Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 10
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti efndi eitt af kosningaloforðum sínum í gær þegar hann undirritaði lög sem afnema bann við því að samkyn- hneigðir hermenn í Bandaríkjaher tjái sig opinskátt um kynhneigð sína. „Þessi dagur er kominn,“ hrópaði Mike Almy og fór ekki dult með ánægju sína. Hann var majór í flughernum þar til fyrir fjórum árum, þegar hann var rekinn eftir að upp komst um kynhneigð hans. „Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni.“ Yfirmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna vara þó við því að menn fagni of snemma. Enn á yfir- stjórn hersins eftir að setja reglur um framkvæmd nýju laganna, auk þess sem hún þarf að staðfesta að breyttu reglurnar hafi engin áhrif á getu hersins þegar á reynir. Meðal annars segir varnarmála- ráðuneytið nauðsynlegt að huga að kostnaði við fræðslu um samkyn- hneigð, sem veita þurfi hermönn- um, auk þess sem skipuleggja þurfi hvernig taka eigi á samkyn- hneigð þegar svefnplássi í herskál- um er úthlutað. Þótt það ferli geti allt saman tekið fleiri mánuði, enda hefur yfirstjórn hersins ekkert verið að flýta sér í þessu máli, þá marka nýju lögin engu að síður tímamót í sögu samkynhneigðra í Banda- ríkjunum. Frá því að Bill Clinton var for- seti hefur samkynhneigðum verið leyft að gegna herþjónustu, en þó því aðeins að þeir segi engum frá kynhneigð sinni. Á móti fengu þeir tryggingu fyrir því að yfirmenn í hernum myndu ekki spyrja þá um kynhneigðina. Þetta átti að vera málamiðl- un milli Clintons og yfirstjórnar hersins, sem var treg í taumi til að leyfa breytingar. Þessi mála- miðlun var frá fyrsta degi þyrn- ir í augum samkynhneigðra enda viðhélt hún í reynd banni við sam- kynhneigð í hernum. Barack Obama getur líka fagnað því að hafa náð þessu máli fram á síðustu dögum þingsins þetta árið. Strax eftir áramót kemur saman nýtt þing, sem kosið var í nóv- ember síðastliðnum, og þá missa demókratar meirihluta sinn í full- trúadeild. Allt bendir til þess að honum muni á allra næstu dögum einnig takast að fá þingið til að sam- þykkja nýjan samning við Rúss- land um fækkun kjarnorkuvopna. - gb Nú þarf ekki lengur að lifa í lyginni. MIKE ALMY FYRRVERANDI MAJÓR Í FLUGHER BANDARÍKJANNA vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. Glæsilegur Google sími með Android 2,2 stýrikerfi, íslensku valmyndarkerfi og snertiskjá. Farsíminn er með 3,15 megapixla myndavél og býður upp á flýtileiðir á vefsamfélög eins og Facebook. Með símanum fylgja mánaðaráskrift að Tónlist.is og platan Best of Bang Gang. LG Optimus One 0 kr. útborgun og 4.166 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 49.990 kr. Partý Alias er nú uppselt hjá okkur. Við þökkum frábærar viðtökur og hvetjum þá sem eiga spil hjá okkur að sækja þau sem fyrst í næstu verslun Vodafone. Við bjóðum áfram frábær kjör á flottum símum. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Humar STÓR • smár • Skelflettur ALVÖRU HUMARSOÐ Opið í dag til kl. 22 • FRÁ HORNAFIRÐI • ENGIN AUKAEFNI • ALGER HIMNASENDING LAXAFLÖK BEINHREINSUÐ OG FLOTT INNBAKAÐUR HUMAR Gleðileg jól Aðfangadag frá kl. 8–14 Þurfa ekki lengur að ljúga í hernum Samkynhneigðir Bandaríkjamenn þurfa ekki lengur að ljúga til um kynhneigð sína til að mega gegna herþjónustu. Yfirstjórn Bandaríkjahers ætlar þó að gefa sér góðan tíma til að undirbúa framkvæmd laganna, sem Obama hefur undirritað. UNDIRRITUN LAGANNA Barack Obama undirritar lögin að viðstöddum leiðtogum demókrata á þingi, þeim Nancy Pelosi og Harry Reed. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.