Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 34
 23. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● þorláksmessa ● FÁTÆKRAÞERRIR Þótt Íslendingar hafi búið í torfbæjum og frumstæðum húsakynnum af ýmsu tagi gegnum tíðina hafa þeir jafn- an hreinsað vel í kringum sig fyrir jólin. Hámarki hefur þrifnaðurinn oft náð á Þorláksmessu. Þá hefur verið skipt á rúmunum og jólafötin tekin til. Sumir hafa þurft að treysta á að almættið sendi svokallaðan fátækra- þerri þann dag ef þeir hafa ekki átt rúmföt eða nærfatnað til skiptanna. Áður fyrr var ástandið sums staðar þannig að börn þurftu að halda kyrru fyrir undir sæng á meðan föt þeirra voru þvegin. - gun Sá vestfirski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu hefur teygt sig víða, meðal annars inn á líkamsræktar- stöðina World Class. S veinn Guðbjartsson hefur verkað skötu á Ísafirði hátt í tuttugu ár og kann á því tökin. Hann vill meina að skatan eigi fullt erindi inn á líkamsrækt- arstöð enda hollur matur. „Sumir segjast læknast af kvefi við að borða hana,“ segir Sveinn en hann byrjar í september að verka Þor- láksmessuskötuna sem boðið verð- ur upp á í Laugarcafé í World Class þetta árið. „Skatan í Laugarcafé er skor- in og börðuð og látin liggja í kös í þrjár til fimm vikur eftir hita- stigi. Þá er skatan þrifin, roðflett og snyrt og henni pakkað í tveggja kílóa öskjur sem við frystum. Lykt- in er vond en bragðið betra,“ segir Sveinn. „Skata er með því betra sem ég fæ,“ segir Logi Liljendal Hilmars- son, rekstrarstjóri Laugarcafé, sem býður uppp á vestfirsku sköt- una í dag. Hann hefur þó ekki alltaf verið hrifinn af skötu. „Nei, alls ekki, ég byrjaði að borða skötu fyrir fjór- um árum en mig hafði alltaf lang- að til að geta borðað hana, bara fyrir stemninguna. Ég smakkaði smávegis á hverju ári þangað til ég komst á bragðið. Nú vil ég hafa hana sterka.“ En í hverju felst stemming- in við að borða þennan sterkþefj- andi mat? „Það er bragðið, og að standa á öndinni þegar fyrsti bit- inn er tekinn. Þetta snýst þó ekki um neina karlmennskustæla,“ segir Logi, líkamsræktargarparn- ir í World Class keppi ekki um hver geti borðað sterkustu bitana. „Hér er bara verið að njóta matarins. Við höfum boðið upp á skötuveislu síðustu sjö ár og við- skiptavinahópurinn stækkar ár frá ári. Margir koma og æfa fyrst og fá sér skötu á eftir,“ segir Logi og ráðleggur þeim sem langar að borða skötu en hryllir þó við að byrja á mildum bita. Stappa smá- vegis af skötu saman við kartöflur og rófur og hella hamsatólg yfir. Þannig megi smám saman komast á bragðið. En fer skötulyktin ekki fyrir brjóstið á þeim sem æfa í húsinu á Þorláksmessu? „Ilmurinn læð- ist reyndar um húsið en það hefur ekki fækkað í tækjasalnum fyrir það. Skötulyktin er ekki verri en svitalyktin.“ - rat Logi Liljendal Hilmarsson, rekstrarstjóri Laugarcafé, kom sjálfum sér á skötubragðið hægt og bítandi. Hann situr hér í miðið í góðum hópi manna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vestfirskir siðir í World Class● BURT MEÐ SKÖTU-LYKT Á vefsíðu Leiðbein- ingastöðvar heimilanna, leid- beiningastod.is, er að finna eftirfarandi upplýsingar um hvernig losna megi við skötu- lykt. ● Hitið þurra pönnu og stráið kanil eða öðru ilmandi kryddi á hana og slökkvið undir. Eins má strá kryddi á heita elda- vélarhellu þegar búið er að slökkva undir og láta kryddið þannig brenna upp. ● Gegnvætið viskastykki í borðediki, leggið yfir pottlokið og festið við potteyrun. Gætið þess vel að stykkið snerti ekki eldavélarhelluna. ● Kveikið á kertum, einkum ilmkertum, til dæmis með kaffi- og vanillulykt. ● Sjóðið skötuna á prímus úti í garði eða á svölum, verði því við komið. ● Þvoið pottinn strax þegar búið er að færa skötuna á fat. ● Suðutími á skötu: Fer eftir þykkt barðanna en þau eru soðin þegar skatan losnar frá brjóskinu. ● Hangikjötsilmur deyfir skötulyktina og svo er um að gera að lofta vel út. Á velflestum heimilum er það til siðs að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en svo virð- ist sem margir séu farnir að teygja sig framar í mánuðinn og hefur víða mátt sjá glitta í glitrandi jólatré inn um glugga í mánuðinum. Því heyrist fleygt að fólk vilji leyfa dýrðinni að ljóma lengur, enda tíminn frá jólum að þrettándanum fljót- ur að líða. Kostur þess að setja tréð upp snemma er að þá má nýta anna- sama Þorláksmessuna í bæjar- stúss, matarundirbúning, tiltekt og fleira. Hins vegar vilja sumir alls ekki að tréð fari upp fyrr en búið er að skúra, skrúbba og bóna og finnst það tilheyra Þor- lák að skreyta tréð. - ve Skreytt á Þorlák Þótt hefð sé fyrir því að skreyta jóla- tréð á Þorláksmessu virðast æ fleiri vera farnir að taka forskot á sæluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.