Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 23.12.2010, Síða 42
 23. desember 2010 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Búist er við að þátttökumet verði sleg- ið í 1.500 metra sundi hjá Sunddeild Breiðabliks í dag. Sundið er orðið tut- tugu ára hefð og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri en í ár. Fimmtíu og tveir keppendur eru skráðir til leiks og munu allir keppa í einu, um fimm keppendur á hverri braut. Þórdís Hrönn Pálsdóttir er ein af þeim sem þreyta sundið og segir hún oft vera handagang í öskjunni þegar svo margir séu í lauginni í einu. „Við syndum skriðsund, kannski einstaka byrjendur grípi aðeins í bringusund. Flestir eru að synda til að fylgjast með eigin framför eða halda sér í það góðu formi að þeir komist 1.500 metrana léttilega. Þetta er þó alvöru keppni og við syndum öll 52 í einu, 18 konur og 34 karlar, fimm til sex á hverri braut, það getur verið bæði erfitt og hættulegt ef margir reyna að komast fram úr í einu.“ Þórdís fór að æfa sund fyrir rúmum sex árum, þá 38 ára gömul. „Ég komst varla 50 metrana á skriðsundi fyrir rúmum sex árum, en fór þá á skrið- sundsnámskeið og í framhaldi af því að æfa með Görpunum í Breiðabliki. Í dag fer ég létt með 1.500 metrana og er ein þriggja kvenna sem hafa klárað Drangeyjarsund,“ segir hún hróðug. Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára sem hafa ekki tekið þátt í almenn- um keppnum í að minnsta kosti tvö ár. Einnig mætir til leiks hópur þríþraut- armanna, en 1.500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í ólympískri þríþraut. Meðal keppenda er sjálf- ur Íslandsmeistarinn í 1.500 metra skriðsundi á fimmtíu metra braut, Ragnar Guðmundsson, en hann setti metið 15.57.54 í Seúl fyrir rúmum 22 árum. Sundið hefst í Kópavogslauginni í dag klukkan 8.20 og eru áhorfendur að sjálfsögðu velkomnir. fridrikab@frettabladid.is ÞORLÁKSMESSUSUND GARPA 20 ÁRA: FIMMTÍU OG TVEIR Í LAUGINNI Í EINU Komst fyrst varla 50 metrana VICTOR BORGE (1909-2000) dó á þessum degi „Jólasveinninn kann tökin á þessu, heimsækir fólk bara einu sinni á ári.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STÆLT Flestir synda til að halda sér í góðu formi, að sögn Þórdísar Hrannar Pálsdóttur. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Jóhannesson fv. póstrekstrarstjóri, Gullsmára 9, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 21. desember. Útförin fer fram fimmtudaginn 30. desember frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Svanfríður Stefánsdóttir Kristín Aradóttir Kjartan Kjartansson Anna Þóra Aradóttir Karl Viggó Karlsson Jóhannes Ari Arason Sigrún Hallgrímsdóttir Árni Alvar Arason Elsa Ævarsdóttir Sigrún Arna Aradóttir barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, Ólafs Ágústssonar Skaftahlíð 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða, síðar í Mörkinni, hjúkrunarheimili. Erla Eyjólfsdóttir Loftur Andri Ágústsson Kristjana Petrína Jensdóttir Ingibjörg Ágústsdóttir Árni Sigurjónsson Svanhildur Ágústsdóttir Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa Steindórs Valbergs Kristfinnssonar rafvélavirkja, Tjarnarlundi 5b, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Asparhlíð fyrir yndislega umönnun og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Laufey Vilhelmsdóttir Vilhelm Valberg Steindórsson Dýrleif Kristín Steindórsdóttir Bjarki Viðar Hjaltason Gísli Viðar Steindórsson Hólmfríður Einarsdóttir Steindór Valberg Steindórsson Þóra Gígja Jóhannsdóttir Auður Hafdís Steindórsdóttir Ómar Valur Steindórsson Eyrún Níelsdóttir Eygló Sif Steindórsdóttir Óli Jóhann Daníelsson Helena Sjöfn Steindórsdóttir Kolbrún Hilmisdóttir Jón Zophoníasson afa-, langafa- og langalangafabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Herdís Antoníusardóttir frá Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd, Skúlagötu 20, sem lést föstudaginn 17. desember á Öldrunardeild Landspítalans, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar: Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigurbergur Sigsteinsson Guðrún Hauksdóttir Oddný Sigsteinsdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Sjöfn Sigsteinsdóttir Finnur Pálsson Þröstur Sigsteinsson Soffía Sturludóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Einar A. Færseth Sautjándajúnítorgi 7, áður Smáraflöt 40, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landakots, sunnudaginn 28. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar krabbameinssjúkra og líknardeildar Landakots. Þökkum auðsýnda samúð. Börn og aðstandendur hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Bjarney I. Guðmundsdóttir áður Háteigsvegi 50, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 15.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Páll Birgir Jónsson Guðrún Baldursdóttir Guðmundur Rúnar Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Sigurður Valur Jónsson Margrét Gunnarsdóttir Ómar Jón Jónsson Valborg Röstad barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðursystir okkar Gyða Jónsdóttir Kleppsvegi 2, andaðist á líknardeild LSH Landakoti 20. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. desember klukkan 13.00. Skúli Már Sigurðsson Gísli Jón Sigurðsson Örn Sigurðsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jón Erlendsson kennari og fv framkvæmdastjóri HSÍ, Hraunbæ 103, áður Rauðalæk 67, Reykjavík, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 19. desember 2010. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 11.00. Ingileif Jónsdóttir Birgir Björn Sigurjónsson Anna Jóna Hauksdóttir Kristín Jónsdóttir Þórarinn Eyfjörð Jón Erlendsson Eva Úlla Hilmarsdóttir Magnús Birgisson Hrafnhildur Hjaltadóttir Árni Birgisson Salvör Gyða Lúðvíksdóttir Sigrún Eyfjörð Þorsteinn Eyfjörð og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Cornelíu Ingólfsdóttur. Þór Helgason Karl Jóhann Ásgeirsson Ragnheiður Helga Gústafsdóttir Þórólfur Ingi Þórsson Eva Margrét Einarsdóttir Jóhannes, Gabríel og Lilja.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.