Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 54
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Einn ódýrasti snertiskjásíminn á Íslandi í dag. Nettur sími með 2 mega- pixla myndavél og tónlistarspilara. Vodafone 547 Staðgreitt: 11.990 kr. 0 kr. útborgun og 999 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Partý Alias er nú uppselt hjá okkur. Við þökkum frábærar viðtökur og hvetjum þá sem eiga spil hjá okkur að sækja þau sem fyrst í næstu verslun Vodafone. Við bjóðum áfram frábær kjör á flottum símum. Tónlist ★★★ Næstu jól Baggalútur Það er löngu orðinn fastur hluti af jólaundirbúningnum að hlusta á Baggalút klæða gömul dægur- lög í jólabúning. Lengi vel létu Baggalútar sér nægja að skella einu og einu lagi í spilun, en árið 2006 kom fyrsta jólaplatan, Jól og blíða. Nú er plata númer tvö komin: Næstu jól. Formúlan hjá Baggalútsmönn- um er einföld. Finna lög sem hafa slegið í gegn, láta Braga Valdi- mar Skúlason semja húmoríska jólatexta við þau og fá Kidda í Hjálmum og hans lið til að útsetja og spila inn. Oft tekst þetta frá- bærlega. Kreppujólasmellurinn Það koma vonandi jól við Bee Gees lagið I Am a Woman in Love er til dæmis algjör snilld, textinn frábær og útsetningin upp á tíu. Á nýju plötunni eru nokkur fleiri lög í sama gæðaflokki. Leppa lúði (Somewhere Down the Crazy River) er eitt af þeim, Ég kemst í jólafíling (You‘ve Lost That Lov- ing Feeling) er annað og Wings- smellurinn Silly Love Songs sem Baggalútur kallar Jólaleg jóla- lög er það þriðja. Textinn í því er reyndar ekkert sérstakur, en flutningurinn flottur og þetta er fyndið og skemmtilegt lag. Og svo er það lagið sem toppar allt: Saddur (Je t’aime... moi non plus). Viðsnúningur Baggalúts á þessu andstutta ástarbrímameistara- verki Serge Gainsbourg er stór- kostlegur. Karlinn glottir örugg- lega í gröfinni. Inni á milli eru svo lög sem virka ekki jafn vel. Yazoo-lagið Only You er dæmi um það. Er einhvern veginn bara pirrandi hér. Á heildina litið er þetta samt stórskemmtilegur jóladisk- ur. Er hægt að ímynda sér jól án Baggalúts? Trausti Júlíusson Niðurstaða: Jólasending Baggalúts klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Baggalútur kemur með jólin Mikill styr stendur þessa dag- ana um eina af uppáhaldsbúðum Íslendinga, Hennes & Mauritz. Sænska dagblaðið Expressen sakar verslanakeðjuna um að ljúga að viðskiptavinum sínum. Málið snýst um fatnað sem stenst ekki gæða- kröfur fyrirtækisins. Það hefur verið yfirlýst stefna H&M að flík- urnar séu gefnar til hjálparstofn- ana en Expressen segir að það sé rangt, fyrirtækið eyðileggi í raun fatnaðinn og hendi honum. Myndbrot sem sýnir starfsmann í einni af fjölmörgum búðum versl- anakeðjunnar klippa og rífa fatnað á meðan hann afgreiðir viðskipta- vin hefur gengið eins og eldur um sinu á netmiðlum. Myndbandið er tekið upp á síma og hafði sá sem tók það upp orð á því að starfs- stúlkan klippti niður boli og buxur með æfðum handtökum og henti í svartan ruslapoka. Í kjölfarið tók Expressen viðtöl við tíu starfs- menn í búðum víðs vegar í Sví- þjóð sem staðfesta að þeim sé sagt að ljúga að viðskiptavinum ef þeir séu