Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.12.2010, Qupperneq 8
8 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR BANGKOK, AP Átta mánaða neyðar- ástandi á Taílandi verður aflétt í dag. Var það sett eftir að mikil mótmæli brutust út í Bangkok, höfuðborg landsins, þar sem yfir níutíu manns létust. Abhisit Vejjajiva, forsætisráð- herra Taílands, segir stjórnvöld í landinu ekki telja frekari þörf á hinum ströngu öryggisráðstöf- unum sem settar voru á í apríl þegar stjórnarandstæðingar hófu hávær mótmæli á götum borgar- innar. Taílenski herinn náði að leysa mótmælin upp eftir rúman mánuð. Abhisit sagði í síðustu viku að stjórnvöld væru enn uggandi vegna áframhaldandi óróa í sam- félaginu vegna pólitískrar and- stöðu. Rauðliðarnir, andófshreyf- ingin sem hóf mótmælin í apríl, efndu þó til friðsamra mótmæla á sunnudag og er talið að um 10.000 manns hafi mætt í Bangkok þar sem allt fór friðsamlega fram. Taílensk stjórnvöld hafa tekið fram að ef ástandið versni á ein- hvern hátt eftir að neyðarástandi verði aflétt, muni lögin verða end- urvakin. Á meðan neyðarástand ríkir geta stjórnvöld meðal ann- ars sett útgöngubann og takmark- að umferð og samgöngur í land- inu. - sv Átta mánaða neyðarástandi vegna mótmæla aflétt á Taílandi í dag: Ekki talin frekari þörf fyrir neyðarlög MÓTMÆLI Neyðarástandi var lýst yfir á Taílandi fyrir átta mánuðum. MYND/AP MENNTAMÁL Áformað er að 20 nem- endur hefji nám í Lögregluskóla ríkisins í byrjun febrúar. Til að svo megi verða þarf Alþingi að samþykkja frumvarp um breyt- ingar á náminu eftir að þingmenn koma úr jólafríi um miðjan janúar, segir Arnar Guðmundsson, skóla- stjóri Lögregluskólans. Áður en þingmenn fóru í jólafrí var lagt fram frumvarp um breyt- ingu á lögreglulögum. Þar er lagt til að Lögregluskólinn hætti að borga nemum laun á síðasta hluta námsins. Arnar segir samþykkt þessa frumvarps forsendu þess að skólinn taki við nemendum. Hingað til hafa lögreglunemar setið eina önn í skólanum launa- laust, og farið að því loknu í starfs- nám þar sem þeir hafa fengið laun hjá því embætti sem þeir hafa starfað við. Að lokum hafa þeir setið aðra önn í skólanum og feng- ið laun frá skólanum á meðan. Verði frumvarpið, sem lagt er fram af fulltrúum allra flokka nema Hreyfingarinnar, að lögum breytist þetta fyrirkomulag. Lög- regluskólinn mun þá greiða laun nemanna meðan á starfsnámi stendur, en þeir verða ólaunaðir í bóknáminu. Þetta mun hafa í för með sér hagræði þar sem nú verður tryggt að nemar geta fengið starfsnám þó að lögregluembættin hafi ekki efni á að ráða sumarmenn til starfa, segir Arnar. Bóknámið verði nú að fullu lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. - bj Nemar teknir inn í Lögregluskólann en laun meðan á námi stendur felld niður: Háðir því að þingmenn breyti lögum Í SKÓLA Lögreglumenn þurfa að vera við öllu búnir, hér eru nemar úr Lögreglu- skólanum á sjóæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Promens hefur keypt þýska fyrirtækið Marwin Plastic, sem sérhæfir sig í framleiðslu á plastumbúðum. Promens er með svipaða starf- semi í Winsen í Þýskalandi. Marwin Plast- ics var stofnað árið 1962 og er með verksmiðju í Hamborg. Plast- umbúðir fyrir- tækisins eru fyrir ýmsar vörur, allt frá mat til hættulegra efna. Haft var eftir Ragnhildi Geirs- dóttur, forstjóra Promens, í net- miðlinum Plastic News í fyrradag, að starfsemi Marwin Plastics héld- ist óbreytt þrátt fyrir nýja eigend- ur. - jab Stækka við sig í Þýskalandi: Promens kaupir Marwin Plastics RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR MENNTAMÁL Skólameistari Iðnskól- ans