Sameiningin - 01.11.1893, Síða 9
—137-
það er heilög slcykla yöar og allra annarra, sem nefna &ig með
nafni drottins, aS elska málefnið hans, œðsta málefniö, sem til
er, málefni guös ríkis. Hún fer í handaskolum, elskan yðar til
náungans, ef þér viljiö eklci veita því œösta málefni, sem til er,
guÖsríkis-málefninu drottins, rúm í hjörtum yðar. „Leitiö fvrst
guðs ríkis og hans réttlætis" — segir Jesús. það eru rnargir
menn, sem í staðinn fyrir aö gjöra þetta láta guðs ríki eða mál-
efni kristindóinsins sitja á hakanum fyrir öllu ööru. Mér heyr-
ist nærri því, aö á rneöal vors fólks sé þetta hiö almennasta. En
hættið þeirri óliœfu. Ef þér viljið kristnir vera, látiö guðs ríki
æfmlega vera fyrsta málefniö yöar, — munandi eftir því, að það
getr á hverri stundu komið að f ví, aö þér vilduð fegnir gefa
allt, sem þér eigiö, til þess að hafa guös ríki — frið og heilags
anda fögnuð — í sálum yðar. Hann sehli aleigu sína, maðrinn
í textanum, til þess að kaupa fjársjóðinn. Og sama gjiirði kaup-
maðrinn til þess að eignast hina dýrmætu perlu. þeir hafa gjört
hið gagnstœða, ýmsir af þjóð vorri hér. þeir hafa selt burt hið
andlega ítak sitt í guðs ríki til þess að eignast — ekki akr,
heldr haglendi í ríki vantrúarinnar. þeir, sem láta guðs ríki
sitja á hakanum fyrir öllu öðru, en standa þó að nafninu í hópi
kristinna manna, eru komnir á Iiálfa leið á eftir þessum mönn-
um. Og þeir verða fyr eða síðar í þeirra tölu, frá guðs sjónar-
miöi að minnsta kosti, ef þeir ekki gjöra meiri alvöru en nú er
af sínum kristindómi.
Eg heíi enn ekki hreift við hinni seinustu líking textans,
þar sein Jesús líkir guðs ríki við net, er lagt var í sjó og safnaði
í sig alls konar fiski. Og er netið var fullt, drógu rnenn það
upp í fjöruna, settust síðan og söfnuðu góðu fiskunum í ílát, en
köstuðu hinum óætu út aftr. Eg þarf eklti að hafa fyrir því
að útleggja þessa dœmisögu, því Jesús gjörir það sjálfr með ber-
um orðum. Hann segir, að líkingin eigi að tákna aðskilnað
vondra manna frá góðum á dómsdegi, og vér höfum ekki
minnsta rétt til að draga hót úr þessari þýöing, sein frelsarinn
gefr sinuin eigin orðum. En eg heyri spurt: Hvort
dregr hann þá ei að landi seinna? Eða með öðrum orðum:
Mun drottinn eigi eftir aö hann hefir fellt sinn fordœmingar-
dóm gefa hinum dœmdu fœri á aö komast inn á land lifandi
inanna? það væri notalegt fyrir tilfinning vors náttúrlega