Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 24
24 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR Dómari í New York vísaði máli slitastjórnar Glitnis á hendur sjö einstaklingum og einu fyrir- tæki frá dómi á þeim grundvelli að málið væri á milli íslenskra aðila og snerist um túlkun á íslenskum lögum. Rétt væri að slíkur ágrein- ingur fengi úrlausn fyrir íslensk- um dómstólum. Af hálfu slitastjórnar Glitnis var lýst vonbrigðum með niðurstöðuna en tekið fram að ákvörðun um að höfða málið í New York hefði verið tekin samkvæmt ráðgjöf erlendra sérfræðinga sem rannsaki starf- semi Glitnis á vegum slitastjórn- arinnar. Meðal röksemda sem slitastjórn- in tefldi fram til stuðnings því að málið ætti undir dómstól í New York var sú að íslenskir dómstól- ar væru ekki vel í stakk búnir til þess að leysa úr máli eins og þessu. Bandaríski dómarinn féllst ekki á rök slitastjórnarinnar og erlendu ráðgjafanna. Úr ágreiningi milli íslenskra aðila um túlkun á íslenskum rétt- arreglum sem varða fyrst og fremst íslenska hagsmuni, ber að leysa fyrir íslenskum dómstólum. Slitastjórn ber að taka ákvarð- anir sínar á grundvelli staðgóðr- ar þekkingar á íslenskum lögum. Slík þekking verður ekki sótt til erlendra verktaka. Af kostnaðarástæðum er ekk- ert gamanmál fyrir Íslending að vera stefnt fyrir dóm í New York. Erlendur lögmannskostnaður ein- staklinganna sjö sem stefnt var nam milljónum dala. Slitastjórn- in hefur neitað að gefa upplýsing- ar um sinn kostnað af málsókninni og undirbúningi hennar. Víst er að hann er miklu meiri en kostnaður stefndu. Ákvörðun slitastjórnarinnar um málshöfðun í Bandaríkjun- um reyndist illa ígrunduð. Mála- rekstur um formhlið þessa eina máls kostaði stefndu og kröfuhafa Glitnis fjármuni sem nægt hefðu til þess að standa straum af kostn- aði við rekstur allra héraðsdóm- stóla landsins og Hæstaréttar að auki árið 2010. Á að halda leiknum áfram fyrir dómstóli í öðru erlendu ríki? Ásgeir Thoroddsen Gestur Jónsson Gunnar Jónsson Hákon Árnason Helgi Sigurðsson Hörður Felix Harðarson Jakob R. Möller Ragnar H. Hall Sigurður G. Guðjónsson Sigurmar K. Albertsson Til umhugsunar Dómsmál Tíu hæstaréttarlögmenn Arnþór Sigurðsson, formaður frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks og fulltrúi VG í íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs, (sem er ráðgefandi varðandi fjárframlag til Breiðabliks og því situr Arnþór beggja vegna borðsins), fer mikinn í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Hann kveinkar sér undan því að í Kópavogi eins og öðrum sveitar- félögum þurfi að taka til hendinni við gerð fjárhagsáætlunar í ljósi efnahagsástandsins. Mikil fólks- fjölgun í Kópavogi á undanförnum árum virðist vera helsti sökudólg- urinn að hans mati. Það er rangt mat því ljóst er að fjölgunin hefur lagt grunn að því að hægt hefur verið að byggja upp með svo kröft- ugum hætti sem raun ber vitni. Einmitt þess vegna verður auð- veldara að vinna bæjarfélagið út úr erfiðri fjárhagsstöðu. Síðasti meirihluti skilar góðu búi með mörg sóknarfæri. Kópa- vogsbær er vel í stakk búinn til að taka við nýju fólki og frekari upp- byggingu án þess að ráðast þurfi í framkvæmdir nema að mjög takmörkuðu leyti. Það var allt- af markmið síðasta meirihluta að byggja upp hverfin jafnóðum og íbúarnir flyttu inn í þau og efla alla þjónustu við bæjarbúa. Það er þess vegna sem íþróttahús, knatt- hús, sundlaugar, skólar, leikskól- ar og menningarhús standa þegar í byggð og þjóna íbúum bæjarins. Skuldir bæjarins, sem að mestu hafa tekið hækkunum vegna lóð- arskila, munu síðan lækka hratt þegar efnahagslífið kemst í gang