Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 13
—77—
Nefndin ræSr þinginu til aS sarnþykkja eftirfyigjandi
ályktaair:
1. það er vitanlegt, að séra M. J. Skaftasen hóf að
kenna gagnstœtt trúarjátning kirkjufélagsins meðan hann
enn þá var meðlimr þess og prestr lúterskra safnaða. Með
því hefir hann eigi aðeins hrotið móti móti þessum söfnuð-
um heldr og gegn kirkjufélaginu í heild sinni, þar sem hann
hefir rofið það heit, er hann vann um leið og hann ritaði
undir lög kirkjufélagsins. Með tilliti til trúarjátningar var
það heit að eins endrtekning þess prestaeiðs, er hann vann
við prestsvígslu sína. Slík aðferð er gagnstœð anda krist-
indómsins og kirkjulegri reglu.
2. þegar séra M. J. Skaftasen tilkynnir forseta kirkju-
félagsins úrgöngu sína úr félaginu, þá fœrir hann alls enga
ástœðu fyrir þessari breytni sinni. þessi aðferð Sýnir skort
á virðing fyrir þeirri kirkju, sem hann hafði svarið trú
og hollustu.
3. A kirkjuþingi þessu hélt séra M. J. Skaftasen
þannig vörn uppi fyrir máli sínu, að það kom ijóslega
fram, að hann ekki að eins neitar kenning kirkjunnar urn
fyrirdœminguna, heldr og guðlegum áreiðanlegleik heilagr-
ar ritningar. Trúarneitun hans leiðir til neitunar á frið-
þægingarlœrdómnum og inn á vantrúarskoðanir Únítara.
þetta hefir hann sýnt í verkir.u með, því t. d. að prédika um
þessar mundir á opinberri samkomu Únítara hér í Winnipeg.
4. Af þeim söfnuðurn séra M. J. Skaftasens, sem
hafa gengið úr kirkjufélaginu, hefir Árnessöfnuðr einn gjört
tilraun til að fœra ástœðu fyrir úrgöngu sinni. Og ástœð-
an er þessi: Að söfnuðrinn hafi samið við séra M. um prests-
þjónustu áðr en hann hvarf frá trúarjátning kirkjunnar,
og gangi því söfnuðrinn úr kirkjufélaginu. þessi ástœða
fellr algjörlega, þar sem það samkvæmt 10. gr. grundvall-
arlaga kirkjufélagsins er skylda hvers kristins safnaðar að
segja þeim presti upp þjónustu, sem kennir gagnstœtt trú-
arjátning safnaðarins.
5. Breiðuvíkr- og Gimli-söfnuðr fœra enga ástœðu fyrir
úrgöngu sinni. En það var siðferðisleg og kristileg skylda
þeirra.
6. Yfirlýsingin um úrgöngu Víðines-safnaðar er ógild,
þar sem nokkur hluti safnaöarins hefir iýst því j’fir, að
hann standi í kirkjufélaginu; og er það því til sönnunar,
að söfnuðrinn hefir sent erindsreka á kirkjuþing þetta.
Yíðines-söfnuðr stendr því enn þá í kirkjufélaginu.
Nefndin finnr sér skylt í tilefni af þessu að taka það
fram, að þar sem eins stendr á, þá heldr sá hluti safn-