Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 48
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Bækur ★★★ Geislaþræðir Sigríður Pétursdóttir Bréfaskáldsögur eru því sem næst jafngamlar skáldsagnaforminu sjálfu. Á gullöld sendibréfanna voru skrifaðar ótal skáldsögur sem samanstóðu eingöngu af sendi- bréfum milli persónanna þar sem atburðum, tilfinningum og hugs- unum var miðlað í persónulegum skrifum frá einni sögupersónu til annarrar. Á allra síðustu árum hefur bréfaskáldsagan gengið í endurnýjun lífdaga með tölvupóst- inum og jafnvel hafa orðið til heilu skáldsögurnar sem eingöngu felast í sms-skilaboðum milli persóna. Nýjar leiðir til samskipta bjóða upp á nýja tjáningarmöguleika. Tölvupósturinn gerir fólki kleift að skrifast á hratt, bregð- ast við skeytum sam- stundis, jafnvel á milli heimsálfa. Þótt það sé lítt rannsakað má full- yrða að stíll tölvupósta er ólíkur stíl sendibréfa, hann er óhátíðlegri, bæði hjá ungum og gömlum. Fyrsta bók Sigríð- ar Pétursdóttur er safn smásagna sem allar felast í tölvupóstsam- skiptum ólíkra persóna. Flestar sagnanna eiga það sameiginlegt að per- sónurnar þekkjast ekki þegar skeytasendingar hefj- ast. Hér skrifast á íslensk ungl- ingsstúlka og áströlsk amma, mið- aldra íslensk kona sem vinnur við tölvur og ungur sænsk-indversk- ur kollegi hennar og í lengstu sög- unni, sem bókin þiggur nafn sitt af, skrifast á ensk kona og íslensk sem báðar hafa átt í sambandi við sama karlmann. Sú saga spann- ar heilan áratug í lífi persónanna og við fylgjumst með þeim þróast í stuttum skeytum, stundum með löngu milli- bili. Þrátt fyrir að sagan sé stutt er sögð í henni löng saga og þráðurinn milli persónanna tveggja slitnar aldrei þótt maður óttist stundum að hann sé að verða bláþráðótt- ur rétt eins og þráð- urinn milli lesanda og sögunnar. Sögurnar í Geisla- þráðum eru sögur af „venjulegu“ fólki sem þarf að kljást við vanda- mál í einkalífinu. Í sumum sagnanna þurfa persónurnar að glíma við óvæntar aðstæður í sam- tímanum, aðrar snúast fremur um óvæntar uppljóstranir úr fortíð- inni. Sögurnar í Geislaþráðum eru misgrípandi, í þeim bestu, eins og titilsögunni, tekst að skapa persón- um sannfærandi rödd og láta hinn tiltölulega knappa texta tölvupóst- anna gefa í skyn undirtexta sem er flóknari og margræðari. Aðrar sagnanna, til dæmis sú síðasta, Blúndur og búsáhöld, eru ekki jafn vel heppnaðar, þar lifna persónurn- ar aldrei almennilega til lífsins. Í Geislaþráðum tala margar per- sónur eða skrifa öllu heldur. Það er mikill vandi að láta hverja þeirra hljóma sannfærandi og sérstaka auk þess sem það er erfiðara en halda mætti að líkja eftir málsniði tölvupósta. Langoftast tekst Sigríði þetta vel. Á stöku stað verður stíll- inn svolítið bóklegur og stífur en oftast flæðir textinn ágætlega og líkir eftir því óhátíðlega máli sem flestir skrifa í tölvupóstum. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Bestu sögurnar í þessu smásagnasafni draga upp hnyttnar og áhugaverðar myndir af persónum og aðstæðum í nútímanum. Nútíma pennavinir Útgáfufélagið Ókei-bækur hefur gefið út þrjár nýklassískar barna- bækur sem hafa verið ófáanlegar um hríð: Selur kemur í heimsókn, Svona verða börnin til og Askur og prinsessan. Selur kemur í heimsókn eftir Gene Deitch kemur nú út eftir 36 ára dvala. Þar segir frá því þegar selur heimsækir hvolp, dúfu og mús í fiskibolluverksmiðju. Svona verða börnin til eftir Per Holm Knudsen kom fyrst út árið 1971 en þar segir frá getnaði og fæðingu