Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 5
—101— vaknar svo, aS enginn, sera vit heíir á, mun þora a5 herma, að sálmaskáldskap vorum hafi síðan farið fram, hvaS anda- giftina snertir, þótt harm kunni að vera orðinn sléttari að forminu til; mun hitt sannara, að hann er ekki búinn að ná sér síöan á 17. öld“. Og síðar talar hann um þaö, „hversu ínörg sálmaskáld þá allt í einu (með 17. öldinni) vekjast upp löndum sínum til huggunar og uppbyggingar í margs konar þrautum og andstreymi". Brennipunktrinn í binni miklu trúarbót 10. aldarinnar er hvervetna þýðing biblíunnar á tungur þær, sem þjóðirn- ar töluðu. Og svo skapast víða nútíðar-ritmáliS meS þeiin þýðingum. þannig skapaði Lúter með sínu mikla biblíu- verki hina þjóðversku rittungu. Og þótt vér skiljum enn fornaldarritin íslenzku, þá liggr nærri, að ný-íslenzkan sé ekki sama tunga og forfeðr vorir töluðu og rituö'u, Og’ þessi vor nýja íslenzka, hún er vitanlega orðin til með rit- um þeini, sem festu hinn lúterska trúarboðskap í landinu, Mönnum þykir vafalaust lieldr Ijótt mál á miirgum guðs- orðabókunum gömlu, og það er ekkert ólíklegt, að þeir kunni til að vcra, sem ímynda sér, að kirkjan hafi mest skommt íslenzkuna. ])að er ekki fjarstœðara en hin áminnzta kenn- ing Púls Brietns um það, að lúterska trúin lnifi af sér get- ið volœðiö ú Islandi á 17. og 18. öldinni. En sannleikrinn, að því er tungu vora snertir, er nú þvert á móti sá, að lút- erska trúarbótin og guðsorðabœkrnar, sem Island. eignaöist ineð lienni og ujip úr henni, hafa einmitt orðið til þess að endrfœða tungu vora .og gefa oss liana í hennar nýju og uppyngdu myitd, eins og eitt af voruin beztu ])jóðern- islegu erfðagózutn. Ef vér berurn guðsorðabœkrnar íslenzku á liðnum öldum frá því liiuar nýju bókmenntir liófust með lúterskunni í landinu saman við hið litla, er þá var ritað í öðrum frœðigreinum, þá sjáum vér, að þaö eru einmitt þessi fyr nefndu rit, sem vér eiguin það að Jiakka, að tungan vor liföi hjá jijóðinni og hcfir kotnið til vor í þc-irri endrfœddu mynd, sern vér nú , eigurn hana í.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.