Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 14
174 hvað sem upprunanum líðr, þykir söfnuði "þeirrar kirkju vænna og vænna um þær samkomur eftir því, sem árin líða. Miðnætrsamkoman nú á síðustu áramótum var með lang-fjölmennasta móti. Guðsþjðnustan hófst þrem fjórðungum klukkustundar fyrir mið- nætti. Eins og ávallt áðr við það tœkifœri var fyrst sunginn sálmrinn: „Seg þakkir guði góðum“ ínr. 481 í sálmabökinnii. Þar næst las prestr safnaðarins upp þessa biblíukafla: Sálm. 90, Sálm. 126, og Opinb. 21. 1—7 og 22, 1—10 — og flutti síðan bœn. Þá las hann þrenn ljöð eftir séra Valdemar Briem (,,Vor drottinn guð um aldir alda“, út af 90. sálmi: ,,I draumi glöðum vér heim oss hröðum“, út af 126. sálmi, og hinn Ijöm- anda kvöldsálm: „Dagr líðr, fagr, fríðr, flýgr tíðin í aldaskaut11). Því næst flutti prestrinn stutta rœðu, og minntistþess þá fyrst, að mannlegt líf eitt árið eftir annað væri eins og heiðarför — ferð eftir íslenzkum fjallvegi. Það er oftast varða hlaðin á heiðarvörpunum, þaðan er vötn- um hallar til hinna tveggja dala, er heiðin aðskilr. Fast að einni slíkri íslenzkri heiðarvörðu væri menn í andlegum skilningi komnir nú undir miðnætti á nýársnött. Menn sæi yfir dalinn, sem þeir væri úr komnir, því himininn væri heiðskír í þá átt. En dalrinn fram undan, þangað sem leiðin nú lægi, væri þoku hulinn. En í Jesú nafni — í lifandi trú á hann — væri öhætt að halda vonglaðr inn í þokuna, niðr í dalinn ó- þekkta. — Þá var minnzt á þjöðti úna íslenzku um huldufólkið, sem einkum og sér í lagi ætti að vera á ferð á nýársnótt. Hjá því ætti sam- kvæmt þjöðtrúnni allt að vera fegra og fullkomnara en mennskum mönnum. Allt í ókomna tímanum er á huldu, en samt hafa menn von — og eiga að hafa hana — um að ökomni, öþekkti tíminn hafi þeim ein- hver enn meiri gœði geymd í skauti sínu en nokkurn tíma áðr hafa veizt. Og trygging slíkrar framtíðarvonar er mannkynsfrelsarinn Jesús — fyrir þá alla, sem láta hann ráða yfir lífi sínu. I ljósi kristnu trúarinn- ar allt hið bezta i framtíðinni. Með nýju ári nýr himinn og ný jörð. — Þá var enn frem ininnzt smá-atviks eins úr Laxdœla-sögu. Hólm- göngu-Bersi, sem tekið hafði Halldór, son Ólafs páa í Hjarðarholti, til fóstrs, lá sjúkr í bœ sínum og enginn í stofunni hjá honum nema ung- barnið, föstrsonr hans, liggjandi í vöggu sinni. Fölkið hitt allt úti við heyverk. Vaggan valt um koll og sveinninn lá ósjálfbjarga á gólfinu. En Bersi gat ekki heldr bjargað. þá kvað hann : Liggjum báðir — í lamasessi — Halldór ok ek, — höfum engi þrek; veldr elli mér, — en œska þér; þess batnar þér, — en þeygi mér.“ Fóstrfaðir og föstrsonr í þessu ástandi eru sannkallaðar ímyndir hinnar hnígandi og uppi'ennandi kynslóðar. Og gamla árið og nýja árið, þar sem þau einmitt nú eru að mœtast, nákvæmlega samskonar ímyndir þessara tveggja kynslöða. Eins og gamla árið og nýja árið taka nú höndum saman, eins taki gamla fölkið og unga fólkið nú höndum sam- an — í Jesú nafni. það liggr í augum uppi, að þeir allir, sem heyra til hinni hnígandi kynslóð, gamlaárs-mennirnir, þurfa á guðlegri hjálp og frelsan að halda. En nákvæmlega sama þörfin er líka hjá þeim, sem eiga lífið eins og að sjálfsögðu fyrir framan sig, nýárs-mönnunum, unga

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.