í Hafnarfirði hefur ákveðið að leggja niður nám í útstilling- um við skólann frá næstu ára- mótum. Menntamálaráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum um þessar fyrirvaralausu breyt- ingar og mun samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins sjá til þess að þær nái ekki fram að ganga. „Skólinn stendur eins og aðrir skólar frammi fyrir niðurskurði,“ segir Björn Ingi Sveinsson, for- maður skólanefndar Iðnskólans í Hafnarfirði. Nám í útstillingum var áður í sérstakri deild í skólanum, en síðan hún var lögð niður fellur það undir listnámsbraut skólans. Björn Ingi segir stjórnendur skólans ákveðna í því að standa vörð um hefðbund- ið iðnnám, og þá liggi beinast við, þegar skera þurfi niður, að hætta kennslu í greinum sem teljist vera á jaðri skólastarfsins. Auk þess að leggja niður nám í útstillingum segir Björn Ingi að nám í steinaslípun verði lagt niður. Þar er um stakan áfanga að ræða sem ekki hefur verið kennd- ur undanfarið ár vegna veikinda kennara. Þeim kennara hefur nú verið sagt upp, sem og þeim kenn- ara sem kennt hefur útstillingar. Fréttablaðið sagði frá langvinn- um deilum Jóhannesar Einarsson- ar, fráfarandi skólameistara, og tveggja kennara við skólann í sept- ember síðastliðnum. Öðrum þeirra hefur nú verið sagt upp. Margrét Ingólfsdóttir, kennari í útstilling- um, hefur ítrekað gagnrýnt starfs- aðferðir skólameistarans og óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum hans. Björn Ingi segir það tilviljun að sparnaðaraðgerðir sem gripið sé til rúmri viku áður en skólameist- arinn lætur af störfum hafi í för með sér uppsögn Margrétar. Í aðsendri grein í Fréttablað- inu sem skrifuð var eftir umfjöll- un blaðsins um deilurnar, kallaði Björn Ingi eftir því að Margrét og samstarfskona hennar hættu störf- um við skólann. Haft var samband við Jóhannes við vinnslu fréttarinnar en hann kaus að tjá sig ekki við blaða- mann. Jóhannes mun láta af störf- um fyrir aldurs sakir um áramót. Menntamálaráðherra mun skipa nýjan skólameistara milli jóla og nýárs. brjann@frettabladid.is Ráðuneytið stöðvar niðurlagningu náms Fráfarandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði vill leggja niður nám í útstill- ingum án fyrirvara í sparnaðarskyni. Vill styðja við hefðbundið iðnnám. Ráðu- neyti segir skólann verða að útskrifa nemendur sem byrjaðir séu í náminu. FRÉTTABLAÐIÐ 10. SEPTEMBER 2010 Sagt var frá langvinnum deilum skólameist- ara við kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði í Fréttablaðinu nýverið. Þar gagn- rýndu núverandi og fyrrverandi kennarar menntamálaráðuneytið fyrir að bregðast ekki við ófremdarástandi í skólanum. DEILUR Langvinnar deilur hafa verið innan Iðnskólans í Hafnarfirði. Einum þeirra kennara sem hvað mest hafa gagnrýnt skólameistarann hefur nú verið sagt upp og nám sem hann hefur stýrt lagt niður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á annan tug nemenda stunda nú nám í útstill- ingum við Iðnskólann í Hafnarfirði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Björn Ingi Sveinsson, formaður skólanefndar skólans, segir að þeir nem- endur fái tækifæri til að skipta um námsgreinar og ljúka námi frá skólanum. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, segir að mennta- og menningar- málaráðuneytinu hafi ekki verið tilkynnt um fyrir- hugaðar breytingar hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Ráðuneytið muni nú kalla eftir upplýsingum um málið frá skólanum. „Það er alveg klárt að það er ekki hægt að leggja nám niður fyrirvaralaust,“ segir Elías. „Það þarf að gefa þeim nemendum sem eru byrjaðir í náminu kost á því að útskrifast.