Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 14
—78— aðarins eignum hans, sem heldr fast viS safnaSarlögin, hvort sem það er meiri eða minni hluti. þetta er almennt ákvæði borgarlegra laga. 7. Upp á fyrirspurn Erœðrasafnaðar, hvort hann hafi gjört rétt í því að segja séra M. Skaftasen upp þjónustu hans, þá skal því svarað, að söfnuðrinn hafi þar fullnœgt lagalegri og kristilegri skyldu sinni. 8. Kirkjuþingið treystir því, að Mikleyjarsöfnuði verði ljós skylda sín í þessu máli, þegar hann hefir fengið þær upplýsingar um trúarskoðun séra Magnúsar, sem nú eru opinberlega fram komnar. 9. Með því að það er skýrt komið fram, að séra M. Skaftasen er eigi lengr lúterskr prestr, og með því sterkar líkur eru til, að margir af þeim, sem honum fylgja, haldi enn í hjarta sínu fast við lúterska trú, er það a.varleg og brdðurleg bending til allra slíkra manna, að láta ekki leiða sig burt frá trúarsannfœring sinni. Jón Bjarnason, Fr. J. Bergmann, Kristján Abrahamsson, Jóhann Briem, B. Marteinsson, þorv. þórarinsson, Hafsteinn Pétrsson. Nefndarálitið samþykkt í einu hljóði eftir mjög stutt- ar umrœður. Prestleysismáls-nefndin kom með álit sitt, en því var brátt vísað aftr til nefndarinnar með ýmsum bendingum. Lagðir fram fjárhagsreikningar ,,Samein i n gari nn ar“, sem svo voru afhentir þeim G. S. Sigurðssyni og H. Hermann til yfirskoðunar. Skýrslur um sunnudagsskólahald í söfn. lagðar fram. 8. fundr, sama dag, kl. 2 e. m. Endrskoðunarmenn komu með fjárhagsreikning kirkju- félagsins; höfðu þeir rannsakað hann og ekkert fundið við hann að athuga. í sjóði voru $81.32. Tillög frá söfnuðun- um höfðu verið þannig: frá Árnes-s. $4.00, Wpg-s. $13 85, Garðar-s. $15.00, þingvalla-s. $2.00, Fjalla-s. $1.50, Pembina-s. $4.00, Argyle-söfnuðum $12.50, Víkr-s. $8.00, Brœðra-s. $3.00, Selkirk-s. $1.50, Grafton-s. $1.00, Brandon-s. $1,05, Victoria-s. $1.00, þingvallanýl.-s. $4.00, Víðines-s. $1.00. Tillaga borin fram frá Brandon-söfn. um að kirkju- þingstími væri fœrðr frá sumri til vetrar. Felld frá umr. Reikningr „öameiningarinnar", lagðr fram yfirskoðaðr. Samþykktr. Hann sýndi, að blaðið var í skuld (við Pál

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.