Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1894, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.04.1894, Qupperneq 9
—25— gyöinglega helgisiSa ögmáls, geti mcS engu móti veriS höfundr að riti, sem eins og gnöspjall þetta sé svo andlegt og hátt upp- haíið yfir þá þröngsýnu lögmálsstefnu, er sú vörn beri vott um. En ef vér nú hlutdrœgnislaust lesum frásögn Páls um það, hvað honum og postulunum haíi á milli fariS við tœkifœri það, sem viS er átt, hlýtr oss óðar aS verSa Ijóst, aS hinir þrír aSal- fulltrúar safnaSarins í Jerúsalem, þeir Pótr, Jakob og Jóhannes, eiga ekkert sammerkt við „falsbrœSr" þa, er Páll sakar um þaS, aS þeir leitist viS aS takmarka sem mest kristilegt frelsi og leggja á menn þrældómsok lögmálsins. í 6. versi kapítulans kemst hann svo að orSi: „Mig skiftir engu, í hversu miklu áliti þeir eru, sem helztir eru haldnir (guð fer ekki aS mannvirSing- um), en hinir helztu hafa engu við minn lærdóm bœtt“, þaS er aS segja viS lærdóm postulans, eins og hann hafði áSr fráhonum skýrt (samanber 2. versiS). Og því næst bœtir hann því viS (í 7. og 9. v.), aS eftir aS hinir þrír, sem álitnir voru máttarstólp- ar kirkjunnar, hafi heyrt sig gjöra grein fyrir kenning sinni, þá hafi þeir viðrkennt sig sem þann, er guð hefði trúað fyrir því aS boSa heiSingjum fagnaðarerindið, á sama hátt og hann hafði trúaS þeim hinum fyrir því að prédika þaS fyrir GySingum. Hvernig gæti Páll hafa komizt þannig aS orSi, ef þeir þvert á rnóti undangenginni prédikunar-aðferS hans hefSi reynt til að neyða lögmálinu upp á hann? Sjálfr segir hann hiklaust: „því aS sá, sem hafði eflt Pétr til hans postulaembættis meSal hinna óumskornu, hefir eins eflt mig meðal heiSinna þjóða“ (8. v.). Hann kannast því viS þaS, að hinir þrír postular hafi jafnt og hann sjálfr prédikan sína fx-á guði, — sami postulinn, sem rétt áðr í sama bréfinu segir: „En þó aS vér, eSr engill fráhimniboS- aSi yðr náðarlærdóminn öðruvísi en eg hefi kennt yðr, hann só bölvaSr“ (Gal. 1, 8.). Enn fremr er frá því skýrt, aS hinir þrír postular hafi rétt Pá!i og Barnabasi bróðurhönd. Skilningr Páls á fagnaðarerindi kristindómsins getr því með engu móti hafa verið þvert á móti skilningi Jóhannasar. þar sem hinir tólf sjálfir fyrir sína eigin persóuu bundust lögmálinu, þá gjörðu þeir það af kærleiksfullri lempni og virðing fyrir sögu þjóSar sinriar, þangaS til guði þóknaðist að önnur ráSstafan yrSi gjörS. Auk þess urðu þeir, þar sem þeir höfSu fengiS köllun til að vera postular meSal GySinga, framvegis aS gæta lögmálsins hiS ytra

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.