Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 12
—108— ungmenni, pilta og stúlkur, sem um það er hugað að mennt- ast og auðga anda sinn, að f'œra sér þetta tilboð í nyt og sýna með því áhuga sinn og viðleitni til að afla sér nauðsynlegrar þekkingar, — þess auðs, sem enginn má án yera í líflnu. Námfýsi íslenzkra unglinga hefir verið við brugðið. það er von vor, að luín hafi ekki minnkað meðal fólks vors í þessu landi. Vér vonum, að það sjáist á undirtektum þeim, seui þetta tilboð um kennslu fær, að eins og efni fólks vors hafa aukizt hér í landinu, eins haíi menntunarþráin aukizt að sama skapi. Vér leyfum oss að skora á alla foreidra, sem efni hafa á að mennta börnin sín, að fœra sér þetta tœlcifœri í nyt. Ótal foreldrar fóru af íslandi vegna barnanna sinna. þeim hefir enn ekki gefizt kostr á að efna heit sín við þau nema að litlu ieyti. þessi heit sín við börnin geta nú marg- ir íslenzkir foreidrar efnt. þar næst leyfum vér oss að skora á söfnuði kirkju- félags vors, sem bnði heirna í héraði og eins á kirkjuþing- um gegn um sína kjörnu fulltrua bafa þegar frá byrjun veitt ináli þessu svo hjartanlegar undirtektir, að skjóta sam- an nú í haust svo miklu fé, að unnt verði að hafa frek- ari framkvæmdir í jtessu voru lang-stœrsta velferðarntáli. Eins og áætlan síðasta kirkjujfings ber með sér, er það ekk- ert stórfé, sem urn er beðið. það eru aðeins 400 dollarar, og það er sannarlega ekki mikið meðal svo nmrgra. þess- ari litlu upphæð þurfum vér endilega að geta safnað í haust ög getum ];að hœglega, ef vér aðeins viljum. það er hugsun vor, að í vetr yrði sem allra minnst af því fé eytt, sem þannig yrði safnað í siifnuðunr vorum, heldr yrði það lagt við þanri litla sjóð, sem jregar er til. Ef þessi satn- skot takast, eru miklar líkur til, að vort fyrirhugaða aka- dernt geti byrjað haustið 1891, svo framarlega sem vér þá höfum nœga kennslukrafta. Vér aflrendum þá söfnuðum vorum mál þetta til frain- lcvæinda. Fulltrúarnir, sem á þinginu í siimar sýndu því svo brennanda áhuga, ljá því nú að sjálfsögðu allt sitt fylgi, hver í sínum söfnuði. Og allir þcir, sem unna þjóð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.