Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 15
175
fólkiixu, upprennandi kynslóöinni, — þótt sá sannleikr blasi ekki eíns
skýrt við náttúrlegum augum vorum. Út úr gamla árinu og inn í nýja
árið í Jesú nafni!
Þá var klukkan nýslegin tólf. Var þá fundarhlé rúman fjörðung
stundar. Og notuðu menn þann tíma til að öska hver öðrum góðs og
gleðilegs nýárs og þakka fyrir gamla árið.
A.ð skilnaði voru sungin tvö síðustu vers af sálminum nr. 476 í
sálmabókinni (,,Nú guði sé lof fyrir g’eðilegt ár“ og ,,Gef þú oss, drott-
inn, enn gleðilegt ár‘‘).
Suniiudafrsskóla-liátíð.
Sunnudagsskóli Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg hefir um all-
mörg ár að undanförnu haldið sérstaka hátíðarsamkomu undir árslok,
oftast að kvöldi sunnudagsins milli jóla og nýárs. Nú síðast var sam-
komu þessari frestað þangað til sunnudaginn næsta á eftir nýár (7.
Jan , 1. sd. e. þrett.', að kvöldi þess dags á vanalegum guðsþjónustu-
tíma. Kirkjan liafði að vanda verið skreytt all-mikið fyrir jólin. Og
því skrauti var hún látin halda fram yfirþessa ársbyrjunar-hátíð sunnu-
dagsskólans. En prögramm samkomunnar var þetta : 1. Sálmasöngr,
biblíulestr og bœn á sama hátt og ávallt fer fram á undan kennslu í
skólanum. 2. Jólasöngr enskr (,,For unto us a Child is born“): Allir í
skólanum, sem sungið geta. 3. /Sofo-söngr : ,,Fýkr yfir hæðir og frost-
kaldan mel“ (eftir Jónas Hallgrímsson): Ein af lærimeyjum skólans.
4. Upplestr: „Spurningin mikla1' (eftir Topelius): Ein af lærimeyjum.
5. Lofsöngr (,,Praise the Lord“): Yngri börn. 6. Duet: ,,Sem eitt sinn
litin yndissjón“ (eftir Steingrím Thorsteinsson): Tvær stúlkur.
7. Avarp frá forstöðumanni skólans, prest safnaðarins. 8. Söngr:
,,Calm on the listening ear of night“: Eldri böm. 9. Upplestr: ,,Kenn
mér“ (kvæði Richardts í þýðing Valdemars Briem): Einn af lærisveinum.
10. Söngr : „The music of the rills“: Yngri börn. lL Söngr : ,,Vor er
inndælt, eg það veit“ (eftir Steingrím Thorsteinsson): Nokkrar stúlkur.
12. Söngr : „Skín, ljösið náðar; myrkrin grúfa grimm“ (sálmr eftir
Newman í þýðing Jóns Runólfssonar—sjá ,,Sam.“, Maí-blaðið 1899):
Eldri börn. 13. Upplestr : ,,Hví biðr þú fyrir þeim, sem þú elskai?“
(lesmálskafli eftir Monrad, í bók hans „Úr lieimi bœnarinar“): Stúlka,
ungr sunnudagsskóla-kennari. 14. Söngr: „Leita, leita“ (úr Der Frei-
schutz): Eldri börn. 15. Söngr : ,,Sjá, himins opnast hlið“ (jólasálmr,
nr. 79 í sálmabökinni): Allir.
I ávarpi sinu minntist, forstöðumaðr skölans meðal annars fornrar
gyðinglegrar þjóðsögu : Þurrkr voðalegr hafði langa-lengi gengið í
landinu, svo þar lá við allsherjar hallæri. Eins og vanalega á neyðar-
innar tíð varð eina úrræðið að leita biðjandi til drottins. Prestar og
prelátar tóku að biðja hver í kapp við annan. En ekki fékkst nein bœn-
heyrsla. Hinn ske’filegi þurrkr hélt áfi’am. Loks kom fram lítilmöt-
legr og ökenndr maðr og bar fram fyrirbœn eins og liinir út af hinu
yiirvofanda hallæri. Og, sjá, drottinn heyrði þá bœn undir eins. Him-