Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1890, Blaðsíða 4
100— artungan vor var stimpluS með nýja testamenti Odds. þess vegna er enrlrminningin um útkomu þess nú fyrir liálfri fjói'ðu öld ákaflega -víðtœk. Hún .getr leitt oss að öllu því ágætasta, sein vér eigum í þjóðarsögu vorri frá síðari öld- unum, að liinni lútersku trú og kirkju vorri, að öllum þeim bókmenntum vorum, sem kirkjau vor heflr af sér getið í gegn um aldirnar, og að vorri eigiu nútíðartungu, ];ví bandi, sem liklega fremr iillu öðru bindr oss Islend- inea saman, oss hér í hinni ameríkönsku dreifing hvern við annan, og oss alla hér sarnan við aðalhóp þjóðar vorrar úti á Islandi. Vér getum ekki látið vera í sambandi við þetta mái að minna á uppástandið, sem einn af pólitisku mönnunum á Islandi (hr. Páll Briem) kom með i fyrirlestri einum síðastliðið liaust, af því sá fyrirlestr hefir einmitt verið prentaðr hér vestra, — það uppástand, að hin líkamlega eymd Islands á 17. og 18. öldinni stafaði af jreim trúarlegu ritverkum frá 10. öldinni, sem hér var um að rœöa. Fráleitari fjarstœðu cr víst naumast unnt að varpa fram heldr en því uppá- standi. það voru liinar hraparlegu stjórnarástœður Islands, í ofanálag á þess erviðu náttúru, sem vitanlega gátu af sér það voheði. En það er bókmennta- og trúarlífið, er hófst með hinni lútersku trúarbót, seiri það var að þakka, að þjóðjn þrátt fvrir allar þær hörmungar, sein yfir hana dundu, liffti af og hélt sér setn þjóð. þetta trúarlíf og þetta bókmenntalíf, sem fyrsti vísirinn sést til í nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar, en sem í tíð Guöbrands bisk- ups er tekið til að sýna sín fyrstu blóm, — það er það, sem heldr þessari vesalings þjóð við á hcnnar hörtnungatíð. Fyrir þetta er það, að hún sér þó allt af Ijós í myrkiinu. Og á því ljósi lifir þjóðin þangað til þjóðlífsþokunni með þcssari öld fer oír-litið að létta. Nei, þá er ólikt hvernig dr. Grímr Thomsen skilr trúarbótartímann forna í þjóðar- sögu vorri, þar sern liann í ritgjörð sinni framan við liina nýju útgáfu af ritum Hallgríms Pétrssonar keinst svo að orði: „það er merkilegr vottr þess, hversu fljótt andinn fer yfir, að um sama leyti (og á þýzkalandi og Norðrlöndum) kviknar þessi sama andagift á vorri fjarlægu eyju, og glað-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.