Sameiningin - 01.09.1899, Side 4
IOO
breiöslu þeirra. íslendingar eru fremur hagmæltir en hag-
sýnir, eiga fleiri skáld en ,,business“-menn. Ur þessu þarf
bráö-nauösynlega að bæta. Pappír og prentsverta á ekki
minsta þáttinn í menningar- og kristindóms-ástandi vorrar
tíðar.
Bygð þessi er ung. Hinn fyrsti íslenzki landnemi flutti
þangað 1887. J)ó þangað hafi fluzt blásnauðir menn, er hag-
ur þeirra nú sagður mjög góður. Alment eru menn þar mjög
ánægðir, þó þaðan flyttu síðastliðið vor nokkrir búendur (um
50 sálir) til Canada. Til þessa hafa búendur stundað þar ein-
göngu íslenzkan landbúnað— kvikfjárrækt. Aftur eru nú
nokkrir að byrja á jarðyrkju. Húsabyggingum er þar hvað
helzt ábótavant, enda um engan skóg að gera, eða efnivið til
húsagerðar, í grend við bygðina, sem í Nýja-íslandi, Rosseau
og víðar. Járnbrautir liggja 17 og 25 mílur frá landnámi Is-
lendinga,—að austan og sunnan. Mikill innflutningur er í
sveitina, þó ekki af Islendingum. Bygð þessi þykir máske
ekki fögur, en hún er, þar sem Isl. búa, mjög björguleg.
Hvergi hefl ég séð annan eins grasvöxt, né svipaðan dugnað
við heyannir, sem þar.
Á ferðum mínum þangað hefir mér verið tekið sérstak-
lega vel, og ekkert látið ógert til að styðja verk mitt, auk
persónulegra vináttu-atlota, sem ég hefi mætt og þakka hér
með. Söfnuðurinn hefir sjálfur samið við mig um þessar ferð-
ir mínar þangað, og látið í ljósi ósk sína um frekari þjónustu
frá minni hálfu í framtíðinni.
Guðmundur Frímann, ungur bóndi, hygginn og vel met-
inn, er formaður Melanktons-safnaðar. Hann er vafalaust
með stærstu, eða stærsti íslenzki bóndinn vestan hafs.
Guð blessi allan hag fólksins þar, en einkum trú þess
og kristindóm, og gefi kirkju vorri þar góð börn og guðelsk-
andi menn.
Austur til hinnar nýju bygðar Islendinga í Rosseau Co.,
Minnesota, fór ég svo í ágústmánuði. Vegir voru torfærir, og
talsverðir meinbugir á því ferðalagi. þó gat ég komist til
landa minna fyrir sunnudaginn 13. ág. (11. s. e. tr.). TiJ