Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1898, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.04.1898, Qupperneq 6
—22 sem stormar o« illviSri Llása um þaS bindrunarlaust úr öllum áttum, munt þú verða þess var, aS tré þetta hefir hvorki náS öfl- ugum þroska né fagri lögun. það hefir kippt úr því vexti; stofn- inn er boginn, greinarnar snúnar og hlykkjóttar. Ef þú vilt leita að beinvöxnum, sterklegum trjám, fer þú út í skóginn, þar sem trén standa í þyrping, hvert hjá öðru. þar munt þú fagn- andi finna tré með beinum stofnum og þéttlaufguðuin krónum. HvaS iærurn vér nú af þessari mynd? Hún sýnir oss þýð- ing kristilegs félagslífs. Hún kemr oss í skilning um, hverja þýðing kristin kir kja hefir fyrir meðlimi sína. því er líkt varið meS hvern einstakan kristinn mann eins og trén. Félagskapr- inn er honuin þörf. Ef hann er einn, verðr hið andlega líf hans úfullkomið og gallað. En félagslífið verðr honum bæði skjól og skjöldr, eftir hinn andlega þroska lians, og er honum vörn gegn andlegum kyrkingi og aflögun. Mynd þessa ættum vér að hafa fyrir framan oss, þegar rœtt er um þýð'ing þess og gagn að vera með'limr kirkjunnar. Hún á að ininna oss á, hvilíka gjöf vér höfum þegið þar sem kristin kirkja er og hvílíka gjöf hver einstakr hefir þegið um leiS og hann varð meSiimr kirkjufélagsins. Fyrsta spurningin, sem upp getr risið, er þá þessi: Hvaða þýðing eigum vér hér að leggja í orðið kirkja? Hvaða kirkja er jietta? Hve þröngt eða breitt svið eigum vér að afmarka henni? þegar orðið kirkja er hér viðhaft án nákvæmari skilgreiningar, gætum vér farið að hugsa um hið mikla allsherjar félag: „hina heilögu, almennu kirkju“. þetta mikla félag lykr í sér hvern trúaðan einstakling meðal vor. Og vér gefum þessari kirkju samþykki vort í hvert skifti, sem vér af hjarta tökum undir orð þriðju greinar trúarjátningarinnar: „Eg trúi á heilaga, almenna kirkju“. Eg játa þá sjálfan mig heyrandi þessari kirkju til og kannast við það með þakklæti til guðs, að eg hefi meðvitund um, hvílíka þýðing og hvdikt gagn hún hetir fyrir sjálfan mig. En þegar vér förum að komast eftir, hvernig vér persónu- lega í lífi voru, hver í sínu lagi, höfum reynt uytsemi þess að heyra kirkjunni til, leiðist hugsan vor eðlilega að hinu minna félagi, þeirri kirkju, sern vér fyrir guðlega forsjón vorum teknir inn í, þegar vér vormn skírðir, þar sem vér höfum öðlazt vorf

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.