Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1899, Page 4

Sameiningin - 01.11.1899, Page 4
132 Hlýt aö segja við ySr nú, þegar vér hittumst aftr á þessum staS, hiS sama og þeir sögSu vinum sínum viS þá samfundi, þó aS trú mín vitanlega sé veik, þó aS eg hátíSlega játi, aS eg enn eins og áSr ber fjársjóS trúarinnar í brothættu leirkeri. þeir sögSu frá því óvænta og óumrœSilega gleSilega atviki, sem viS hafSi boriS á veginum, aS meistarinn þeirra, Jesús, sem þeir þrem dögum áSr höfSu horft á eftir út í hinn grimma kvaladauSa krossfestingarinnar og hugSu sig hafa misst óaftr- kallanlega út í geigvænt myrkr grafarinnar, væri á lífi, hefSi slegizt óþekktr í för meS sér á Emmaus-göngunni, hefSi — enn þá óþekktr — talaS viS sig á veginum og útlagt fyrir sér ritningarnar meS þeim áhrifum, aS hjörtu þeirra tóku að brenna, og aS þeir síSan, þegar inn í þorpiS var komiö og þeir sátu undir borSum meS honum, hefSi þekkt hann í því hann braut þeim brauSiS. Og eg vitna hiklaust hiS sama. Hann var enn meS á veginum. Hann var oss samferSa. þegar hjartaS brann af hinu ýmsa inndæla, angrblíSa og elskulega, sem fyrir kom á ferSinni, þá var hann þar sjálfr í eigin heilagri lifandi persónu f og meS, vitnandi um sinn eigin frelsanda kærleik, minnandi á og útleggjandi fyrir oss ritning- arnar. Og þegar hann svo aftr og aftr braut oss brauSiS í andlegum skilningi, talaöi beinlínis til vor í orSi hins eilífa lífs, þá var ómögulegt annaS en aS hafa þaS fyrir satt, aS þaS var hann sjálfr, sem hélt á hjartanu, veiku, en brennanda, í almáttugri kærleikshendi sinni. — Og svo vil eg þá biSja góS- an guS þess, aS þegar hjarta mitt framvegis tekr aS brenna út af fagnaSarefni eSa hryggSarefni þvíhinuýmsa, sem ókomin æfikjör mín kunna aS hafa í för meS sér, aS þegar hjarta mitt kemst viS af því eSa því, sem framvegis verSr fyrir mér á vegferð lífsins, þá verði það hann, frelsarinn minn krossfesti og upprisni, sem ræðr yfir þeirri tilfinning, þá leiSi sú tilfinn- ing mig beint til hans, svo aS eg viS æfilokin geti hátíðlega vitnað um þaS, aS hann hafi stýrt ferS lífs míns og sé enn meS mér frelsandi á leiSinni út í dauSann. En þá einnig engu síðr biSja þess, aS sama verSi lífsreynslan fyrir ySr öll- um, sú, aS hann sé með yðr á ySar vegferS á sama hátt og J?ér hafiS lært að þekkja hann sem blessaSan leiðtoga lífs yöar,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.