Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 22
22 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Íslensku jólin snúast um komu ljóssins – í trúarlegum og náttúrulegum skiln-
ingi. Minningarbrot frá eldri kynslóðum
sem iðulega eru dregin fram í kringum
jólahátíðina í formi ljóða og frásagna
gera þessu góð skil. Slíkar minningar
draga jólin iðulega fram sem hinn mikla
ljósgerving – hvort sem er með stjörn-
um á miðsvetrarhimni snæþakins lands
eða í formi hógværs kertaljóss í barns-
hendi.
kertaljós í bláum fjarska,
bak við ár,
æskuminning um fegurð.
(Jón úr Vör)
Íslensku jólin hafa líka alltaf komið
þótt þröngt sé í búi. Fátæktin er oft bak-
grunnur jólakomunnar og gleðin yfir
komu ljóssins er tjáð á nægjusaman
hátt:
Man það fyrst, er sviptur allri sút
sat ég barn með rauðan vasaklút.
(Matthías Jochumsson)
Íslendingar sem eru jafnvel ekki
háaldraðir eiga minningar um hvernig
jólin birtust í afar hógværum efnisleg-
um táknum eins og rauðum eplum sem
alla jafna fengust ekki í verslunum hér
á landi nema um jól. Ljós í myrkri og
uppbrot á fátæklegum hversdegi í formi
klæða eða epla eru því jólastefin sem
berast til okkar frá íslenskri fjarlægri
og nálægri fortíð.
Þessi stef eiga rætur sínar í jólaguð-
spjallinu þar sem frummyndir um ljós,
skjól, næringu og líf eru tjáðar í fæð-
ingarfrásögninni í Betlehem. Ljósið á
jólanótt brýst fram úr myrkrinu sem
umlykur náttúru og mannlíf og stað-
festir þörf manneskjunnar: að þiggja og
veita ást og líkamlega umhyggju.
Koma ljóssins með hækkandi sól
og fæðingu frelsarans hittir okkur í
hjartastað. Þess vegna eru jólin hátíð
tilfinninga og bernsku, sama á hvaða
aldri við erum. Uppbrot á hversdegin-
um felst ekki í yfirdrifinni neyslu held-
ur fremur að hlúa að því sem stendur
hjartanu næst: kærleikanum til barns-
ins í okkur sjálfum og náunga okkar.
Jólin eru til að þiggja og gefa kærleika.
Ljós koma
Jól
Árni Svanur
Daníelsson og
Kristín Þórunn
Tómasdóttir
prestar
H
áskóli Íslands þarf að grípa til verulegs niður-
skurðar vegna minni fjárveitinga á næsta ári,
eins og flestar aðrar ríkisstofnanir. Fækka þarf
fólki, lækka starfshlutfall og grípa til fleiri sparn-
aðaraðgerða.
Fram hefur komið að háskólinn hyggist takmarka aðgang
nemenda að skólanum, en slíkt er nú eingöngu gert í fáeinum
námsgreinum, til dæmis í læknisfræði. Að óbreyttu stefnir
í að á næsta ári verði 900 nemendur í skólanum án þess að
þeim fylgi fjárveiting úr ríkissjóði. Þá hefur háskólaráð sótt
um heimild til stjórnvalda um
að fá að hækka skrásetningar-
gjald nemenda í HÍ úr 45 þús-
und krónum í 70 þúsund, en
fyrri ósk um slíkt hefur verið
synjað.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra hefur boðað
rektor HÍ á sinn fund vegna
málsins og sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í vikunni að
aðgangstakmarkanir væru síðasta úrræðið sem grípa ætti til.
„Við höfum lagt á það ríka áherzlu að Háskóli Íslands standi
sem flestum opinn og þangað geti sem flestir sótt sér nám og
menntun við hæfi.“
Áhyggjur menntamálaráðherra af aðgangstakmörkunum og
hækkun gjalda í Háskóla Íslands eru sennilega óþarfar. Færa
má rök fyrir því að báðar breytingar hefði átt að gera fyrir
löngu, jafnvel á meðan betur áraði.
