Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1891, Blaðsíða 13
—29— boöinn velkominn inn í liið nýja félag, hvernig sem trú hans að öðru leyti var. Um tíma sýndist þessi félagsskapr ætla aö ná miklum blórna. Spekingr einn úr stjórnarráð- inu frakkneska ReveUlére Lepeaux, tilheyrði sjálfr þessum fé- lagsskap og kom því til leiðar, að stjórnin opnaöi ekki færri en tíu kirkjur í París til afnota fyrir flokk þennan. Enginn hafði samt prestsverk á hendi framar öðrum meðal þessara manna, heldr hélt sá rœðuna, sem í það’ skiftiö fann köllun hjá sér til þess. Skírnin var einungis auglýs- ing þess, hvað börnin voru látin heita; giftingin sömuleið- is auglýsing, prýdd heilræðum og heillaóskum. A legsteina hinna látnu settu þeir orðin: Dauðinn er byrjan eilífðarinn- ar. Frábitnir voru þeir því, að gjöra tilraunir með að fjölga áhangendum; allir menn, sögðu þeir, væri einmitt fœddir með þessa trú í hjarta sínu, og það væri óþarfi, að gjöra þá það, sem þeir þegar væri. Fyrsta og annað árið breiddust þeir samt töluvert út um landið. En úr því fór áhuginn að dofna. það fór að ganga upp fyrir þessu fólki, að trúarbrogð, sein ekki leituðust við að gjöra neitt meira úr manninum og ekki beindi andanum neitt hærri brautir og ekki friðuðu dýpstu kröfur mannsandans, rnyndi vera fremr lítils virði. Jregar frakkneska þjóðin fór að endrvitkast eftir hamfarir stjórnarbyltingarinnar miklu, fóru margir aftr að leggja eyrað við boðskap kristindómsins; þá smá- tœmdust kirkjur þessara svo kölluðu guðs-mannvina og félagsskaprinn dó smásaman út. þá var það, að spekingrinn Reveillére Lepeaux kom til hins fræga Talleyrands, einhvers iiins stjórnvitrasta manns, sem uppi hefir verið, og spurði hann: „Hvað á eg að taka til bragðs til að lífga kirkjufélagið mitt við aftr?“ — „þér hafið tekizt mjög ervitt inál á hendr“, svaraði Talleyrand. „Eg veit ekki, hvaða ráð eg á að gefa yðr. það er eng- inn hregðarleikr að mynda ný trúarbrögð. En látið þér hengja yðr og rísið svo upp aftr á þriðja degi frá dauð- um!“ Sagan getr ekki um, að reynt hafi verið að fylgja þessari ráðlegging. Trúarbrögð í stað kristiudómsins er enginn hœgðarleikr að „finna upp“ eða „mynda“. því hann ber ótvíræðan vott

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.