á ný. Það mun þó dragast á lang- inn ef menn ætla endalaust að stíga dansinn við drauga fortíðar og velta sér upp úr sjálfsvorkunn og vænisýki. Nú þegar er farið að birta til þar sem aðilar hafa óskað eftir viðræðum um kaup á Gusts- svæðinu, hafin er nýbygging fjöl- býlishúss í Þorrasölum, sennilega sú fyrsta eftir hrun og verktakar eru farnir að huga að uppbygg- ingu á Kópavogstúni. Meirihlutinn í Kópavogi óskaði eftir samvinnu við minnihlut- ann í Kópavogi og hélt ég að það væri í kjölfar þess að slík vinna hafði átt sér stað tvö síðustu ár. Það var ekki fyrr en ég las grein Arnþórs að ég áttaði mig á því að VG treysti sér ekki í verkið þrátt fyrir að hafa boðið sig fram til þess í síðustu kosningum. Aðkoma minnihlutans hefur orðið til að bæta mjög niðurstöðu fjárhags- áætlunarinnar. Það er trú mín að við sem sitjum í bæjarstjórn eigum að leggja áherslu á að skila sem bestri vinnu fyrir íbúa í Kópavogsbæ. Það var á þeim forsendum sem fulltrúar minni- hlutans tóku þátt í fjárhagsáætl- uninni og það er með ánægju sem við drögum úr verkkvíða Arnþórs Sigurðssonar og félaga og léttum þeim verkið með góðum tillögum af okkar hálfu. Verkkvíði VG í Kópavogi Kópavogur Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Það var fróðleg lesning í Frétta-blaðinu í gær þar sem formenn félaga VG í Kópavogi og Reykjavík stökkva fram á ritvöllinn og vanda ekki forystu VG kveðjurnar. Sér- staklega er áhugavert að sjá undir hvaða titli Karólína skrifar, þ.e. sem formaður VG í Kópavogi. Kar- ólína var kosin til þess á aðalfundi félagsins í janúar er leið, en hefur lítinn tíma gefið sér til að sinna því starfi. Því má segja að formaður- inn sé landlaus hvað varðar tengsl við félaga sína. Það er enn undarlegra að sjá hana skrifa um lýðræði og opna umræðu á opinberum vettvangi. Hennar störf í Kópavogi bera þess ekki vitni að hún sé mikið fyrir lýðræðið eða opna umræðu. Karólína hefur hvorki boðað til fundar í stjórn VG í Kópavogi né mætt á boðaða fundi innan félags- ins í hálft ár. Hvorki á stjórnar- fundi, félagsfundi eða fundi bæj- armálaráðs VG í Kópavogi. Sem betur fer hafa almenn- ir félagar ekki látið fjarveru for- mannsins trufla starfið, það er kröftugra en nokkru sinni fyrr undir stjórn annarra félags- manna. Það er því varla eðlilegt að hún telji sig tala í umboði félags- manna. Í minni sveit var það sagt að það sé ljótt að villa á sér heimildir eða hefja sig upp í nafni annarra. Í raun virkaði þessi pistill hennar í Fréttablaðinu í gær á mig þannig að hér væri Garðar Hólm sjálfur mættur ljóslifandi. Hvað sem Kar- ólínu finnst um þremenningana eða störf forystu VG yfir höfuð er hennar mál og er afar eðlilegt að hún hafi sínar skoðanir en það er verulega óeðlilegt að koma þeim á framfæri á röngum forsendum eins og hún hefur gert. Eðlilegast væri að Karólína stigi til hliðar sem formaður félagsins í Kópavogi svo að grasrótarstarfið hjá okkur gæti lifað og dafnað með eðlilegum hætti. Hennar störf hafa það sem af er árinu verið afskaplega lítil í okkar félagi og hefur það í raun staðið félaginu fyrir þrifum og er henni ekki til sóma. Það er því viðeigandi að vitna í hennar orð og beina þeim til hennar. Karólína á að mínu mati að hugsa sinn gang. Fróðleg lesning Deilur í VG Arnþór Sigurðsson varaformaður VG í Kópavogi Eftir síðustu alþingiskosningar heyrðust oft miklar gleðiradd- ir í samfélaginu og mörg ný sla- gorð eins og Skjaldborg um heim- ilin urðu til. Það var eins og allir vildu sjá breytingar og annað gott slagorð sem heyrðist var hið nýja Ísland. Að loknum kosningum var meirihluti fólksins í landinu sátt við sjálft sig. Það kaus fólkið sem