Sameiningin - 01.09.1899, Síða 3
99
ingi, heimkoma, — koma til bræðra og vina. Hinn fyrsti
hvatamaður til farar minnar þangaö vestur var Jón Filippus-
son, skagfirzkur maður. I þeirri ferð myndaðist þar söfnuð-
ur, Melanktons-söfnuður, er nú heyrir kirkjufélagi voru til.
Langflestir bygðarmanna tilheyra þeim söfnuði, ég held
nálega allir. Átt hafa safnaðarmenn við lestrarsamkomur, á
sunnudögum og hátíðum, og sunnudagsskólahald, en hvoru-
tveggja er ábótavant, sem eðlilegt er, þar sem slíkt starf er í
byrjun. Söfnuðurinn á ekkert húsnæði, sem ekki er heldur
von, en guðþjónustur hafa nú í tvö skifti verið fluttar í ,,fé-
lagshúsi ‘ ‘, eða skólahúsi, sem stendur við ána, er bygðin dreg-
ur nafn af, á aðal bújörð Einars M. Vestfjörðs og sona hans.
þangað hafa lestrar verið sóttir og sunnudagsskólinn haldinn
þar.—Alþýðuskóla-kennari þar er nú þorsteinn Pálmason frá
Hallson.
Ekki flutti ég í þetta sinn nema eina guðsþjónustu. Við
hana gengu nokkrir til altaris. Ennfremur talaði ég yfir 3
leiðum, og skírði 10 börn. Alls hefi ég skírt í þessari bygð 31
barn, talað yfir 10 leiðum, fermt 6 ungmenni, tekið 50 manns
til altaris, flutt 5 prédikanir og vígt grafgreit bygðarmanna.
Hvað sunnudagsskólahald snerti, snéri ég mér til Stefáns
S. Einarssonar og Mrs. Davíðsson. Treysti ég þeim vel í því
máli og vona eftir góðum árangri af iðju þeirra, þó sunnudags-
skóla-hald út í sveit sé mjög erfitt verk.
Nokkrir safnaðarmenn hafa gerst kaupendur, ,,Kennar-
ans“ og lesendur ,,Sam. “, en langt of fáir. ,,Aldamót“ hygg
ég að ekki hafi verið þangað send. Á það atriði er vert að
minnast, því það hefir ekki litla þýðingu, hvort rit kirkjufé-
lagsins eru lesin eða ekki. Auk þess að þar, sem þau eru les-
in af mjög fáum, verður starf kirkjunnar ókunnugt og van-
skilið, er það bein þörf fyrir fólkið að lesa eitthvert það rit,
er talar máli trúarinnar og frelsarans, þar sem svo margt hef-
ir gengið í þjónustu hins illa, og aldrei er þreyzt á að halda á
lofti hinum óhollustu skoðunum, í ýmsum ritum, sem þjóð
vorri berast nú. })aö er hvorttveggja, að fólk út um bygðirn-
ar styður ekki sem skyldi sín eigin kristindómsrit, sem fiytja
því hinar þörfustu hugvekjur, enda er of lítið unnið að út-