Sameiningin - 01.07.1891, Blaðsíða 7
—71—
þinginu grein fyrir því og biðja um afsökun þess.
Tillagan fer einnig fram á, að bœtt sé aftan við 6.
grein: „Komi þaS fyrir, að einhver söínuðr sendi ekki er-
indsreka á kirkjuþingið, verðr söfnuðrinn samt að senda
þinginu álitsmál og önnur skilríki fyrir það ár“.
Nefndin sér ekki ástœðu til að lengja greinina með
þessari viðbót. Að sá eða þeir söfnuðir, sem ekki senda
menn á kirkjuþing gjöri einmitt það, sem tillagan fer fram
á, liggr algjörlega í hlutarins eðli.
Nefndin finnr sérstaka ástœðu til að taka það fram,
að hún álítr það mjög óheppilegt, að einlægt sé verið að
breyta grundvallarlögum kirkjufélagsins. Auðvitað er langt
frá, að þau sé svo fullkomin, að ekki sé unnt að bœta
þau. En hversu ófullkomin sem þau eru, standa þau eng-
an veginn í sinni núverandi mynd fyrir félagsþrifum. Si-
felldar breytingar á grundvallarlögum eru að eins til að
mynda los og rugling á félagshugmyndinni og þess vegna
ætti að forðast þær á því stigi, sem félagsskapr vor nú
stendr.
II. Játningarmálið.
Nefndin ræðr þinginu til að samþykkja eftirfylgjandi
játning, sem undirskriíuð sé af prestum og erindsrekum
safnaðanna þegar eftir setning hvers kirkjuþings:
Vér undirskrifaðir prestar og kirkjuþingsmenn endrtök-
um liér með hina lúterslcu trúarjátning safnaða vorra, er
vér sem meðlimir hinnar lút. kirkju áðr höfum gjört, og
skuldbindum oss hátíðlega til að starfa á þessu kirkju-
þingi og heima í söfnuðum vorum að þeim málum, sem
hér verða samþykkt, samkvæmt grundvallarlögum lcirkju-
félags vors og tilgangi þeirra.
Fr. J. Bergmaun, Jón Bjarnason, Fr. Frið'rilcsson.
Nefndinni, er íhuga skyldi ársskýrslu forseta, falið á
hendr að veita móttöku kirkjuþingsmálum og raða þeim
á dagskrá.
Séra Hafsteinn Pétrsson flutti því næst fyrirlestr um
eilífa ófarsœld. Að honum enduðum skýrði forseti frá, að
þeim séra Magnúsi Skaftasen og Unítara-trúboðanum Birni
Pétrssyni hefði af sér og þeim hinum prestum kirkjufélags-
ins upp á væntanlegt samþylcki þingsins verið gefinn kostr
á að taka þátt í umrœðum fit af fyrirlestrinum, upp á
það, að að eins tveir menn töluðu fyrir hönd kirkjunnar.
þessi ráðstöfun viðvíkjandi umrœðunum var mótmælalaust
samþykkt af kirkjuþinginu, og voru þeir séra Steingrímr