“ Ekki hægt að leggja niður fyrirvaralaust 16 10. september 2010 FÖ STUDAGUR Núverandi og fyrr verandi kennarar við Iðnsk ólann í Hafnarfirði segja mennta- málaráðuneytið ha fa brugðist með því a ð láta langvinna samstar fsörðug- leika í skólanum h alda áfram óáreitta. Ek ki var orðið við ósk kenn ara um stjórnsýsluúttekt. Langvarandi deilur hafa staðið und- anfarin ár milli hó ps kennara við Iðnskólann í Hafn arfirði og skóla- meistara skólans. Sumir kennar- anna eru enn við s törf í skólanum, en um tugur segi st í samtali við Fréttablaðið hafa látið af störfum vegna ósamkomu lags við skóla- meistarann. Kennararnir átelja menntamála- ráðuneytið fyrir að hafa ekki brugð- ist við því sem þeir lýsa sem viðvar- andi ófremdarásta ndi í skólanum. Aðrir starfsmenn skólans segjast ekki kannast við þ ær lýsingar og benda á að sjalda n valdi einn þá tveir deili. Þeir ben da enn fremur á að skólameistarinn hafi unnið mikið og gott uppbygging arstarf í skólan- um frá því hann tók við fyrir ríflega sautján árum. Sumir kennaranna segja að tveir hópar starfsmanna séu í skólanum. Þeir sem séu í ná ðinni hjá skóla- meistaranum og þ eir sem séu það ekki. Þetta skapi svo togstreitu á kennarastofunni, í samskiptum kennara sín á milli jafnt sem í sam- skiptum þeirra við stjórnendur skól- ans. „Þeir sem eru í vond a liðinu hætta. Í þessum skóla ver ður þú að vera í hans liði, annars e rtu útilokaður.“ Svona lýsir einn fyr rverandi starfs- maður samstarfinu við skólameist- arann. Aðrir taka í sama streng. Sumir núverandi og fyrrver- andi starfsmann a skólans lýsa því í samtölum við Fréttablaðið að skólameistarinn ha fi ítrekað misst stjórn á skapi sínu þegar þeir hafi komið til hans hugm yndum um það sem betur hafi má tt fara í skólan- um. „Hann missti o ft stjórn á skapi sínu, hann sleppti sér oft við mig út af engu,“ segir e inn fyrrverandi kennara við skólan n. „Margir kenn- arar máttu una þv í að láta tala við sig eins og óþekka krakka.“ Annar fyrrvera ndi kennari tekur í sama stre ng: „Það voru allir hræddir við a ð tjá sig á kenn- arastofunni, fólk passaði sig að láta ekki gagnrýni sraddir heyrast. Þetta var mjög þvi ngandi. Ég upp- lifði þetta eins og e inelti.“ Samskiptaörðugl eikar hluta kennara skólans við skólameist- arann og yfirstjór n skólans náðu ákveðnu hámarki þegar kennar- ar gerðu athugase mdir við launa- greiðslur árið 20 03. Við eftir- grenslan kom í lj ós að útgreidd laun kennara voru lægri en kjara- samningar sögðu til um, og höfðu verið frá árinu 200 1, segir Margrét Ingólfsdóttir, sem þá var formaður kennarafélags skó lans. Þetta hafði í för m eð sér umtals- verða launaskerðin gu fyrir kennar- ana, án þess að um það væri samið eða það viðurkenn t fyrir kennur- unum. Málið fór fyrir fél agsdóm, sem dæmdi kennurum í vil í maí í fyrra. Skólinn þurfti í kjö lfarið að greiða kennurum á annað hundrað millj- óna króna sem þe ir höfðu verið hlunnfarnir um, e n umtalsverður hluti krafna kennar anna var fyrnd- ur. Margrét segir að gróft áætlað hafi kennarar við skólann orðið af um 70 milljóna kró na launagreiðsl- um vegna þess að málið reyndist fyrnt að hluta. Þeir kennarar sem Fréttablaðið hefur rætt við seg ja það algerlega skýrt að skólameis tarinn hafi ekki á nokkurn hátt h agnast á þessu persónulega. Flest ir taka fram að fyrra bragði að han n hafi alltaf vilj- að skólanum vel, og unnið þrekvirki í uppbyggingu skól ans. Vildi stjórnsýsluútte kt í skólanum Í kjölfar niðurstöðu félagsdóms átti Margrét fund me ð Katrínu Jak- obsdóttur mennt amálaráðherra og Ástu Magnúsdó ttur, ráðuneyt- isstjóra