stóð sig ekki á vaktinni í burtu og leyfði öðrum ferskum að taka við. Aldrei áður hafði jafn mikil endurnýjun alþingismanna átt sér stað. Endurreisn fólksins í land- inu hafði tekist. En fljótlega fór allt í sama horfið og nýja Ísland varð aldrei til. Það kemur sterklega í ljós nú þegar þrír þingmenn Vinstri grænna setja sig upp á móti for- ystunni svokölluðu. Þá sé ég hið nýja Ísland. En það virðist eng- inn annar vera að móttaka það, ekki fólkið inni á Alþingi, ekki fjölmiðlar og ekki fólkið sem er að taka þátt í umræðunni utan Alþingis. Það er stutt síðan borgarstjór- inn var að reyna að útskýra sína starfshætti og sín vinnubrögð í Kastljósinu en viðtalsstýran átt- aði sig engan veginn á því sem Jón var að reyna að útskýra. „Af hverju veist þú ekki neitt um málið Jón?“ spurði hún aftur og aftur. Á meðan var borgarstjór- inn að reyna að útskýra fyrir henni að hann væri með fólk sem væri hæfast í hverju máli fyrir sig að skoða hvert mál. En sú hugsun var algjörlega lokuð fyrir spyrlinum. Þannig átti nefnilega hið nýja Ísland að verða en þarna áttuðum við okkur á því að þeir sem mest áhrif hafa í samfélag- inu vilja ekki eða eru ekki tilbún- ir að meðtaka hið nýja Ísland. Mér fannst skýrsla hrunsins kalla á ný vinnubrögð. Mér fannst að hún sýndi okkur það að við ættum ekki að hafa foringja sem eru alvitrir í íslenskum stjórn- málum. Ég hélt að við Íslending- ar, fólkið, Alþingi og fjölmiðlar ætluðum að skoða þessa skýrslu og gera betur í framtíðinni. Samt sem áður heyrast nú frá stjórnar- ráðinu gamlar tuggur eins og „í hvaða liði er hún Lilja“. Þingmenn stjórnarandstöðu segja að stjórn- in eigi að segja af sér og fjölmiðl- ar eru allir fullir af sömu fullyrð- ingu. Við heyrum það einnig frá eldri þingmönnum að þetta séu ungir þingmenn sem kunni ekki leikreglurnar. Þeir sem kunna leikreglurnar hafa setið of lengi á þingi. Vonandi kemur takmörk- un á þingsetu inn í nýju stjórnar- skrána, til dæmis að þingmenn geti ekki setið lengur en átta ár á þingi, en það er bara óskhyggja. Ég hélt að menn væru kosnir af fólkinu sem býr í landinu inn á Alþingi til að vinna fyrir fólkið í landinu. Hvað á maður að kjósa, hugsar maður fyrir kosningar og rýnir í það hvað hver flokk- ur ætlar að gera næstu fjögur árin. Það var aldrei þannig að það stæðist, en hið nýja Ísland átti að verða þannig. Nú er það að koma í ljós að þetta verður aldrei þannig. Við verðum alltaf svikin og þetta á greinilega að vera þannig. Hið nýja Ísland var draumur sem eng- inn vill upplifa. Menn eru enn í liðum á Alþingi og allir eiga að styðja allt sem forystan kemur með þegjandi og hljóðalaust. Við sem tókum þátt í því að kjósa núverandi ríkisstjórn hljót- um að gleðjast þegar við sjáum vitringana þrjá (sjá Fréttablað- ið 17. des. bls. 28) mótmæla því þegar eitthvað er gert sem er á móti þeirra sannfæringu. Við glöddumst líka þegar nokkrir stjórnarliðar létu harm sinn í ljós þegar sumir þeirra greiddu gamla Icesave-samningnum atkvæði sitt með tárin í augunum og hvöttu okkur um leið að þrýsta á það að forsetinn neitaði lögunum. En eftir atburðina sem við höfum upplifað í samfélaginu nýverið hlýtur niðurstaðan að vera sú að við viljum ekki hið nýja Ísland sem við sóttumst flest svo mikið eftir hér fyrir síðustu kosningar. Við hljótum að vilja fara aftur í sama farið. Við viljum vera með einn alvitran foringja sem allir fara eftir og bannað er að mótmæla, það er að segja ef maður er í sama liði. Óróleikadeildin innan VG Þeir sem kunna leikreglurnar hafa setið of lengi á þingi. Stjórnmál Erla Þórðardóttir húsmóðir á Akranesi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.