Fréttablaðið - 23.12.2010, Page 30
23. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● þorláksmessa
Ómissandi þáttur í æskujólum
Önnu Guðrúnar Sigfúsdóttur
á Brekku í Mjóafirði var að afi
hennar, Vilhjálmur Hjálmars-
son, læsi á pakkana. En fyrst
þurfti hann að mjólka kýrnar
og þolinmæði barnanna var að
bresta þegar hann loks gekk
hreinn og prúðbúinn í stofu.
Á aðfangadagskvöld borð-uðum við klukkan sex en eftir matinn, á meðan verið
var að vaska upp, fór afi alltaf í
fjósið að mjólka. Hann var ekk-
ert að flýta sér, eða okkur fannst
það að minnsta kosti ekki krökk-
unum sem biðum eftir honum svo
hægt væri að byrja að opna pakk-
ana. Við héngum úti í glugga og
biðum og biðum og fannst þessi
tími aldrei ætla að líða. Svo loksins
þegar hann kom þá átti hann eftir
að þvo sér og skipta um föt, þannig
að hann fór inn á bað og dvaldi þar
óralengi, að okkur fannst og við
lágum á hurðinni bankandi. Þetta
er nokkuð sem ég man vel eftir.
Alltaf sama spennan.“ Þannig
byrjar Anna Guðrún upprifjun á
aðfangadagskvöldi bernsku sinn-
ar á Brekku í Mjóafirði, meðal
þriggja kynslóða. „Afa voru allt-
af réttir pakkarnir. Það var algert
aðalatriði að hann læsi á þá,“ bætir
hún við.
Anna Guðrún segir húsið jafnan
hafa verið skreytt á Þorláksmessu
og endað á jólatrénu. „Pakkarnir
lágu í gömlum sófa inni í stofu hjá
afa og það síðasta sem við krakk-
arnir gerðum á Þorláksmessu-
kvöld var að ná í þá og raða þeim
undir tréð.“
Ekki minnist Anna Guðrún
á erfiðleika í sambandi við að-
drætti fyrir jólin þegar hún var
barn. „Mamma og pabbi fóru yfir-
leitt bara á Neskaupstað með póst-
bátnum og luku öllum útréttingum
fyrir sitt stóra heimili á nokkrum
klukkutímum. Nú finnst mér ég
helst þurfa að komast til Akureyr-
ar eða Reykjavíkur til að versla.
Þar þvælist maður úr einni búð í
aðra!“
Anna Guðrún býr í nýlegu húsi
á Brekku, ásamt eiginmanni og
tveimur börnum. Þegar haft er
samband við hana er hún að búa
til ís. „Nú erum við ekki með kýr
lengur en það er hún Marsibil á
Dalatanga hins vegar og hún gefur
okkur stundum hnausþykkan og
góðan rjóma. Jólaísinn er ein af
þeim hefðum sem ég held í úr for-
eldrahúsum.“ - gun
Afi var ekkert að
flýta sér úr fjósinu
„Pakkarnir lágu í gömlum sófa inni í stofu
hjá afa,“ segir Anna Guðrún. MYND/GUN.
„Við biðum og biðum og fannst þessi tími aldrei ætla að líða,“ rifjar Anna Guðrún
upp. Hér er hún til hægri og Margrét systir hennar til vinstri. MYND/ÚR EINKASAFNI
Foreldrarnir Jóhanna Lárusdóttir og
Sigfús Vilhjálmsson lesa á kortin.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Jólaþorpið í Hafnarfirði mun
iða af lífi í kvöld en opið er milli
klukkan 18 og 22. Jólahúsin
verða fjölbreytt að vanda en þar
er boðið bæði upp á handverk og
veitingar. Þar getur fólk komið,
gert sér glaða stund, keypt síð-
ustu jólagjafirnar og gætt sér á
kakói og pönnukökum.
Klukkan 19.30 hefst jólaganga
Hafnarfjarðar hjá Fríkirkjunni
og endar í jólaþorpinu klukkan
20. Kammerkór Hafnarfjarðar
leiðir gönguna með söng. Geng-
ið verður með kyndla sem gerir
stemninguna hátíðlega en síðasta
lagið verður sungið þegar komið
er í jólaþorpið.
Klukkan 20 hefjast jólatón-
leikar jólaþorpsins. Að þessu
sinni spila Sigurður Guðmunds-
son og Memfismafían. Þar verða
flutt jólalög af nýútkominni
breiðskífu, Nú stendur mikið
til. Þessir tónleikar slá botn-
inn í dagskrá jólaþorps-
ins í ár, en þegar því er
lokað klukkan 22 verð-
ur það ekki opnað fyrr en
næsta ár.
- sg
Jólatónleikar jólaþorpsins
Sigurður Guðmundsson syngur með Memfismafíunni í Jóla-
þorpinu í kvöld. Alls kyns góðgæti verður líka í boði.
Mörgum finnst engin Þorláks-
messa án skötu og best ef hún
er svo vel kæst að tár hrynji af
hvörmum yfir diskinum.
Ægisterk skötulyktin hefur
yfir sér sérstæðan sjarma, en
flestir losa sig við hana með því
að fá á eftir hinn eftirsóknar-
verða hangikjötsilm í húsið.
Þeir sem ekki vilja skötufnyk
inn fyrir sínar dyr geta snætt
skötuna úti í bæ, enda fjölmörg
veitingahús og matsölur sem
bjóða upp á skötuhlaðborð á
Þorláksmessu, með tilheyrandi
hamsatólg og hnoðmör. - þlg
Herramannsmatur
Hér gæða sér á skötu þeir Sighvatur
Sigurðsson, Erlendur Guðjónsson
og Úlfar Eysteinsson, matreiðslu-
meistari á Þremur frökkum, þar sem
ilmandi skata með öllu tilheyrandi
verður í boði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● RADÍSUDAGURINN Í MEXÍKÓ
er haldinn hátíðlegur í borginni Oaxaka í
dag í 112. skiptið. Fólk þyrpist út á að-
altorg borgarinnar og dáist að út-
skornum risa-radísum sem eru sér-
ræktaðar af þessu tilefni. Þær eru
engin smásmíði, allt að 3 kíló og 50
sentimetrar á lengd, en svo mikið af
eiturefnum er notað við ræktunina að
þær eru gjörsamlega óætar. Radísurn-
ar eru skornar út í mynd dýrlinga, frægra
bygginga og Jesúbarnsins í jötunni.
● Á HRAFNISTU Heimilis-
fólk og starfsfólk Hrafnistu, um 900
manns ætlar að gæða sér á skötu í
dag eins og margir aðrir. Þar verða
á þriðja hundrað kíló af skötu elduð
fyrir Hrafnistuheimilin. Þeim sem
ekki hugnast skatan verður boðið
upp á saltfisk.
Pétur Magnússon, forstjóri
Hrafnistuheimilanna, fer í ganga-
og deilda heimsóknir á öll Hrafnistu-
heimilin til að spjalla við heimilis-
fólk og starfsfólk. Með honum í för
verða þrír liðsmenn Skólahljóm-
sveitar Mosfellsbæjar sem spila
jólalög þar sem staldrað verður við.
JÓLAGJÖF
VEIÐIMANNSINS
Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000
Veiðikortið fæst á N1