Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 2
IÓ2 þessarar óvæntu fríkirkjuhreyíingar. ])essi orsök liggr auövit- að fjær, en hún er þó vissulega aðal-orsökin. Óánœgjan meö eins lítilfjörlega lagabreyting á hinni kirkjulegu gjaldskyldu nokkurra manna og hér var um aö rœða hefði áreiðanlega ekki leitt til þessara samtaka, hefði hin óánœgjan með það, sem var og er miklu meira um vert, ekki verið fyrir hjá svo eða svo mörgum. I skjali nokkru, sem gekk um í Reykjavík til undirskrifta, þegar fríkirkjusamtökin voru að myndast þar í haust, er líka eingöngu nefnd þessi orsök. þeir, sem rita undir það skjal, lýsa yfir því, að þeir sé ,,óánœgðir með ýmislegt í fyrirkomu- lagi þjóðkirkjunnar “ og sé komnir til þeirrar sannfœringar, að ,,fríkirkjufyrirkomulagið muni reynast heppilegra og sé eftir hlutarins eðli í alla staði réttara“, og að fyrir þá sök vilji þeir taka þátt í stofnan fríkirkjusafnaðar þar í bœnum. þeir segj- ast og vilja ,,fylgja málefni þessu fram í einum anda, með stilling og staðfestu, og gjöra allt, sem í þeirra valdi stendr, til þess að það megi fá góðan framgang og verði til eflingar sannri trú og siðgœði þeirra á meðal. “ ,,ísafold“ frá 29. Nóvember kemr með rœkilega ritstjórn- argrein um fríkirkjuhreyfing þessa, og þar í er skjal þetta, sem þeir allir rituðu undir, er tjáðu sig fúsa til að verða með í myndan hins nýja safnaðar. það var sunnudaginn 19. Nóv., að fríkirkjusöfnuðrinn var stofnaðr. Fimm safnaðarfulltrúar voru kosnir til þess að hafa framkvæmdarstjórn á hendi, og enn fremr svo kallað safnað- arráð, og eru í því auk prests tveir leikmenn, sem eiga að að- stoða prestinn við barna-uppfrœðing og umsjón kristilegs fram- ferðis í söfnuðinum. Nafn safnaðarins er: hinn cvangeliski lúterski fríkirkjusöfnuSr í Reykjavík. Og er þá auðsætt, að ekki hafa það verið nein afbrigði frá lúterskri trúarjátning, sem ráðið hafa úrgöngu þessa fólks úr þjóðkirkjunni. Prestrinn, sem söfnuðrinn hefir ráðið til sín — fyrst um sinn til eins árs—, er séra Lárus Halldórsson, sem nú fyrir löngu er þjóðkunnr maðr. Um mörg ár þjónaði hann fríkirkjusöfnuðinum í Reyðarfirði, en hætti því starfi snemma á sumrinu, sem leið, og settist að í Reykjavík, þar sem hann. nokkru áðr — um nýár í fyrra —?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.