Sameiningin - 01.04.1891, Qupperneq 15
I
—31—
þín jólaljós, þó jarönesk hverfi sólin,
í Jesú nafni skíni til vor nú'
Hvar birtist þú, ó. blföa jólastjarna ?
þú birtist helzt í lífsins dýpstu sorg;
þú rennr helzt í brjósti góðra barna
á bak við dagsins glaum og fulla torg;
þú þarft ei heimsins vopna, skjóls né varna.
þú valdir fyrst þá minnstu landsins borg.
þú velr hjartað. — Herra skapa í mér
þaS hús, sem megi betr sóma þér,
að ljósið þitt hið eilífa, hið eina,
þar eignast mætti svo sem jötu hreina,
hvar náðin þín, svo ný og fersk og hlý,
í nafni Jesú mætti fœðast í.
* *
*
Ó, lít í náð vor köldu hjartans hús,
vor herra, guð, sem ert svo líknarfús;
ó, þú, sem sendir sólarinnar ljós
að signa stráiö, að það verði rós,
hví skyldir þ'w ei sigra kulda’ og kíf
og kveikja’ í mínu hjarta eilíft líf?
þvo þú mig hreinan, svo að sómi þér,
og sólin megi renna í brjósti mér,
og sannr maðr megi skapast þar
í mynd og- líking Jesú fyllingar.
Ó, hjálpa mér að bjóða blessuð jól
í brjósti mínu þinni kærleiks sói!
þú, faðir alls, ó, vertu hjálp og vörn
í voru stríði — Sjá hin smáu börn,
sjá þau hin litlu ljósin vor og blóin,
sem líða fyrir huldan skapadóm;
ó, sýn oss, guð, þar grói bak við rós,
og geymt sé hverju barni jólaljós!
Öll veröldin er veikt og lítið skar
í veldishendi þinnar dásemdar,
lát nýja stjömu skreyta skýjatjald,
svo skynji blindir þinnar náðar vald;
þitt, þitt er allt, og allt er, guð, af þér,
og í þér lifum, hrœrumst, erum vér.
i