Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1896, Blaðsíða 9
—137— skyldi þá líka hátíðlega og gleðilega minna alla á þann marg- reynda sannleik, aS kristindómrinn, lifandi trú á Jesúm Krist, er hiS eina óyggjanda meSal, sem til er í víSri veröld, til þess aS skapa löghlýðni, horgaralega löghlýSni í mannfélaginu. og halda henni viS, gjöra menn aS góSum borgurum, sem hafa lög og rétt og stjórn landanna í heiðri, einnig þegar margt má að öllu þessu fmna, þola það guSs og sarnvizkunnar vegna, og æfinlega forSast eins og heitan eld að taka þann rétt, sem hinu horgara- lega valdi til heyrir, ( sína eigin hönd. |)ab hafa allt af verið til menn í hér um bil hverju einasta landi heimsins, sem ómögu- lega hafa þótzt geta þolað lög og rétt, menn, sem hefir rétt eins og verið upp sigaS á móti allri stjórn og öllum yfirvöldum, allt af boðnir og búnir til þess sjálfir aS traðlca Öllum stjórnarregl- um og œsa aðra til hins sama. Og um leiS, út af þessu, þótzt vera makalausir frelsispostular. Ef til vill hefir aldrei í hinum eiginlegu menntalöndum heimsins boriS meira á þeim mann- fiokki en einmitt á vorri tíS. það eru hinir svo kölluðu anarlcistar, eða mennirnirnir, sem, án þess sjálfir aS vilja ganga undir því œgilega fiokksnafni, fylgja þeirra lífsslcoðan, ganga með stcerra eða rninna brot af trú þeirra í hjartanu. þaS er úti um hvert einasta rnannfélag, þar sem þeir verða ofan á. Slíkt mannfélag myndi bókstafiega springa í loft upp, fá yfir sig viðlíka voSa-örlög eins og borgin Lissabon fékk fyrir hinn hræSilega jarðskjúlfta á þessum degi áriS 1755. Og menn- irnir, sem viS þann jarðskjálfta sluppu út úr fangelsumrm þar í borginni, birtust nú einmitt eins og anarkistar af allra versta tagi, þegar þeir voru orðnir lausir, œddu um á stöðvum skelf- ingarinnar eins og villt rándýr og bœttu stórkostlega meS hryðjuverkum sfnum á viðrstyggð eyðileggingarinnar. það kom svo átakanlega fram þá, aS inn í þaS mannfélag vantaði algjörlega afiið liið guðlega, sem eitt dugir áreiSanlega á öllum tímum og í öllum löndum heirns til þess að halda hinum dýrs- legu og djöfullegu tilhneigingum í syndföllnu manneðlinu í skefjum, ólöghlýðninni, ágirndinni, nautnarfýsninni, rángirn- inni, grimmdinni. BorgarlýSrjnn var yfir höfuS í orði kveðnu kristið fólk. En þaS var vafalaust fyrir öllum þorranum aS eins að nafninu. Kaþólskr kristindómr í hans ljótustu útgáfu, jieiðindómr, sem gekk undir kristnu nafni, hjátrú, vantrú.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.