Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1900, Blaðsíða 12
Er kirkjan þar nýbyggð, mjög snotr og hin eina kirkja í því prófastsdœmi, sem hituð ér með ofni. Má telja ]?að stór- framför. —• Kirkjurnar á Islandi þurfa að verða heitari en nú eru þær, jafnvel í fleirum en einum skilningi. Kirkjurnar hið ytra hafa tekið miklum framförum í síðustu tíð, ]?ó telja megi víst, að kirkjulífið hið innra hafi á sama tíma verið í aftrför. Blönduós-kirkjan er eitt slíkt framfara-tákn. Hver, sem ber hana saman við kirkjuna á Hjaltabakka, sem er lögð niðr, en stendr þó enn, og tilheyrði ninum yngri kirkjum og var af timbri gjör, hlýtr að sjá framför, menningarvott að minnsta kosti. Auk þess mun sú kirkja sótt í betra lagi, enda lögðu sóknarmenn á sig aukagjald til þess að byggja kirkjuna, og er ]?að spor í rétta átt. En hinu má ekki gleyma, ]?ó smáatriði megi virðast, að einn ofn í heilu prófastsdœmi er ónógr. — Hver kirkja á íslandi þarf að eignast ofn og vera eldtryggð. Hversu harðar og háar kröfur,sem gjöra má til prestanna,geta ]?eir aldrei komið í stað þeirrar hitavélar; — ]?eir hafa að jafn- aði nóg með að hita upp prédikunarstólinn — og hjörtun, þó söfnuðrinn hiti réttilega kirkjuna. Sýnishorn af endrskoðan íslenzku biblíuþýðingarinnar, sem nú er verið að vinna að, kom út snemma í sumar, sem leið, í Reykjavík. það er ,,Fyrsta bók Móseii, ásamt smá- brotum af 2. og 3. bók Mósesar, sínu úr hvorri af ]?eim bók- um ; — alls ellefu hálf-arkir í 8 bl. broti. Formáli er með eftir Hallgrím biskup Sveinsson. I endrskoðunarnefndinni eru auk biskups ]?eir séra þórhallr Bjarnarson, forstöðumaðr prestaskólans, og Steingrímr Thorsteinsson, yfirkennari við latínuskólann. En Haraldr Níelsson, guðfrœðis-kandídat, er sá, sem vinnr aðal-verkið við endrskoðanina, til ]?ess ráðinn af stjórnarnefnd ísl. biblíufélagsins. Hr. Haraldr hefir um tíma í sumar, sem leið, dvalið á þýzkalandi til þess að auka þekk- ing sína á hebresku í því skyni að verða því fœrari til að eiga við þýðing gamla testamentisins. Síðar fór hann til Kaup- mannahafnar og hafðist þar við um hríð í sama tilgangi. Búizt líka við, að hann í vetr bregði sér til Englands og dvelji

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.