Sameiningin - 01.11.1896, Síða 11
—139—
sem þeir komu fram. I áframhaldi texta vors er þess getið af
söguritaranum, að þegar fangelsisvörðrinn um nöttina vaknaði
við jarðskjálftann og sá dyr fangelsisins opnar, þá hafi honum
orðið svo bilt við, að hann hafi gripið sverð sitt og ætlað að
fyrirfara sjálfum sér, því hann taldi víst, að fangarnir væri
burt flúnir, og þá vissi hann, hvað við lá fyrir hann sjálfan :
Honum myndi verða hegnt fyrir það með kvalafullum dauða.
Hjá þeim pjmdingum myndi hann komast með því sjálfr á einu
augnabliki að taka sitt eigið líf. En þá kelnr kristna trúin aftr
fram í sinni dyrð og afstýrir voðanum, kemr friðandi og frels-
andi fram andspænis örvæntingunni og dauðanurn, œgilegum
og margföldum dauðanum. Fangavörðrinn heyrir bandingjann
Pál lu'ópa upp og segja við sig: „Gjörðu sjálfum þér ekkert
rnein, því vér erum hér allir“. Hann kveykti þá ljós, skundaði
inn í klefann, sem þeir Páll og Sílas voru í, varpaði sér óttasleg-
inn og undrandi flötum fyrir fœtr þeirra, og leiddi þá síðan út.
Og um leið og hann leiðir þá út spyr hann, hafandi nú allan
hugann á sinni synd og sáluhjálparþörf: „Herrar, hvað á eg að
gjöra, svo eg verði iiólpinn?'1 Nú var hann hræddr við hegning
frá honum, sein er óendanlega œðri en öll jarðnesk yfirvöld.
þeir svöruðu: „Trúðu á drottin Jesúm Krist; þá verðr þú
hólpinn og þitt hús“. Og fluttu honum síðan orð drottins og
öllum þeim, sem voru í húsi hans. Allt þetta fólk hefir eflaust
gengið frelsaranum á hönd, og gjörzt lærisveinar hans, og þar
með eignazt það, er gjört getr manninn sælan og lofsyngjanda
í sjálfum dauðanum. Svo jarðskjálftinn hinn náttúrlegi, er í
þetta skifti hafði komið fyrir, var þá líka augsýnilega teikn
frá drottni hirnins og jarðar, sem spáði um hina andlegu bless-
unarríku bylting, er varð í þessu húsi; og enn þá meira en það,
líka teikn, sem æfinlega, allt til loka hinnar jarðnesku mann-
kynssögu, benti ógleymanlega á hin stórkostlegu umbrot, sem
verða rnyndi í mannlegu lífi, hve nær sem ljós kristnu trúarinn-
ar, frelsisboðskaprinn um Jesúm Kiist, fengi þar inngöngu.
III.
Af öllum stórkostlegum og œgilegum náttúruatburðum,
sem koinið geta fyrir hér á jörðinni, er enginn eins stórkost-
legr og œgilegr eins og jarðskjálftinn. Um það kemr víst öllum
mönnum saman. það eru til þeir menn, sem eru svo hugaðir,