Háskóli Íslands hefur í rauninni verið of opinn og gert of
litlar kröfur til stúdenta sem þar hljóta skólavist, með þeim
afleiðingum að þar er of mikið af fólki sem nær ekki árangri
í náminu og þiggur allt of mikla dýra kennslu á kostnað skatt-
greiðenda áður en til útskriftar kemur, eða útskrifast bara alls
ekki. Ef aðgangstakmarkanir, til dæmis einhvers konar inn-
tökupróf, væru teknar upp yrði mun líklegra að þeir sem inn-
rituðust í skólann lykju þaðan prófi á tilsettum tíma og sóuðu
ekki of miklu af eigin tíma og fé skattgreiðenda á meðan.
Hærri innritunargjöld myndu hafa sömu áhrif. Þau kæmu
ekki aðeins í veg fyrir þörfina á að skattgreiðendur legðu skól-
anum til meira fé, heldur ykju þau aga í námi og fækkuðu þeim
sem teldu ástæðu til að eyða beztu árum lífsins í árangurslítið
gauf. Ósennilegt er að 25 þúsund króna hækkun yrði mörgum
stúdentum við HÍ ofviða, svona af bíla-, tölvu- og farsíma-
kostinum á háskólalóðinni að dæma. Þó eru vafalaust einhver
tilvik, þar sem fjárhagur fólks leyfir ekki slíkan útgjaldaauka.
Þeim mætti mæta með skólagjaldastyrkjum til efnalítilla stúd-
enta, eins og tíðkast við háskóla víða um heim.
Vonandi verður niðurstaðan af fundi háskólarektors og
menntamálaráðherrans að sú síðarnefnda taki vel í hugmynd-
irnar. Þær fela í sér löngu tímabært aðhald í þessari merku
menntastofnun.
Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af aðgangs-
takmörkunum og gjöldum í Háskóla Íslands.
Tímabært aðhald
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Björn Valur í ham
Björn Valur Gíslason, hinn skel-
eggi þingmaður Vinstri grænna frá
Ólafsfirði, fer hörðum orðum um
sjálfstæðismanninn Guðlaug Þór
Þórðarson í pistli á bloggsíðu
sinni. Hann segir Guðlaug
saka Jóhönnu Sigurðardóttur
um að leyna upplýsingum
sem enginn virðist vera klár
á hverjar eru nema
Guðlaugur sjálfur.
„Enda er þar
vanur maður á ferð
sem kann sitthvað
fyrir sér um hvernig
og hversvegna
leyna skal upplýs-
ingum og forða þeim undan almenn-
ingi. Engan veit ég þingmann um
utan umræddan Guðlaug Þór sem er
með landsfundarályktun síns eigin
flokks á bakinu um að hann skuli
hætta sem þingmaður flokks-
ins.“ Það sé vegna þess að hann
hafi þegið mútur.
Húðstrýkir Guðlaug
Og Björn Valur klykkir út
með þessu: „Ef ég væri
Guðlaugur Þór myndi ég
njóta hvers þess dags
sem mín væri ekki
getið í fjölmiðlum í
þeirri veiku von að ég
hreinlega gleymdist.“
En biður Kristján afsökunar
Björn Valur biðst raunar afsökunar
á orðum sínum strax í næsta pistli.
Afsökunarbeiðninni er hins
vegar beint til Kristjáns Þórs
Júlíussonar, sem ekki var
einu sinni nefndur á nafn í
fyrri pistli, en ekki Guðlaugs.
Það er kannski ekkert
skrítið. Guðlaugur er
jú ekki þingmaður
Norðausturkjör-
dæmis og helsti
pólitíski samherji
fyrrverandi
vinnuveitenda
Björns Vals.
stigur@frettabladid.is
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
UMRÆÐA