Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 54
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einn ódýrasti snertiskjásíminn á Íslandi í dag. Nettur sími með 2 mega- pixla myndavél og tónlistarspilara. Vodafone 547 Staðgreitt: 11.990 kr. 0 kr. útborgun og 999 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Partý Alias er nú uppselt hjá okkur. Við þökkum frábærar viðtökur og hvetjum þá sem eiga spil hjá okkur að sækja þau sem fyrst í næstu verslun Vodafone. Við bjóðum áfram frábær kjör á flottum símum. Tónlist ★★★ Næstu jól Baggalútur Það er löngu orðinn fastur hluti af jólaundirbúningnum að hlusta á Baggalút klæða gömul dægur- lög í jólabúning. Lengi vel létu Baggalútar sér nægja að skella einu og einu lagi í spilun, en árið 2006 kom fyrsta jólaplatan, Jól og blíða. Nú er plata númer tvö komin: Næstu jól. Formúlan hjá Baggalútsmönn- um er einföld. Finna lög sem hafa slegið í gegn, láta Braga Valdi- mar Skúlason semja húmoríska jólatexta við þau og fá Kidda í Hjálmum og hans lið til að útsetja og spila inn. Oft tekst þetta frá- bærlega. Kreppujólasmellurinn Það koma vonandi jól við Bee Gees lagið I Am a Woman in Love er til dæmis algjör snilld, textinn frábær og útsetningin upp á tíu. Á nýju plötunni eru nokkur fleiri lög í sama gæðaflokki. Leppa lúði (Somewhere Down the Crazy River) er eitt af þeim, Ég kemst í jólafíling (You‘ve Lost That Lov- ing Feeling) er annað og Wings- smellurinn Silly Love Songs sem Baggalútur kallar Jólaleg jóla- lög er það þriðja. Textinn í því er reyndar ekkert sérstakur, en flutningurinn flottur og þetta er fyndið og skemmtilegt lag. Og svo er það lagið sem toppar allt: Saddur (Je t’aime... moi non plus). Viðsnúningur Baggalúts á þessu andstutta ástarbrímameistara- verki Serge Gainsbourg er stór- kostlegur. Karlinn glottir örugg- lega í gröfinni. Inni á milli eru svo lög sem virka ekki jafn vel. Yazoo-lagið Only You er dæmi um það. Er einhvern veginn bara pirrandi hér. Á heildina litið er þetta samt stórskemmtilegur jóladisk- ur. Er hægt að ímynda sér jól án Baggalúts? Trausti Júlíusson Niðurstaða: Jólasending Baggalúts klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Baggalútur kemur með jólin Mikill styr stendur þessa dag- ana um eina af uppáhaldsbúðum Íslendinga, Hennes & Mauritz. Sænska dagblaðið Expressen sakar verslanakeðjuna um að ljúga að viðskiptavinum sínum. Málið snýst um fatnað sem stenst ekki gæða- kröfur fyrirtækisins. Það hefur verið yfirlýst stefna H&M að flík- urnar séu gefnar til hjálparstofn- ana en Expressen segir að það sé rangt, fyrirtækið eyðileggi í raun fatnaðinn og hendi honum. Myndbrot sem sýnir starfsmann í einni af fjölmörgum búðum versl- anakeðjunnar klippa og rífa fatnað á meðan hann afgreiðir viðskipta- vin hefur gengið eins og eldur um sinu á netmiðlum. Myndbandið er tekið upp á síma og hafði sá sem tók það upp orð á því að starfs- stúlkan klippti niður boli og buxur með æfðum handtökum og henti í svartan ruslapoka. Í kjölfarið tók Expressen viðtöl við tíu starfs- menn í búðum víðs vegar í Sví- þjóð sem staðfesta að þeim sé sagt að ljúga að viðskiptavinum ef þeir séu