Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1899, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.09.1899, Qupperneq 15
111 lega væri ekki um lagabrot aö ræöa ef engin lög væru til, og þangað virðist slík tillaga eða hugsan stefna. En svo urðu allir á máli þessa manns, eða annað varð ekki séð. Einn gáf- aður prestur gat þess, eins og hálf-afsakandi, að fleiri en prest- arnir í þinginu hefðu verið með hinni núgildandi löggjöf um helgihaldið. Loks kom einhverjum til hugar, að reynandi væri, að fundurinn sendi kirkjustjórn landsins áskorun um, að hún leggi fyrir næsta þing frumvarp til laga er gangi í sömu átt og þau lög, sem bent var á, og sem eitt þingið hafði hafnað, að því er fram kom, meðfram fyrir réttmæta mótspyrnu prest- anna, er sæti áttu á því þingi! Raunalegt er það annars, hve mörg einkenni kristindóms Hákonar konungs góða eru enn auðsæ á kristindómsstefnu margra manna, sem eru annars sannir ágætismenn, eins og hinn góði konungnr. Enn neyða þrændur Hákon hinn góða til að blóta og gína yfir ketilhöddunni, eins og lesa má í sögu hans, og enn líkar hvorugum vel. — Mér er Hákon konungur kær, og sumir menn sömuleiðis, er eitthvað svipar til hans, virði þá og elska og vorkenni þeim. En stefnan þeirra er varasöm, og ekki líkleg til sigurs fyrir kirkju Islendinga nú, fremur enn kristniboðið meðal Norðmanna þá. Sorgleg yfirsjón er það annars, að hollvinir kirkjunnar skuli, í málum eins og helgihalds-málinu, gleyma eða ganga fram hjá þeim persónulegum áhrifum, sem prestar og kristnir, löghlýðnir meðlimir safnaðanna gætu haft á meðvitund manna í þessum og öðrum kristnispjöllum, en í þess stað nálega ávalt fara lagaveginn að náunganum, í gegnum embættisbréf pró- fasta og kirkjustjórnar, hreppstjóra og sýslumanna. Ekki er von, að kirkja Islands eigi mikinn hlut í hjarta fólksins, á meðan slík aðferð er tíðkuð. Vanhelgun hvíldardagsins er sorgleg á Islandi, og verður það meðan kirkjuræknin er í núverandi ástandi.—Menn þurfa ekki að sjá fiskiveiðar né heyra sunnudagaskot við Eyjafjörö til þess að sannfærast um það. það er nóg að lesa Reykja- víkur-blöðin. — þar er alt mögulegt auglýst—auk heldur iðk- að—á sunnudögum, dansar, leikir, og allskonar trölla-athæfi. I fyrra sumar var í einu helzta héraði land^ins merkur

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.