Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 10
—74— en sem enn eru ógengnir í kirkjufélagið, upplýstist að væri: óf. 82, f. 134, alls 216 (nl. í Lincoln-söfn. óf. 60, f. 80, og í Vestrheims-söfn. óf. 22, f. 54). Alls þannig í kirkjufelaginu eða í sambandi viS það: óf. 1871, f. 3035, alls 4906. Nefndin frá síðasta kirkjuþingi út af málinu um stofn- an œðra skóla fyrir kirkjufélagið gjörði næst grein fyrir gjörðum sínurn þannig: Vér, sem kjörnir vorum á síðasta kirkjuþingi í nefnd til að hafa framkvæmdir á hendi í skólamáli kirkjufélags- ins, leyfum oss að gjöra þinginu eftirfylgjandi grein fyrir gjörðum vorum: 1. Nefndarmenn áttu fyrsta fund með sér í Winnipeg 5. Sept. 1890 til að taka til íhugunar, hverjar fram- kvæmdir hafa mætti í málinu. þeim koin þá saman um, að tilraun yrði gjörð með að byrja keun'slu hér í Winni- peg, samkvæmt því fyrirkomulagi, sem síðasta kirkjuþing hugsaði sór. Töluverör áhugi fyrir því, að kennslan yrði byrjuð þegar síðastliðiö haust, virtist koma fram úr ýins- um áttum. Sú kennsla, sem nefndin hugsaði sér að byrjaði, átti einungis að vera undirbúningr undir hið fyrirhugaða akademí. Hún átti fram að fara undir yfirumsjón forseta kirkjufólagsins, séra Jóns Bjarnasonar, með kennslukröftum, sem boöizt höfðu frá mönnum, sem fyrir utan kirkjufélag vort standa, því á öðrum var ekki völ. Nefndin skoraði á þá, sem kynni að vilja taka þátt í kennslu, að snúa sér til séra Jóns Bjarnasonar fyrir 15. Okt. Um þetta samdi nefndin áskorun til almennings, sem birt var í öll- um íslenzku blöðunum. Á sama fundi samdi nefndin ávarp, sem sent var öllum þeim, er setið höfðu á síðasta kirkju- þingi, ];ess efnis, að þeir legði nú fram sína ýtrustu krafta til að safna fó í skólasjóð, hver í sínum söfnuði. 2. Séra Jón Bjarnason auglýsti 13. Okt. eftir samkoinu- lagi við nefndina, að ekki væri unnt, að auglýsa, hvort lcennslan yrði látin byrja fyr en um mánaðamótin Okt. og Nóv. 3. 30. Október kom nefndin aftr saman. Hún komst þá aö þeirri niðrstöðu, að ógjörlegt væri að byrja kennsluna að svo stöddu. Aðalástœðan var sú, að séra Jón Bjarna- son, sem hafa átti umsjón kennslunnar á hendi, var þá orðinn svo lamaðr á heilsunni, að hann gat jafnvel ekki unnið sín vanalegu prestsverk. — Fyrir þennan nefndar- fund höfðu nœgilega margir unglingar boðizt fram til að taka þátt í kennslunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.