Sameiningin - 01.11.1893, Qupperneq 3
mikils virö’i er þér fjársjóðrinn? HvaS gjörir þú til þess aS
tryggja þér eign hans í framtíðinni? Eða heldr þú, ef til viJl,
að ekkert þurfi að gjöra í þessu skyni? — hættan sé engin fyrir
því, að fjársjóðrinn missist eða veröi fráþér tekinn? — Jú, hætt-
an er þar. það svnir sig í gegnum alla sögu mannkynsins, að
hverjum einasta íjársjóði má glata, og dýrustu fjársjóðirnir
sýnast vera í allra mestri hættu. Og þeir fara allir, undan-
tekningarlaust allir, ef þeir eru ekki vel og vandlega geymdir;
og þeir fara meira að segja, flestallir, fyr eða síðar, hversu vel
sem þeir eru geymdir. En sá, sem kann að meta sinn fjársjóð,
sá, sem virkilega elskar fjársjóðinn sinn, sá, sem skoðar nokkuð
í eign sinni sannkallaðan fjársjóð, — hann heldr í hann dauða-
haldi, þó að hann viti, að hann hlýtr að missa hann, og aldrei
eins og þá. Heldr þú þá dauðahaldi { fjársjóðinn þinn? — Hald-
ið þér hér allir dauðahaldi í bezta fjái’sjóðinn yðar? Hvað leggr
hver einstakr yðar í sölurnar fyrir sinn dýrmætasta fjársjóð?
Iívað leggr þessi söfnuðr í sölurnar fyrir þann dýrmætasta fjár-
sjóð, sem honum hefir veríð trúað fyrir af guði almáttugum?
Mig langar nú til að vitna það íyrir þessurn söfnuði, yðr
öllum, sem eru hér staddir í guðshúsi þessu í kvöld, að lítíð er
einskisvirði, nema því að eins að maðr hafi fundið einhvern
virkilegan íjársjóð, — að lífið er einskisvirði, svo framarlega
sem maðr hefir ekki augu fyrir neinu því, sem í sannleika er
mikils virði, — sér ekki neitt það, sem hefir virkilega guðlegt
gildi, neitt það, sem vert er að elska og lifa fyrir, og í gleði og
sorg, í meðlæti og mótlæti, í lífi og dauða að halda í dauðahaldi.
Og mig langar líka td að segja það, og segja það ekki í mínu
nafni, heldr í nafni hins almáttuga, er talar í samvizku hvers
einasta manns, í nafni hans, sein gefið hefir oss Jesúm Krist og
það heilaga orð, sem við hann er kennt, — að þeir, senr hafna
hinunr œðsta fjársjóði, sem til er, fjársjóði guðs ríkis, þeir, sem
fótum troða þá dýrustu perlu, sem til er í andans ríki, kærleiks-
opinberan kristindómsins, — þeir eiga ekki skilið að eignast
neinn fjársjóð, þeir verðskulda ekki, að þeim sé gefin ein einasta
góð gjöf af hinum almáttuga guði í hinrninum. Allir þeir,
sem einhverja slíka góða guðs blessan eiga í eigu sinni, eiga
ekkert betra skilið en að þeir væri sviftir slíkri blessan, slíkum.