spurðir út í þetta. „Við höfum aldrei heyrt um neinar gjafir til góðgerðarmála og klippum niður allt að tuttugu flíkur á dag sem koma inn með smávægilega galla,“ hefur blaðið eftir starfsmönnum verslanakeðjunnar. Hennes & Mauritz hefur ávallt gefið sig út fyrir að gefa fatnað til hjálparstofnana og þvertekur fyrir að farga fatnaði. Þetta er óneitan- lega svartur blettur á annars til- tölulega flekklausri fortíð sænska verslunarrisans, sem hefur skapar sér fastan sess í hjörtum verslun- arglaðra Íslendinga. - áp Skandall skekur H&M LOGIÐ AÐ VIÐSKIPTAVINUM? Sænski verslunarrisinn H&M eyðileggur og hendir fatnaði í stað þess að gefa til hjálparstofnana samkvæmt yfirlýstri stefnu fyrirtækisins. Þjóðlagahljómsveitin Árs- tíðir hefur ráðið rússneska umboðskonu sem bókar nú hvert giggið á fætur öðru í Austur-Evrópu. Þjóðlagahljómsveitin Árstíð- ir hefur ráðið til sín rússnesku umboðskonuna Mariu Chelnok- ovu. Hún sér um að bóka tónleika fyrir sveitina í Austur-Evrópu og víðar og koma henni á framfæri í fjölmiðlum. „Hún vinnur fyrir rússnesk- an menningarsjóð og fann okkur í gegnum IMX [Iceland Music Export],“ segir söngvarinn Ragn- ar Ólafsson. „Hún hafði samband síðasta vor og vildi fá okkur á tón- leika í Rússlandi.“ Árstíðir tóku boðinu fagnandi og drifu sig í tíu daga túr til Finnlands og Rúss- lands. „Þetta var alveg frábært. Það var þvílík mæting, 250 manns að jafnaði á tónleikum og stofnað- ur aðdáendaklúbbur í St. Péturs- borg. Við spiluðum í aðalmenn- ingarhúsinu í Moskvu og rússnesk sjónvarpsstöð tók upp tónleikana og við fórum í viðtal á nokkrum útvarpsstöðvum. Síðan höfum við verið að dúkka upp í alls konar tímaritum,“ segir Ragnar, sem er gríðarlega ánægður með störf Mariu. „Þessi túr sem við fórum á sýnir hvers hún er megnug. Við erum í skýjunum með að hafa fundið þessa manneskju.“ En hvers vegna eru Árstíð- ir svona vinsælt band í Rúss- landi? „Ísland hefur gott orð á sér þarna og íslensk tónlist er spenn- andi, enda eru Sigur Rós og múm dáðar þarna úti,“ útskýrir Ragn- ar. „Síðan er líka mjög mikil þjóð- lagahefð í Austur-Evrópu og það sem Árstíðir eru að gera hittir beint í mark. Við lentum meira að segja í því að unglingsstúlk- ur voru að bresta í grát þegar við árituðum plötuna okkar.“ Hljómsveitin ætlar í tvær tón- leikaferðir um Rússland og víðar um Austur-Evrópu í ágúst á næsta ári sem standa alls yfir í tvo mánuði. Ný plata verður tekin upp næsta sumar og vilja Ragn- ar og félagar tryggja sér dreif- ingarsamning í Rússlandi áður en farið verður út. „Flest bönd á Íslandi reyna við Bandaríkja- og Bretlandsmarkað en það er mjög erfiður markaður. Við ætlum að bíða með það og hamra járnið í Austur-Evrópu og Rússlandi á meðan það er svona funheitt,“ segir Ragnar. Næstu tónleikar Árstíða hér heima verða í Fríkirkjunni á Þor- láksmessu þar sem hljómsveit- in spilar sín eigin lög í bland við jólalög í nýjum útsetningum. freyr@frettabladid.is Ungmeyjar grétu þegar meðlimir Árstíða árituðu ÁRSTÍÐIR Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir nýtur aðstoðar umboðskonunnar Mariu Chelnokovu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.