Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1898, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.04.1898, Qupperneq 15
—Sl— prcstakallsins saman komnir. Umrœðuefnið var: „helgidags- hald“. Samskonar fundr var haldinn í Lincoln-söfuði 11. Febr. þar var rœdd spurningin: „Hvað er það að vera kristinn ínaðr ?“ Um jólin voru jólatréssamkomur haldnar í öllum kirkj- unum. Tóku sunnudagsskólabörnin mikinn þátt í þeim og allar fói’u þær prýðilega fram. Nýlega gaf hr. Vilhjálmr Schram kirkjunni í Minneota einkar fallegan og vel gjörðan skírnarfont. Er hann smíðaðr úr eikarvið og mjög útskorinn. Ber öllum saman urn, að það sé listasmíð og hefir hr. Schram gjört allt verkið sjálfr. Á hann iniklar þakkir skilið fyrir velvilja sinn. Á pálmasunnudag fór frain ferming (2 ungmenna) og alt- arisganga í Marshall og á páskuin í Minneota. Páskaguðsþjón- ustan í Minneota var sú fjölmennasta, sem nokkurn tíma hefir verið haldin hér; margt fólk úr hinum söfnuðum prestakallsins viðstatt. 24 börn voru fermd við þessa guðsþjónustu og 130 rnanns voru til altaris. -----O-í-O—í-------- ALDAMÓT fy rir síðast liðið ár komu, eins og við var búizt, hingað vestr frá fslandi skömmu síðar en Marz-nr.ið af .,Sam.“ var prentað. Efni ritsins er þetta: Ut úr þokunni eftir ritstjóra „Sam.“, kirkjuþings-fyrirlestr frá því í fyrra; Filippus Melankton, fyrirlestr eftir ritstjóra „Aldamóta", séra Friðrik J. Bergmann, til minningar uin 400 ára afmæli hins fræga samverkamanns Lúters, fiuttr í Winnipeg og víðar í Febrúar 1897 ; Guðs orð', rœða eða fyrirlestr, sem séra Björn B. Jónsson flutti á kirkjuþingi síðasta til inngangs umrœðna uin það mál; þrjú, kvœði í islenzkri þýðing séra Valdemars Briern: „Auga guðs“ eftir Victor Hugo, „Á kastalaveginum“ eftir Chr. Kichardt, og „Far veröld, f'ar vel" eftir Kingo, þetta síðast nefnda „kvæði“ er sálmr, sem til er áðr á íslenzku í tveirn eldri þýðingum („Far veröld, þinn veg“, þýðing séra Helga Hálfdan- arsonar í nýju sálmabókinni, og „Mér, heimr, far frá“, þýðing séra Kristjáns Jóhannssonar í aldamóta-bókinni og sálmabók- inni frá 1871).—í seinasta versi þessa sálms er augsýnilega tvö- föld prentvilla. þar stendr: „Ó, fagnaðarsíumíí, er heim ég í eilífðar inndælan lund !“ L.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.