menntam álaráðuneytis- ins. Þar lagði hún fram bréf stílað á ráðherra þar sem óskað var eftir því að stjórnsýsluú ttekt yrði gerð á starfsemi skólans. Margrét segir í bré fi sínu að þeir sem ekki séu samm ála skólameist- aranum í einu og ö llu fái að finna fyrir því að þeir séu ekki í náð- inni. Það gerist til dæmis með því að þeir fái leiðinleg ar stundatöflur, fái ekki fastráðnin gu, og yfirvinna sé minnkuð. Þá sé fólk hundsað og því ekki heilsað sé það í ónáð. Margrét segist ek ki hafa fengið svar við ósk sinni um stjórnsýslu- úttekt fyrr en hú n óskaði eftir fundi með ráðune ytisstjóra. Þar hafi henni verið tj áð að ekki stæði til að gera slíka útt ekt. Bæði núverandi og fyrrverandi kennarar við skól ann furða sig á því að menntamála ráðuneytið hafi ekki gripið í tauma na, sérstaklega eftir að dæmt var í launamálinu í fyrra. Skólameista rinn hafi komist upp með að brjóta lög með því að skerða laun kenna ra árum saman. Ekki var talin ást æða til að veita honum áminningu vegna skerðing- arinnar. „Það eru mörg ár síðan ráðu- neytið hefði átt að skipta honum út,“ segir einn þeir ra kennara sem segjast hafa hætt s törfum við skól- ann vegna samskip taörðugleika við skólameistarann. A nnar sagði það furðulegt að ráðun eytið hafi ekki í það minnsta fært s kólameistarann til í starfi. Margrét segir alva rlegt að ráðu- neytið hafi ekker t aðhafst þegar í ljós hafi komið a ð skólastjórinn hafi brotið lög á ke nnurum. Marg- ir kennarar hafi re iknað með því að honum væri ekki s ætt félli dómur honum í óhag. Hún segir að af sinni hálfu sé það alvarle ga í málinu ekki að skólameistarinn hafi ekki greitt umsamin laun. Það alvarlega sé að hann hafi reynt að fela það með því að neita ítrekað að veita upplýsing- ar um launaútreikn inga. Undir það tekur S igríður Júlía Bjarnadóttir, kenn ari við skólann. Hún segir að hefð i skólameistar- inn viðurkennt að rangt hafi verið reiknað strax í up phafi hefði mátt leysa úr málinu með einföldum hætti. „Ef hann he fði komið fram og viðurkennt mis tök sín og sýnt að hann væri tilbúi nn til samvinnu við kennara hefði málinu lokið þá og þar. En það virt ist ekki koma til greina.“ Margrét gagnrýnir einnig skóla- nefnd Iðnskólans í Hafnarfirði harðlega fyrir að h afa látið málið viðgangast. Hún b endir á að kenn- arar hafi fengið R agnar H. Hall hæstarréttarlögm ann til að vinna lögfræðiálit um m álið áður en það fór til félagsdóms. Hún sendi skóla- nefndinni afrit af álitinu, en segir formann nefndarin nar hafa ákveð- ið að koma því ekk i áleiðis til ann- arra nefndarmann a. Þeir hafi því ekki verið búnir a ð sjá lögfræði- álitið þegar þeir ha fi þurft að taka afstöðu til málsins . Niðurstaða lög- fræðiálitsins var s ú sama og niður- staða félagsdóms. Skólameistarinn, s em verður 68 ára í næsta mánuð i, hefur tilkynnt að hann ætli að l áta af störfum fyrir aldurs sakir um áramótin. Sumir þeirra kenn ara sem Frétta- blaðið hefur rætt v ið leggja áherslu á að nýr skólamei stari verði ekki einn af núverandi starfsmönnum skólans. Hreinsa verði andrúms- loftið og því algerle ga nauðsynlegt að fá utanaðkoman di einstakling í starfið eigi skólinn að dafna. Einn þeirra kenna ra sem hætt hafa störfum við skólann segir málið ekki snúast u m persónu skóla- meistarans. Það sé fyrst og fremst menntamálaráðun eytið sem verði að draga lærdóm af þessu máli. Ráðherra beri á en danum ábyrgð á því að hafa ekki leyst úr vanda- málunum í skólan um með viðeig- andi hætti heldur l átið þau krauma undir lengi. Það lei ði hugann að því hvort víðar sé pottu r brotinn í skól- um landsins eða sto fnunum ríkisins almennt. „Skólameistarinn he fur alltaf haft, og hefur enn, fullan stuðning skólanefndar skólan s í öllum sínum störfum og ö llum sínum rekstri á þessari stof nun,“ segir Björn Ingi Sveinsson , formaður skólanefndar Iðnskó lans í Hafnar- firði. „Skólameistarin n hefur gert mjög fína hluti fyrir þennan skóla, sem er það sem han n er vegna hans, fyrst og frems t.