Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 2
_Í30-
frelsisins ljós er skært að sjá.
því fagni fólk !
fjsjukl&n5. Gleðjizt, jfullutðnrf, gleðjizt þér !
Góðr læknir á ferðum er.
Læknar hann gjörvöll meinin manns;
mikill er kraftr frelsarans.
því fagni fólk !
6. Gleðjizt, fellið þér gleðitár!
Guði þóknanlegt kemr ár.
Ó, að sú rœtist ritning góð!
Renni það ár yfir heimsins þjóð.
þá fagnar fólk.
J arðsk j ál ftinn.
Prédikan, flutt í Fyrstu lútersku kirkju í "Winnipeg sunnudaginn
1. Nóv. (allra lieilagra messu) 1898 af ritst. ,,Sam.“
„Þá varð' skyndilega jarð'slcjálfti mikill, svo að hristist
grundvöLLr fangelsisins; jafnskjótt opnuðust allar dyr og fjötr-
arnir duttu af öllum.“ Pg. 16, 96.
I.
• það er fleira en eitt og fleira en tvennt, sem í þetta skifti
hefir leitt huga minn að þessum texta. það eru fyrst og fremst
tíðindin, sem oss hafa verið að herast í síðustu tíð frá föðuriandi
voru fyrir handan hafið, íslandi, um hina voðalegu jarðskjálfta,
er þar hafa á gengið í sumar og haust, kollvarpað híbýlum
manna á viðlendu svæði, valdið feikna-miklu eignatjóni, ógnað
lífi almennings, jafnvel gjört út af við nokkur mannslíf, og að
sjálfsögðu í margföldum skilningi fyllt fólk vort þar heima
marg-endrtekinni hræðslu og angist. Af ölluin þeiin atburðum
yfirstándandi tíðar, sem segja má um að liggi fyrir utan oss,
Yestr-íslendinga, eða sem ekki beinlínis hafa gjörzt á vorum
eigin stöðvum, er eg alveg viss um að um engan hefir eins mikið
verið talað og eins mikið verið hugsað nú um hríð meðal fólks
af þjóðflokki vorum hér í Ameríku eins og um þennan œgi-
lega voða, jarðskjálftana miklu útj á íslandi, stórkostlegasta