Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1896, Side 14

Sameiningin - 01.11.1896, Side 14
—142— haflega endríœðanda og frelsanda náðarafli. það varð—út af því guðlega fyrirtœki—eins og segir í texta vorum, skyndilega jarðskjálfti mikill, svo að hristist grundvöllr fangelsisins; og jafnskjött og þessi andlegi jarðskjúlfti kom fyrir, má segja, að opnazt hafl allar dyr, og fjöti'arnir duttu af óteljandi bandingj- um; þeir duttu eins og af sjálfum sér, og þó í rauninni með guð- legu kraftaverki, af öllum þeim, er fengust til að meðtaka frelsisorðið um Jesúm Krist, sem Lúter með reformazíónar- verki sínu leiddi á ný fram í heiminum. Með öðrum orðum : Kirkjan, hin nýja, sem fram kom í þýzkalandi og í öllum öðr- um löndum, þar sem trúbótin mikla náði sér niðri, hætti að vera myrkvastofa eða fangelsi; hún varð sama frelsisstofnanin, sami guðlegi ljósberinn, sama yfirnátt- úrlega saltið í lífi þjóðanna til að verja það siðferðislegri rotnan, sama öi’ugga hœlið fyrir börn mótlætisins eins og hún var í upphafi, þegar hún á postulatíðinni forðum brunaði bless- andi og sigrihrósandi með orð hins eilífa lífsins út í heiðingja- heiminn. Fyrir þessa endrfœðing kirkjunnar vil eg að vér allir með hrœrðum hjörtum þökkum guði almáttugum nú, því fyrir hans náð höfum vér allir fœðzt inn í hina frelsandi birtu hinnar lútersku reformazíónar og eigum kost á því að lifa það, sem eftir er, og, þegar stundin er komin, að deyja friðaðir og frelsaðir í þeirri birtu. En þá líka að þakka guði fyrir það, sem lagt hefir verið í sölurnar af hinum trúu vottum Jesú Krists, hinum and- legu hetjum reformazíónarinnar, fyrir hið mikla frelsismálefni, alla sjálfsafneitanina þeirra, allt stríðið, allan sársaukann, sem þeir urðu gegn um að ganga til þess að guðs orð næði aftr að koma fram og upplýsa mannheiminn jarðneska með sinni full- komnu birtu. þakkið allir guði fyrir hinu andlega jarðskjálfta, sem varð í heiminum með reformazíóninni og hinn göfuga stríðsmann Jesú Krists, sem kjörinn var til þess að hleypa því stórverki á stað.—En ef það þakklæti á að vera nokkurs virði, þá verðr því að vera samfara einlægr vilji á því og bcen til guðs um það, að menn fái lifað eins og sannkölluð börn reform- zíónarinnar, kunni að meta frelsisljósið, sem til vor er komið eins og dýrmætasta eign þjóðar vorrar og mannkynsins yfir höfuð fyrir það mikla verk, láti það lifa í hjörtum sínum og húsum, láti J;að skíua út úr hinu daglega lífi sínu, og sé ávallt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.