“ Stjórnin styður skólameistarann FRÉTTASKÝRING: Ó sætti í Iðnskólanum í Hafnarfirði Kennarar saka stjó rnvöld um sinnuley si Brjánn Jónasson brjann@frettabladid .is ÓSÆTTI Kennarar við Iðnskólann í Hafna rfirði deila á mennta málaráðuneytið fyrir að hafa ekki brugði st við þegar skólame istarinn lækkaði laun kenna ra og fyrir að hafa e kki brugðist við lang varandi ósætti á vin nustaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er skylda menn tamálaráðuneytisins að skoða öll mál se m upp koma eins og hægt er, en gæta verður þess að rannsaka mál í þau la áður en eitthvað er gert, seg ir Ásta Magnúsdóttir , ráðuneytisstjóri í m ennta- og menningarmálaráðu neytinu. Spurð um gagnrýni núverandi og fyrrver andi kennara á það sem þeir kalla aðgerðaleysi mennt amálaráðuneytisins í málefnum Iðnskóla ns í Hafnarfirði segir Ásta: „Við reyn um alltaf að gera ok kar besta, og mér fin nst afskaplega leitt að það hafi ekk i tekist að ljúka þess u máli. Við höfum sa nnarlega ekki viljað að neinn færi óánægður frá því.“ Eftir að kennari við s kólann óskaði eftir þ ví að stjórnsýsluútte kt yrði gerð á starfsemi skólans lag ði ráðuneytið mat á hvort rétt væri að fa ra í slíka úttekt, segir Ásta. Niðurstað an hafi verið sú að e kki væri þörf á því. R áðuneytið lét gera stjórnsýsluúttek t á starfsemi Mennta skólans á Ísafirði veg na samskipta- örðugleika kennara við skólameistara sk ólans. Spurð hvers v egna ekki hafi verið ástæða til að l áta gera sambærileg a úttekt á Iðnskólan um í Hafnarfirði segir Ásta málin ein faldlega öðruvísi vax in. Menntamálaráðune ytið brást við með þ ví að fá vinnustaðas álfræðing til að vinna með skólam eistara og kennurum . Þá var ákveðið að g era könnun á starfsánægju starfs manna skólans í ha ust, og er ráðuneytin u ekki kunnugt um annað en að hú n fari fram þrátt fyrir að skólameistarinn muni láta af störfum um næstu á ramót, segir Ásta. Leitt að ekki hafi te kist að ljúka málinu Jóhannes Einarsson , skólameistari Iðnsk ólans í Hafnarfirði, segir sa mstarfserfiðleika sín a við starfsmenn í skólanu m einskorðast við tv o einstaklinga, en seg ist ekki kannast við ósætti við fjölda fyrrverand i kennara við skólan n, sem Fréttablaðið hefur ræ tt við. „Ég neita því að hér hafi verið samstarfs - örðugleikar, því ég h ef gert svo mikið fyr ir mitt fólk, hjálpað þv í til að komast í gegn um kennsluréttindanám . Ég hef tekið maka þeirra í vinnu til þess að ge ra hluti. En það eru, því miður ekki allir hæfi r kennarar,“ segir Jóh annes. Hann þvertekur fyrir að hann láti það bi tna með nokkr- um hætti á kennuru m séu þeir honum ó sammála, eins og fullyrt er í bréfi ke nnara til menntamá laráðherra. Spurður um fullyrðin gar um að hann eigi til að missa stjórn á skapi sínu s egir Jóhannes: „Það hefur komið einstaka sinnum fyr ir [...] en það hefur v erið ráðist á mig líka. Ég segi náttúru lega þegar fólk er að brjóta af sér, og það getur alveg f arið í skapið á mann i þegar er ekki farið eftir neinu sem fólk á að gera, hvor ki nemendur né kennarar. Það getur verið að ég hafi einh verntíman [gert það] en það er ekki algengt.