeir þurfa að geta íleytt sér
í léttri cnsku, kunna aö skrifa nokkurn veginn læsilega og
hafa numið fyrstu undirstöðuatriði í almennum reikningi.
Upphæð gjalds þess, er liver lærisveinn, Sem notar sér
kennslu þessa, verðr að greiöa af hendi, höfum vér hugs-
að oss hina sömu og gjört var ráð fyrir í áætlun
kirkjuþingsins fyrir fyrsta árið við akademíið, nefnilega S 21
fyrir sjö mánuði, eða $10,50 fyrir hvorn helming kennslu-
tímans. Gjald þetta greiðist fyrir fram, þannig að helmingr
þess ($10,50) borgist 3. Nóv. 1890, og hinn helmingrinn
20. Febr. 1891.
Umsjónarmnöí kennslu þessarar verðr séra Jiin Bjarna-
son. ])eir, sém c'ska kynni að taka þátt í henrii, eru beðn-
ir að snúa sér til lrans fyrir 15. Október. Allir þeir, sem
einhvcrjar -frekari upplýsingar vilja fá viðvíkjandi kennslu
eða einhverju þar að lútandi, eru sömuleiðis beðnir að snúa
sér til hans, og mun lninn gefa allar þæf upplýsingar og
leiðbeiningar, sem hœgt er að láta í té.
Svo framarlega sem nœgilega margir hafi gefið sig fram
fyiir 15. Október, auglýsir séra Jón Bjarnason þá, að kennsl-
an byrji 3. Nóvember. Að öðrum kosti auglýsir hann, að
kennslan geti ekki byrjað, af því að of fáir hatí sótt um
hana. Ef af kennslunni verðr á annað borö, veitir séra
Jón Bjarnason gjaldi nemandanna viðtöku.
það er búizt við, að kennsian standi yfir í sjö mán-
uði. þeim tíma verðr skift niðr í tvo jafna helminga. Við
lok hvors tímabils verðr haldið próf. Reynt verðr aö
liaga kennslunni svo, að svo miklu leyti sem hœgt er, að
þaö, sem kennt verðr hvort tímabil, myndi heild út af
fyiár sig. Er þaö einkum hentugt fyrir þá, sem ekki gæti
vtTÍð bæði tímabilin.
Samkvæmt þessu lcyfir nefndin sér að skoi-a á íslenzk