Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1899, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.11.1899, Qupperneq 10
138 vill, alveg uppgefnir. J)ér þráiö hvíld — hvíld og friö. Heyr- iö þá ávarp hins upprisna Jesú, sem leið og dó fyrir yðr : ,,Komið til mín allir, þér, sem erviðið og þunga eruð hlaðnir; eg vil gefa yðr hvíld. “ Og þetta, hið inndæla kveðjuorð hans í texta vorum : ,,Friðr sé með yðr!“ þiggið þá hvíld, allir hinir þreyttu. Meðtakið þann frið, þér allir, sem finnið til þess, að þér standið uppi í stríði og baráttu. Ekki er endi- lega við því að búast, að baráttan hætti undir eins við það, að ganga frelsaranum í hjartans alvöru á hönd. Eins líklegt, að hún haldi áfram, ef til vill einmitt harðari að sumu leyti fyrir bragðið, — eins og svo greinilega kemr fram í æfisögu læri- sveina Jesú til forna. En öllum slíkum skal veitast hvíld í þreytunni og friðr í baráttunni. Höldum áfram vinnu vorri, þótt þreytandi kunni að vera, vonglaðir, trúaröruggir í Jesú nafni, með fyrirheitið hans um hvíldina í huganum. Og göngum út í áframhaldandi baráttu fullvissir um að geta fyrir trúna á hann og samlífið með hon- um haldið hinum blessaða guðlega friði í sálum vorum. Með þessu gæti eg nú endað mál mitt í þetta sinni, vit- andi, að eg hefi hér, eftir því, sem eg hefi haft máttinn til beint hugum yðar, kærir tilheyrendr, að meginatriði trúarer- indis þess, sem fyrir oss liggr í texta mínum, fyrirheitinu frá frelsaranum um frið til handa öllum lærisveinum hans. En eg má ekki enda rœðu mína svo, að eg ekki með nokkrum orðum minnist missiraskifta þeirra, sem nú — enn einu sinni á æfi vorri — eru yfir oss að líða. Vetrinn er byrjaðr. Eftir hinu gamla tímatali þjóðar vorrar byrjaði vetrinn í gær. Og þó að sú kalda, harða og dapra árstíð, sem nefnd er vetr, sé vitan- lega ekki fullkomlega gengin í garð hér hjá oss í ríki náttúr- unnar, þá er þó talsvert af reglulegum vetrarmerkjum, for- boðum þeirrar árstííar, þegar komið fram. Uppvisnuð jörð. Meiri kuldi en áðr í loftinu. Lítið eitt snjóað, þótt nú sé aftr upp tekið. Fullkominn haustbragr yfir öllu. Imynd dauð- ans í öllum áttum. það liggr líklega í eðli vor allra, að kvíða fyrir vetrinum. Eða, ef menn ekki beinlínis kvíða fyrir þeirri árstíð, þá knýr hún þó alla, sem nokkuð hugsa og ekki eru alveg hættir að finna til, til háalvarlegra hugleiðinga. því

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.