Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1899, Side 10

Sameiningin - 01.09.1899, Side 10
io6 árum var lagöur fastur trúarlegur grundvöllur undir framtíöar- starfsemina. Ein stofnan hefir ef til vill átt meiri þátt í því, en nokkrar aörar, aö skapa þann sérstaka anda, sem einkennir General Council. það er prestaskólinn í Philadelphia. Hann var reyndar stofnaöur rétt áður en General Council var mynd- að, og var þá undir stjórn Pennsylvania-sýnódunnar, en komst undir stjórn General Councils þegar það félag var myndað, og hefir sá skóli undirbúið flesta þá presta þess, sem hafa prédikað á ensku og þýzku. Af öllum þeim prófessórum, sem kendu við þann skóla á fyrri árum, eru tveir menn, sem eru sérstaklega merkilegir, dr. C. P. Krauth og dr. B. M. Schmucker. Feður þeirra beggja voru prófessórar við prestaskóla General Sýnódunnar í Gettysburg, og var faðir hins síðara, dr. S. S. Schmucker, á sínum tíma leiðtogi þeirra manna í félagi sínu, sem minsta áherzlu vildu leggja á alt það sem er sérkennilegt við lút- ersku kirkjuna. Guðfræðis-mentun þessara tveggja ungu manna miðaði þess vegna alls ekki í þá átt,að gjöra þá strang- lúterska. Á fyrstu árum prestskapar síns höfðu þeir söfnuði í ná- grenni hvor við annan, í afskektum dal einum í Virginia-ríki. þeir sömdu það með sér, að dvelja saman að minsta kosti eina viku í hverjum þremur mánuðum. þar að auki skrif- uðust þeir oft á. Öll þessi samvinna þeirra miðaði í þá átt, að kynna sér betur hinn sanna grundvöll lútersku kirkjunnar. þeir lásu rit þýzku guðfræðinganna af kappi, og komust að raun um, að eitthvað mundi bogið við þáverandi guðfræðis- kenslu í General Sýnódunni. því meir sem þeir lásu af hinni þýzku guðfræði, því meiri aðdáun fyltust hugir þeirra og hjörtu fyrir öllu sem er sann-lúterskt. þeir voru iðnir við verk sitt, þessir menn. Hér söfnuðu þeir kröftum, sem komu að góðu haldi seinna. Hér fæddist framtíðar-sefna ,, General Councils. Dr. Krauth var lengi forstöðumaður prestaskólans í Philadelphia. Hann var ákafur starfsmaður; því fyrir utan starf sitt við prestaskólann, var hann ritstjóri að hinu enska

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.