spurðir út í þetta. „Við höfum aldrei heyrt um neinar gjafir til góðgerðarmála og klippum niður allt að tuttugu flíkur á dag sem koma inn með smávægilega galla,“ hefur blaðið eftir starfsmönnum verslanakeðjunnar. Hennes & Mauritz hefur ávallt gefið sig út fyrir að gefa fatnað til hjálparstofnana og þvertekur fyrir að farga fatnaði. Þetta er óneitan- lega svartur blettur á annars til- tölulega flekklausri fortíð sænska verslunarrisans, sem hefur skapar sér fastan sess í hjörtum verslun- arglaðra Íslendinga. - áp Skandall skekur H&M LOGIÐ AÐ VIÐSKIPTAVINUM? Sænski verslunarrisinn H&M eyðileggur og hendir fatnaði í stað þess að gefa til hjálparstofnana samkvæmt yfirlýstri stefnu fyrirtækisins. Þjóðlagahljómsveitin Árs- tíðir hefur ráðið rússneska umboðskonu sem bókar nú hvert giggið á fætur öðru í Austur-Evrópu. Þjóðlagahljómsveitin Árstíð- ir hefur ráðið til sín rússnesku umboðskonuna Mariu Chelnok- ovu. Hún sér um að bóka tónleika fyrir sveitina í Austur-Evrópu og víðar og koma henni á framfæri í fjölmiðlum. „Hún vinnur fyrir rússnesk- an menningarsjóð og fann okkur í gegnum IMX [Iceland Music Export],“ segir söngvarinn Ragn- ar Ólafsson. „Hún hafði samband síðasta vor og vildi fá okkur á tón- leika í Rússlandi.“ Árstíðir tóku boðinu fagnandi og drifu sig í tíu daga túr til Finnlands og Rúss- lands. „Þetta var alveg frábært. Það var þvílík mæting, 250 manns að jafnaði á tónleikum og stofnað- ur aðdáendaklúbbur í St. Péturs- borg. Við spiluðum í aðalmenn- ingarhúsinu í Moskvu og rússnesk sjónvarpsstöð tók upp tónleikana og við fórum í viðtal á nokkrum útvarpsstöðvum. Síðan höfum við verið að dúkka upp í alls konar tímaritum,“ segir Ragnar, sem er gríðarlega ánægður með störf Mariu. „Þessi túr sem við fórum á sýnir hvers hún er megnug. Við erum í skýjunum með að hafa fundið þessa manneskju.“ En hvers vegna eru Árstíð- ir svona vinsælt band í Rúss- landi? „Ísland hefur gott orð á sér þarna og íslensk tónlist er spenn- andi, enda eru Sigur Rós og múm dáðar þarna úti,“ útskýrir Ragn- ar. „Síðan er líka mjög mikil þjóð- lagahefð í Austur-Evrópu og það sem Árstíðir eru að gera hittir beint í mark. Við lentum meira að segja í því að unglingsstúlk- ur voru að bresta í grát þegar við árituðum plötuna okkar.“ Hljómsveitin ætlar í tvær tón- leikaferðir um Rússland og víðar um Austur-Evrópu í ágúst á næsta ári sem standa alls yfir í tvo mánuði. Ný plata verður tekin upp næsta sumar og vilja Ragn- ar og félagar tryggja sér dreif- ingarsamning í Rússlandi áður en farið verður út. „Flest bönd á Íslandi reyna við Bandaríkja- og Bretlandsmarkað en það er mjög erfiður markaður. Við ætlum að bíða með það og hamra járnið í Austur-Evrópu og Rússlandi á meðan það er svona funheitt,“ segir Ragnar. Næstu tónleikar Árstíða hér heima verða í Fríkirkjunni á Þor- láksmessu þar sem hljómsveit- in spilar sín eigin lög í bland við jólalög í nýjum útsetningum. freyr@frettabladid.is Ungmeyjar grétu þegar meðlimir Árstíða árituðu ÁRSTÍÐIR Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir nýtur aðstoðar umboðskonunnar Mariu Chelnokovu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.