Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 22
22 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Íslensku jólin snúast um komu ljóssins – í trúarlegum og náttúrulegum skiln- ingi. Minningarbrot frá eldri kynslóðum sem iðulega eru dregin fram í kringum jólahátíðina í formi ljóða og frásagna gera þessu góð skil. Slíkar minningar draga jólin iðulega fram sem hinn mikla ljósgerving – hvort sem er með stjörn- um á miðsvetrarhimni snæþakins lands eða í formi hógværs kertaljóss í barns- hendi. kertaljós í bláum fjarska, bak við ár, æskuminning um fegurð. (Jón úr Vör) Íslensku jólin hafa líka alltaf komið þótt þröngt sé í búi. Fátæktin er oft bak- grunnur jólakomunnar og gleðin yfir komu ljóssins er tjáð á nægjusaman hátt: Man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. (Matthías Jochumsson) Íslendingar sem eru jafnvel ekki háaldraðir eiga minningar um hvernig jólin birtust í afar hógværum efnisleg- um táknum eins og rauðum eplum sem alla jafna fengust ekki í verslunum hér á landi nema um jól. Ljós í myrkri og uppbrot á fátæklegum hversdegi í formi klæða eða epla eru því jólastefin sem berast til okkar frá íslenskri fjarlægri og nálægri fortíð. Þessi stef eiga rætur sínar í jólaguð- spjallinu þar sem frummyndir um ljós, skjól, næringu og líf eru tjáðar í fæð- ingarfrásögninni í Betlehem. Ljósið á jólanótt brýst fram úr myrkrinu sem umlykur náttúru og mannlíf og stað- festir þörf manneskjunnar: að þiggja og veita ást og líkamlega umhyggju. Koma ljóssins með hækkandi sól og fæðingu frelsarans hittir okkur í hjartastað. Þess vegna eru jólin hátíð tilfinninga og bernsku, sama á hvaða aldri við erum. Uppbrot á hversdegin- um felst ekki í yfirdrifinni neyslu held- ur fremur að hlúa að því sem stendur hjartanu næst: kærleikanum til barns- ins í okkur sjálfum og náunga okkar. Jólin eru til að þiggja og gefa kærleika. Ljós koma Jól Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar H áskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niður- skurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári, eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparn- aðaraðgerða. Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt um heimild til stjórnvalda um að fá að hækka skrásetningar- gjald nemenda í HÍ úr 45 þús- und krónum í 70 þúsund, en fyrri ósk um slíkt hefur verið synjað. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur boðað rektor HÍ á sinn fund vegna málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til. „Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og menntun við hæfi.“ Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og hækkun gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir löngu, jafnvel á meðan betur áraði. Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skatt- greiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inn- tökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem inn- rituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan. Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skól- anum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsíma- kostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka. Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúd- enta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim. Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmynd- irnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku menntastofnun. Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af aðgangs- takmörkunum og gjöldum í Háskóla Íslands. Tímabært aðhald Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Björn Valur í ham Björn Valur Gíslason, hinn skel- eggi þingmaður Vinstri grænna frá Ólafsfirði, fer hörðum orðum um sjálfstæðismanninn Guðlaug Þór Þórðarson í pistli á bloggsíðu sinni. Hann segir Guðlaug saka Jóhönnu Sigurðardóttur um að leyna upplýsingum sem enginn virðist vera klár á hverjar eru nema Guðlaugur sjálfur. „Enda er þar vanur maður á ferð sem kann sitthvað fyrir sér um hvernig og hversvegna leyna skal upplýs- ingum og forða þeim undan almenn- ingi. Engan veit ég þingmann um utan umræddan Guðlaug Þór sem er með landsfundarályktun síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokks- ins.“ Það sé vegna þess að hann hafi þegið mútur. Húðstrýkir Guðlaug Og Björn Valur klykkir út með þessu: „Ef ég væri Guðlaugur Þór myndi ég njóta hvers þess dags sem mín væri ekki getið í fjölmiðlum í þeirri veiku von að ég hreinlega gleymdist.“ En biður Kristján afsökunar Björn Valur biðst raunar afsökunar á orðum sínum strax í næsta pistli. Afsökunarbeiðninni er hins vegar beint til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem ekki var einu sinni nefndur á nafn í fyrri pistli, en ekki Guðlaugs. Það er kannski ekkert skrítið. Guðlaugur er jú ekki þingmaður Norðausturkjör- dæmis og helsti pólitíski samherji fyrrverandi vinnuveitenda Björns Vals. stigur@frettabladid.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.