Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1899, Síða 8

Sameiningin - 01.09.1899, Síða 8
104 Agrip af sögu „General Councils“. (Pramli.). })aö var tilgangur leiðtoganna, sem unnu að stofnun General Councils áriS 1867, að láta ráSstefnuna innibinda öll lútersk félög í Bandaríkjunum og Canáda, sem væru á- kveöin í því, að halda fast við játningarrit lútersku kirkjunnar. AS koma öllum slíkum félögum til aS ganga í bræðralag og bindast eins frjálslegum félagsböndum eins og unt var, virSist hafa verið hiS eina, sem vakti fyrir þeim leiStogum. það var falleg hugmynd, og gjörSu þeir sér mjög glæsilegar vonir um þá blessun, sem mundi leiða af þeim félagsskap. I fyrstu leit líka út fyrir, aS þetta mundi ætla að hepnast; því á undirbún- ingsfundinum, sem haldinn var í Reading í Pennsylvania, áriS 1866, áSur en General Council var formlega stofnaS, mættu fulltrúar frá því sem næst öllum lúterskum kirkjufé- lögum utan General Synódunnar. Jafnvel þau, sem fylgdu hinni allra ákveSnustu íhaldsstefnu, eins og Ohio-, Wisconsin- og Missouri-sýnódurnar, höfSu sent fulltrúa þangaS. En þaS gat þó ekki orðiS, að General Council inni- bindi öll þessi félög. ÁstæSan fyrir því var sú, að Ohio-sýn- ódan sendi fyrirspurnir til stofnþingsins 1867, sem þingið svar- aSi þannig, aS sýnódan gat ekki verið ánægS meS þau og af- réS aS ganga ekki inn í sambandiS. Missouri-sýnódan gekk ekki heldur inn, og nokkur af þeim kirkjufélögum, sem gengu í sambandið í fyrstu, sögðu sig innan skams úr aftur, af sömu ástæðu. Spurningarnar, sem lagSar voru fyrir fyrsta General Council-þingiS, voru þessar: 1. Hver verSur afstaSa þessa félags-sambands gagnvart kenningunni um þúsund ára ríkið? 2. Mun þaS leyfa öSrum en meSlimum sfnum aS neyta heilagrar kvölmáltíSar viS ölturu sín? 3. Mun þaS, undir nokkrum kringumstæSum, leyfa ólút- erskum prestum aS prédika í lúterskum kirkjum? 4. Hver verður afstaða þess gagnvart leynifélögum? Ohio-sýnódan og hin önnur félög, sem eins litu á málin,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.