Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1899, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.11.1899, Qupperneq 2
130 farsæla ferö og gleöilega heimkomu. Hugsa um þaö, hve guð hefir verið oss góðr, — hans náð oss ferðamönnunum til handa í þessari fimm mánaða útivist, hans mildu varðveizlu á lífi voru þennan tíma bæði á sjó og landi, bæði á degi og nóttu. Hugsa um hið margfalda fagnaðarefni, sem drottinn hefir veitt oss í og með þessari ferð. Unaðinn af skoðan breytilegrar og stórskorinnar náttúru á fjarlægum stöðvum, úti á Islandi. Hlý vináhót frá fornum og nýjum kunningjum. Margar angrblíðar endrminningar frá fyrri árum þar á ætt- landinu kæra rifjaðar upp ; margar fornar hugðnæmar myndir á ný mótaðar inn í sálir vorar. Gömui saga orðin eins og ný saga. Hið fjarlæga orðið nálægt. Og svo kom saga þessa safnaðar nú við heimkomuna hingað í hennar ýmsu megin- atriðum líka fram í huga mínum. Reynsla mín hér í sam- bandi við umliðna æfisögu safnaðarins. Persónuleg reynsla og félagsleg reynsla á þessum stöðvum, ýmist til gleði, ýmist til hryggðar, en æfinlega að því leyti, sem guð fékk að ráða, til blessunar. Kærleikr og tryggð frá félagsbiœðrum og fé- lagssystrum hér — það var með í þessari reynslu, einn mik- ilsverðr, marg-þakkarverðr þáttr í þessari reynslu. M ér þótti og þykir vænt, inndælt, að vera kominn aftr hingað heim. Um þetta var eg að hugsa og í þeim hugsunum miðjum minntist eg þessara spyrjandi orða í upphafi texta vors : ,, Brann ekki hjarta okkar í okkr meðan hann talaði við okkr á veginum og útlagði fyrir okkr ritningarnar ? ‘ ‘ þetta var hið fyrsta, sem stýiði núveranda textavali mínu. Eg endrtók þessi orð, gjörði þau að mínum orðum, og svaraði þeim hik- laust játandi. því mér var það fyllilega ljóst, að sá hinn sami, sem við er átt í þessari ritningargrein, hinn krossfesti og upprisni drottinn Jesús Kristr, var líka með okkr á vegin- um, á ferðalaginu öllu frá upphafi til enda, — var með í hinu ýmsa inndæla og elskulega, sem bar fyrir augu og eyru, stóð áminnandi, styrkjandi, gleðjandi, frelsandi á bak við allar hinar kæru endrminningar frá liðnu tíðinni, var í gegnum það allt við oss að tala. Mér var það al-ljóst, að þegar hjartað brann í brjósti mínu á ferðinni, þá var brennipunktrinn ein- jnitt hann. Hann var þar hjá oss með sínum hlýja, brenn

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.