“ Jóhannes segir laun amálið sem kennara r við skólann fóru með fyrir félags dóm hafa komið til þar sem hann hafi ekki fengi ð undirskrift frá Ken nara- sambandi Íslands þe gar hann gerði breyt ingar á vinnufyrirkomulag i. Breytingarnar hafi leitt til þess að vinnuskilyrð i kennara hafi batna ð mikið. Skólinn hafi getað te kið inn fleiri nemen dur, kennarar hafi því ge tað unnið meira og laun þeirra því hækkað í heildina vegna brey tinganna. „Það eina sem félag sdómurinn skoðaði í þessu máli var að [.. .] það var ekki forml eg undirskrift frá Kenna rasambandinu áður en ég breytti. Það má s egja að ef ég hefði g ert það þá hefði þetta e kki verið neitt. Það v ar bara eitt ákvæði í kjarasamni ngnum um að það þ yrfti undirskrift kennarasambandsin s,“ segir Jóhannes. H ann segir það algera fjarstæðu að hann hafi ætlað sér að hafa laun af kennurum. Jóhannes hefur ákve ðið að láta af störfum um næstu áramót. Hann segist hafa tekið þá ákvör ðun án þrýstings frá menntamálaráðu neytinu. „Ég er bara orðinn gamall maður,“ segir Jóhan nes. Hann segist ha fa verið löngu búinn að ákveða að sitja ekki til sjötugs, en hann verður 68 ára á árinu. Kannast ekki við ós ætti við aðra en tvo starfandi kennara JÓHANNES EINARSSON Börn -10: Þriðjud. 17:20, fimmtud. 17 :00, Börn +10: Þriðjud. 18:00, fimmtud. 18 :00 Fullorðnir byrjendu r: Mánud, Þriðjud, Fim mtud. kl 19:00 og L augard. 10:30 Fjölbreyttur hópur þ jálfara sér um æfing arnar og því eru eng ar tvær æfingareins. Bö rn 8.500, fullorðnir 1 2.500. Það kostar ekkert að prófa! Upplýsingar á www.ir.is/taek- wondo eða hjá Jako bi (s. 823-4074) og Ólafi (s. 825-7267). Wax on Wax off hvað , þú þarft ekki einu sinni jakka til að æfa Taekwondo! Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. FRIÐARLJÓSIN verða seld við eftirtalda kirkjugarða um jól og áramót. Þau fást einnig víða í verslunum. GUFUNESS- OG FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR 23. des. kl. 13–17 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU 23. des. kl. 1O–16 24. des. kl. 1O–16 KIRKJUGARÐUR AKUREYRAR 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA DANMÖRK Karlmaður, 27 ára, var skotinn til bana á götu í Horsens í gær. Maðurinn, sem var búsett- ur í grannbænum Vejle, fannst á götunni skömmu fyrir hádegi og var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. Lögreglan á Jótlandi staðfesti í yfirlýsingu til fjölmiðla að skoti hafi vissulega verið hleypt af, en hún vildi ekki tjá sig um hvort einhver væri grunaður um verkn- aðinn. Lögreglan hafði girt vett- vanginn af og var enn við rann- sóknir í gærkvöldi. - þj Voðaverk í Danmörku: Var skotinn til bana í Horsens SCHENGEN Frakkar og Þjóðverjar vilja ekki að Rúmenía og Búlg- aría fái aðild að Schengen-svæð- inu næsta vor, þótt um það hafi verið samið. Í bréfi sem innanríkisráð- herrar Þýskalands og Frakk- lands, þeir Thomas de Maiziere og Brice Hortefeux, sendu til framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, segja þeir það ekki tímabært að veita Búlgaríu og Rúmeníu aðild strax. Hvorugt ríkið hafi náð nægilega góðum árangri í baráttu sinni gegn spill- ingu og skipulagðri glæpastarf- semi. Ekkert land getur fengið aðild að Schengen nema með einróma samþykki allra aðildarlandanna. Nú eiga 25 lönd aðild að Scheng- en, þar á meðal Ísland. - gb Lokað á Rúmeníu og Búlgaríu: Ekki tilbúin í Schengen-aðild 1 Hvaða hljómsveit á bestu innlendu plötuna í ár að mati álitsgjafa Fréttablaðsins? 2 Hvar í Skandinavíu á að setja upp þrjár sýningar af Gerplu, í leikstjórn Baltasars Kormáks. 3 Hversu mörg mörk hefur Gylfi Sigurðsson skorað fyrir þýska liðið Hoffenheim? SVÖR 1. Apparat Organ Quartet 2. Í Björgvin í Noregi 3. Sjö VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.