Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 34

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 34
 23. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● þorláksmessa ● FÁTÆKRAÞERRIR Þótt Íslendingar hafi búið í torfbæjum og frumstæðum húsakynnum af ýmsu tagi gegnum tíðina hafa þeir jafn- an hreinsað vel í kringum sig fyrir jólin. Hámarki hefur þrifnaðurinn oft náð á Þorláksmessu. Þá hefur verið skipt á rúmunum og jólafötin tekin til. Sumir hafa þurft að treysta á að almættið sendi svokallaðan fátækra- þerri þann dag ef þeir hafa ekki átt rúmföt eða nærfatnað til skiptanna. Áður fyrr var ástandið sums staðar þannig að börn þurftu að halda kyrru fyrir undir sæng á meðan föt þeirra voru þvegin. - gun Sá vestfirski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu hefur teygt sig víða, meðal annars inn á líkamsræktar- stöðina World Class. S veinn Guðbjartsson hefur verkað skötu á Ísafirði hátt í tuttugu ár og kann á því tökin. Hann vill meina að skatan eigi fullt erindi inn á líkamsrækt- arstöð enda hollur matur. „Sumir segjast læknast af kvefi við að borða hana,“ segir Sveinn en hann byrjar í september að verka Þor- láksmessuskötuna sem boðið verð- ur upp á í Laugarcafé í World Class þetta árið. „Skatan í Laugarcafé er skor- in og börðuð og látin liggja í kös í þrjár til fimm vikur eftir hita- stigi. Þá er skatan þrifin, roðflett og snyrt og henni pakkað í tveggja kílóa öskjur sem við frystum. Lykt- in er vond en bragðið betra,“ segir Sveinn. „Skata er með því betra sem ég fæ,“ segir Logi Liljendal Hilmars- son, rekstrarstjóri Laugarcafé, sem býður uppp á vestfirsku sköt- una í dag. Hann hefur þó ekki alltaf verið hrifinn af skötu. „Nei, alls ekki, ég byrjaði að borða skötu fyrir fjór- um árum en mig hafði alltaf lang- að til að geta borðað hana, bara fyrir stemninguna. Ég smakkaði smávegis á hverju ári þangað til ég komst á bragðið. Nú vil ég hafa hana sterka.“ En í hverju felst stemming- in við að borða þennan sterkþefj- andi mat? „Það er bragðið, og að standa á öndinni þegar fyrsti bit- inn er tekinn. Þetta snýst þó ekki um neina karlmennskustæla,“ segir Logi, líkamsræktargarparn- ir í World Class keppi ekki um hver geti borðað sterkustu bitana. „Hér er bara verið að njóta matarins. Við höfum boðið upp á skötuveislu síðustu sjö ár og við- skiptavinahópurinn stækkar ár frá ári. Margir koma og æfa fyrst og fá sér skötu á eftir,“ segir Logi og ráðleggur þeim sem langar að borða skötu en hryllir þó við að byrja á mildum bita. Stappa smá- vegis af skötu saman við kartöflur og rófur og hella hamsatólg yfir. Þannig megi smám saman komast á bragðið. En fer skötulyktin ekki fyrir brjóstið á þeim sem æfa í húsinu á Þorláksmessu? „Ilmurinn læð- ist reyndar um húsið en það hefur ekki fækkað í tækjasalnum fyrir það. Skötulyktin er ekki verri en svitalyktin.“ - rat Logi Liljendal Hilmarsson, rekstrarstjóri Laugarcafé, kom sjálfum sér á skötubragðið hægt og bítandi. Hann situr hér í miðið í góðum hópi manna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vestfirskir siðir í World Class● BURT MEÐ SKÖTU-LYKT Á vefsíðu Leiðbein- ingastöðvar heimilanna, leid- beiningastod.is, er að finna eftirfarandi upplýsingar um hvernig losna megi við skötu- lykt. ● Hitið þurra pönnu og stráið kanil eða öðru ilmandi kryddi á hana og slökkvið undir. Eins má strá kryddi á heita elda- vélarhellu þegar búið er að slökkva undir og láta kryddið þannig brenna upp. ● Gegnvætið viskastykki í borðediki, leggið yfir pottlokið og festið við potteyrun. Gætið þess vel að stykkið snerti ekki eldavélarhelluna. ● Kveikið á kertum, einkum ilmkertum, til dæmis með kaffi- og vanillulykt. ● Sjóðið skötuna á prímus úti í garði eða á svölum, verði því við komið. ● Þvoið pottinn strax þegar búið er að færa skötuna á fat. ● Suðutími á skötu: Fer eftir þykkt barðanna en þau eru soðin þegar skatan losnar frá brjóskinu. ● Hangikjötsilmur deyfir skötulyktina og svo er um að gera að lofta vel út. Á velflestum heimilum er það til siðs að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en svo virð- ist sem margir séu farnir að teygja sig framar í mánuðinn og hefur víða mátt sjá glitta í glitrandi jólatré inn um glugga í mánuðinum. Því heyrist fleygt að fólk vilji leyfa dýrðinni að ljóma lengur, enda tíminn frá jólum að þrettándanum fljót- ur að líða. Kostur þess að setja tréð upp snemma er að þá má nýta anna- sama Þorláksmessuna í bæjar- stúss, matarundirbúning, tiltekt og fleira. Hins vegar vilja sumir alls ekki að tréð fari upp fyrr en búið er að skúra, skrúbba og bóna og finnst það tilheyra Þor- lák að skreyta tréð. - ve Skreytt á Þorlák Þótt hefð sé fyrir því að skreyta jóla- tréð á Þorláksmessu virðast æ fleiri vera farnir að taka forskot á sæluna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.