Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 7
fuglinn fönix, stórkostlegri og risalegri, en líka œöislegri en
áðr, meö eldinn eins og undir fótunum á sér einlægt síöan.
Vöxtrinn hefir verið hér ákafr, á hvað sem litið er. Menn-
ing og mannspilling, trúrœkni og trúleysi, kristindómr og
heiðindómr þroskast jafnhliða hvað öðru, öll öfl, ill Og góð,
í loganda samkeppni hvert við annað.
þingið var sett með guðsþjónustu eins og hjá oss, og
var farið eftir hinu mikla og dýrðlega guðsþjónustuformi, sem
Gencral Council hefir komið sér saman um. það, sem gjörði
þá guðsþjónustu og yfir höfuð allar þær guðsþjónustur, sem eg
var viðstaddr, frábrugðnar guðsþjónustum hjá oss, var auk
formsins það, að allir, sem gátu, sungn meS fullróma. það
voru ekki að eins raddir að heyra eins og í lítilli hvirfing hjá
söngflokknum og svo þar fyrir utan á strjálingi út um kirkj-
una; en allr söfnuðrinn var eins og söngflokkr og allar radd-
irnar hljómuðu, ekki með þunga og drunga yfir sér, heldr með
lyfting í sér eins og í einni hvirfing. það var uppbyggilegr
söngr. Hve nær ætli söfnuðirnir hjá oss læri að syngja sem
söfnuSr og læri að losa sig við þá ljótu hugsun, að það sé nóg,
ef ,,söngfólkið“ syngr. ,,Söngfólkið“ er þó ekki söfnuðrinn.
Og ekki er ,, söngfólkið “ komið saman til þess að halda guðs-
þjónustuna út af fyrir sig með prestinum fyrir hönd safnaöar-
ins — með söfnuðinn fyrir tilheyranda og áhorfanda !
Við þingsetningar-guðsþjónustuna fór fram altarisganga
presta og fulltrúa. Er það undr tilhlýðilegt, finnst mér, að
altarisgangan fari fram í byrjun kirkjuþingsins. því hún er
þó hinn bezti undirbúningr fyrir þá, sem sitja eiga saman á
þingi. þeir hafa þá áðr setið . saman við náðarborð drottins
síns og styrkt sjálfa sig á því, sem kristinn maðr styrkist bezt
á ; geta því betr unnið að málefni hans.
þingsetningarrœðuna flutti séra G. C. F. Haas, prestr í
borginni New York og forseti kirkjufélags þess í ,,General
Council“, sem ,, Neiv York Ministerium“ nefnist. Rœða
hans lýsti vel hugsun þeirri, sem virtist vera ríkjandi á þessu
þingi og bera allt starf þess — kirkjulegt bergmál hugsunar
þeirrar, sem ræðr nú í hinum pólitiska heimi Ameríkumanna
og táknast með orðinu ,,expansion“. Texti hans var Esaj.