á hreinskilinn, einfaldan og heiðarlegan hátt. Í Aski og prinsessunni segir frá því þegar Askur klæðskerasonur leggur í hættuför í Svartaskóg til að bjarga Lilju prinsessu frá Dofra galdramanni. Þrjú klassísk barnarit fáanleg á ný Bækur ★★★ Árni Matt. Frá bankahruni til byltingar Árni Mathiesen og Þórhallur Jósepsson Árni Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, sem nú er orðinn aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna í Róm, kveður íslenska pól- itík með bók sem Þórhallur Jós- epsson hefur skráð eftir honum um atburði í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Eftir hrunið er minn tími í pól- itík einfaldlega liðinn, - í bili að minnsta kosti, segir Árni. Þeir Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hrein- skilnasta framlag íslensks stjórn- málamanns til uppgjörsins eftir hrun. Markverðustu pólitísku tíð- indin í bókinni held ég að felist í þeim lærdómi sem Árni dregur af reynslu sinni af því að ræða við erlenda ráðamenn vikurnar í kringum hrunið haustið 2008. Niðurstaða hans er sú að ætli Íslendingar sér að leita banda- manna erlendis standi aðeins einar dyr opnar, það eru dyr Evr- ópusambandsins. Árni segir að það blasi við að eftir brottför Banda- ríkjahers haustið 2006 telji Banda- ríkjamenn Íslendinga ekki lengur á sínu áhrifasvæði. Það sé sameig- inlegur skilningur þeirra og ann- arra helstu stórvelda í heiminum að Íslendingar tilheyri einfaldlega áhrifasvæði Evrópusambands- ins og Breta. Árni tekur fram að hann sé sjálfur enginn sérstakur áhugamaður um aðild að Evrópu- sambandinu. Hann vildi gjarn- an standa utan þess, ef þess væri kostur. En niðurstaða hans af mati á þeim hagmunum sem eru í húfi er sú að ekki sé vit í öðru en að láta reyna á það til fulls hvaða samn- ingar bjóðist í aðildarviðræðunum sem nú fara fram við Evrópusam- bandið. Hugmyndir sem stundum heyrast um að Íslendingar geti orðið fríríki og eigi að stefna að nánum tengslum við Bandarík- in, Rússa, Kínverja eða einhver önnur stórveldi eru einfaldlega óraunhæfar. Áhugi annarra þjóða á slíku sambandi er einfaldlega ekki til staðar. Ég man ekki eftir að hafa áður séð mann úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins fallast með jafnskýrum hætti á málflutn- ing þeirra sem aðhyllast aðild að ESB um þetta grundvallaratriði. Þarna má líka lesa forvitnileg- ar lýsingar á fundum ráðherra með bankamönnum í aðdraganda hrunsins og því þegar ráðherrarn- ir gera sér fyrst grein fyrir því á síðustu metrunum að eigendur bankanna hafa verið að beita þá blekkingum. Stjórnvöld töldu fram á síðustu stund að vandi bankanna væri lausafjárvandi og uppgötvuðu ekki fyrr en um seinan að vandinn var vegna uppblásins eigin fjár og ónýtra skulda sem bankarnir töldu til eigna. Árni lýsir vonbrigðunum sem fylgdu því að uppgötva það að baráttan hafði líklega alltaf verið vonlaus og byggð á þessari blekk- ingu um leið og hann ræðir þann lærdóm sem stjórnkerfið geti dregið af þessari reynslu. Pétur Gunnarsson Niðurstaða: Hreinskilnasta uppgjör íslensks stjórnmálamanns við hrunið. Hreinskilið uppgjör Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is 17.900kr. Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. FÆ S T Í Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands Er sem hér segir: Reykjanesbær Hafnargötu 29 S. 697 3521 22. des Akureyri Freyjusnesi 4 S. 869 0820 22. des Reykjavík Eskihlíð 2-4 S. 892 9603 14-15-21-22 des. Frá kl 14:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.