Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1896, Side 6

Sameiningin - 01.11.1896, Side 6
—134 — sér kirkjulega á sínum gamla stað, og er yfir oss einmitt ná. — Og nú skal eg gjöra yðr grein fyrir því, hvers vegna eg áleit við eiga fyrir oss, að minnast einmitt hins œgilega náttúruatburðar, jarðskjálftanna þessara síðustu á íslandi, á þessum degi og með fram með tilliti til þeirra að velja mér þann sérstaka prédik- unartexta nú, sem eg hefi gjört. Einhver stórkostlegasti jarðskjálftinn, sem nokkurn tíma hefir komið fyrir í mannkynssögunni, dundi yfir einmitt á þess- um degi, á allra heilagra messunni eða 1. dag Nóvemberinán- aðar. það var í Lissabon, eiuum af stórbœjum norðrálfunnar, höfuðborginni í Portúgal, árið 1755. An nokkurs minnsta for- boða á þeim stöðvum dundi sá skelfingaratburðr vfir. Portúgal var þá eins og það er enn eitthvert, rauimkaþóiskasta land heimsins. Páfakirkjan var þar í sínum algleymingi, grúfði með hjátrúarsetningum sínum og helgivaldi sínu yfir sálum almenn- ings eins og dimm og ömurleg vetrarnótt. Hinn voðalegi trúar- legi rannsóknarréttr páfadómsins, sem í lög hafði verið leiddr á miðöldunnm, cn horfið hafði á 16. öldinni úr löndum þeim, sem fengu að njóta blessunar hinnar lútersku trúarbótar, var um þetta leyti í fullkomnu gildi í Portúgal. Hann hafði í þvi landi einmitt verið innleiddr með öllu sínu hryllilega valdi á þeim tíma, þegar reformazíónin var sem óðast að ná sér niðri í lífi þjóðanna í hinum nyrðri löndum Evrópu, — var þar gjörðr að löghelgum ríkisdómstól árið 1557, og hélt því ofrvaldi þang- að til snemma á þessari öld, árið 1822, er hann af Portúgals- konungi var numinn úr lögum og sem ríkisstofnan gjörðr að engu. Á þeim tíma, er hinn mikíi jarðskjálftavoði dundi yfir Lissabon, sat svo og svo stór hópr manna eins og vanalega í dyflizum borgarinnar, sumir, sem sökum brota gegn trúai'setn- ingum páfakirkjunnar höfðu dremdir verið af hinum grimma rannsóknarrétti til að brennast lifandi á báli. Allir slíkir biðu hins hræðilega dauða á þeim dagsmorgni. En í annan stað var mikið um dj'rðir í borginni á sama thna, eða til mikillar dýrðar stofnað, þvi hin mikla kaþólska dýrlingahátið allra heilagra messunnar var nú nýgengin í garð. Og hin kirkjulega dýrð, sem þar með fylgdi, þegar byrjuð. Kirkjur borgarinnar fagr- skreyttar, uppljómaðar af óteljandi ljósum og troðfullar af fólki. þá kom allt 1 einu jarðskjálftinn, og á einni klukkustund, frá

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.