Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 3
—67—
voru. fegar er eg vissi um trúarfráhvarf séra Magnúsar, skoraði eg á séra
Hafstein Pétrsson, prest safnaðanna i Argyle-byggð hér í Manitoba, og skrif-
ara kirkjufélagsins, að ferðast til Nýja Islands, hitta séra Magnús og reyna
til að beina trú hans og kenning í rétta átt. Sjálfr gat eg eigi sökum
heilsubilunar ferðart þangað. Og í forföllum mínum tókst séra Hafsteinn er-
indi þetta á hendr ásamt með öðrum embættismanni kirkjufélagsins, féhirði
hr. Árna Friðrikssyni. Frá þessari ferð og þeim upplýsingum um hið kirkju-
lega ástand í prestakalli séra Magnúsar, sem hún Ieiddi til, skýrði séra Haf-
steinn nákvæmlega með grein nokkurri í blaðinu ,,Lögbergi“, sem þér hafið
efiaust allir lesið. J>að tókst því miðr ekki að sannfœra séra Magnús um
hina andlegu villu hans. En rétt á eftir sendi hann mér bréfið um úrsögn
sína úr kirkjufélaginu, og svo komu úrgönguyfirlýsingar hinna áðrnefndu safn-
aða. ÖIl þau skjöl mun eg leggja fyrir þingið til álita.
Eg finn ástœðu til að minna kirkjuþingið á það, að stjórn kirkjufélags-
ins átti engan þátt í því, að séra Magnús Skaftasen var á sínum tíma kall-
aðr heiman frá íslandi til þess að takast hér prestskap á hendr. |>að er
illa farið, að hann nokkurn tíma kom til þess að taka hér við forustu á
lúterskum söfnuðum, úr því hann snerist á þessa sveifina — slæmt vegna fólk
þess, sem með honum hefir leiðzt burt frá sannindum kristinnar trúar, og
sérstaklega slæmt fyrir hann sjálfan. En kirkjufélagið eða þess stjórn er þar
alveg úr sökinni.
Á kirkjuþingi í fyrra skýrði forseti frá því, aif félag vort ætti kost á að
fá tvo guðfrœðinga frá Islandi hingað vestr til þess í prestlegri stöðu að
gjörast starfsmenn félagsins. Annar var vcl metinn prestr, séra Finnbogi
Rútr Magnússon í Ilúsavík í Jnngeyjarsýslu. Og samkvæmt ráði þingsins
myndi hann hafa orðið kallaðr af söfnuði einum eða fleirum í Islendinga-
byggðinni í Pembina Co., Norðr-Dakota, hefði ekki skömmu eftir kirkju-
þing frétzt hingað vestr, að hann væri látinn. Hinn var stúdent á presta-
skólanum í Reykjavik, rétt í þann veginn að taka embættispróf, Eyjólfr
Kolbeins. Kirkjuþingið réð söfnuðinum í þ>ingvallanýlendu hér í Norðvestr-
landinu til að þiggja tilboð hans, og sá söfnuðr sendi honum svo í gegnum
mig formlegt köllunarbréf. En svo stóð þessi maðr ekki við tilboð sitt, þeg-
ar til kom, heldr settist i ,,brauðið“ eitt þar heima, eins og ekkert væri. —
|>ar sem þannig enginn nýr prestr hefir viðbœtzt og séia Magnús Skaftasen
hefir, eins og þegar er sagt, gengið úr leik, þá liggr í augum uppi, að
prestaskortrinn i kirkjufélaginu er mjög tilfinnanlegr. j>ingvallanýlendu-söfnuðr
hefir á ný gefið mér nokkurs konar umboð til að útvega sér prest. En frá
Islandi veit eg nú ekki til að vér eigum von á nokkrum presti eða prests-
efni. Að gjöra fleiri tilraunir til að fá þaðan presta má virðast þýðingal'laust.
Með öllu því, sem í liðinni tið er komið fram í sambandi við tilraunir vorar
til að útvega félaginu presta þaðan, sýnist mér vér hafa fengið skýrar bend-
•ingar frá drottni um það, að félag vort eigi nú aðallega að hugsa um að
fá unga menn úr vorum hópi til þess að menntast til prestskapar hér í þessu
landi, hætta við alla prestaútvegun handan yfir haf, bíða í vorri prestafæð,
þangað til hér menntaðir íslenzkir guðfrœðingar fást til að taka við kenni-
mannlegu starfi meðal prestlausu hópanna af fólki voru. Og vil eg þá líka
geta þess, að síðastliðinn vetr hafa nokkrir ungir Islendingar gengið á lúterska
œðri skóla suðr í Bandaríkjum með þeirri hugsan, að taka síðar, að skólanám-