Sameiningin - 01.04.1895, Side 8
—24—
uSura vinum sínum hjarta sitt og líf sitt. Og þegar hin lítil-
fjörlega gjöf frá hinum horfna, burtfarna, fjarlæga vini var
tekin frara, þá stóð það Ijóst fyrir eigandanum, að hjarta þess,
er gaf, fylgcli í sannleika með þessum litla hlut; gjöíin eða
tryggðapantrinn knýtti saman tvö mannslíf, sem fyrir líkam-
legum jarðneskurn augum sýndust aðslcilin. Ef þessi leyndar-
dómsfulla kærleikssameining getr, eins og hún vissulega getr,
kotnizt á milli tveggja ófullkominna, syndugra rnanna, hví
skyldi frelsarinn, heilagr og alfullkominn, með líkamslífi því, er
upphafið er yíir allar jarðneskar takmarkanir, ekki að sjálf-
sögðu geta gefið endrleystum vinurn sínum hér á jörðinni, synd-
urunum, sem liann elskar eins og guð einn getr elskað, sjálfan
sig allan með „líkama“ sínum og „hlóði“ í og mcð og undir
einhverri slíkri sýnilegri gjöf, einhverjum slíkurn jarðneskum
tryggðapanti? Ekkert nrá virðast sjálfsagðara. Enda er það
einmitt þetta, sem hann hefir gjört, með því að innsetja kvöld-
máltíðar-sakramentið og ánafna lærisveinum sínum það sem hei-
laga kærleiksgjöf þeim til trúarstyrkingar og andlegrar nautn-
ar allt til daganna enda. Skoði þá allir kristnir menn kvöld-
máltíðina drottins vors Jesú Krists æfinlega eins og þvílíkan
heilagan tryggðapant frá honum, senr hefir elskað þá svo, að
hann hefir gengið í dauðann fyrir þá og friðkeypt þá guði til
handa nreð sínu blóði.
Menn spyrja eðlilega um það, með hverju móti menn geti
gjört sig hœfa eða „maklega" fyrir nautn kvöldnráltíðarinnar,
því menn hafa það allir á tilfinningunni, að allir sé ekki í því
andlegu ástandi, að rétt sé fyrir þá að ganga til guðs borðs. Og
nrenn hafa það jafnframt almennt vor á meðal á tilfinningunni,
að það sé ákafiega mikill ábyrgðarhluti, að taka þátt í máltíð
þessari án þess að vera fyrir hana hœfilegr. Oss skilst ekki
hetr en þeir nruni all-nrargir meðal vors fólks, þess hlutans af
fólki voru einuritt, sem í f'ullri alvöru vill kristinn vera, senr
hræðist að taka þátt í kvöldmáltíðinni rétt eins og þar væri
sjálfum dauðanum að rnceta. Menn muna réttilega eftir þessum
orðum: „Sá, sem óverðuglega etr og drekkr, hann etr og
drekkr sér til dómsáfellis11 (1. Kor. 11, 29). Og svo halda
nrargir kristnir menn í söfnuðum vorum sér frá hinu heilaga
borðhaldi, til þess að hleypa sér ekki í þessa andlegu hættu.