Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 1
itmdntngin.
MúnaSarrit til stuffnings kirkju og lcristindómi íslendinga.
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
14. árg. WINNIPEG, JANÚAR 1900. Nr. 11.
Kirkjulefí bylting í Reykjavík.
Stórtíöindi mega ]?aö heita, sein nú uin áramótin bárust
hingað vestr frá Islandi, að þar í höfuðstaðnum, Reykjavík,
sé myndaðr fríkirkjusöfnuðr upp á þúsund manns eða rúmlega
það.
þetta hefir víst komið flatt upp á lang-flesta. Menn
bjuggust eflaust alls ekki við því, að neitt þvílíkt myndi koma
fyrir, — allra sí/.t svona bráðlega. það var að vísu farið að
kvisast í Reykjavík í September-mánuði sfðastliðnum, að ein-
hver samtök væri þar byrjuð í þessa átt. En að svona mikið
myndi úr þeim samtökum verða, að svona mikill útstraumr
myndi nærri því allt í einu verða úr þjóðkirkjunni þar í bœn-
um, það grunaði naumast neinn þá. Samtökin hófust eftir
því, sem sagt var, út af óánœgju hjá ýmsum Reykvíkingum
með afskifti síðasta alþingis af lögum landsins um gjaldskyldu
manna í kirkjulega átt. Sú breyting, sem þingið vildi gjöra
á áðr gildandi lögum þeirrar tegundar, þótti koma hart niðr
á nokkrum hluta bœjarbúa. þetta var sú orsök samtakanna,
sem næst lá. En hin vaxandi óánœgja almennings á íslandi
með þjóðkirkju-fyrirkomulagið, sú sannfœring, sem nú upp á
síðkastið hefir óðum náð sér niðri í huga rnargra þar heima,
að það fyrirkomulag á stjórn kirkjunnar sé kristindómslífinu
til hindrunar og tjóns, — það er alveg vafalaust aðal-orsök